

Meira um leikskóla
Í niðursveiflu er brýnt að stjórnmálamenn hafi framtíðarsýn sem gefur skýr skilaboð til starfsmanna og þeirra sem þiggja þjónustu hins opinbera. Skilgreina þarf grunnþjónustu og ákveða hvaða þjónustu á að greiða úr sameiginlegum sjóðum og hverja ekki. Ég hef áður gagnrýnt meirihlutann í Reykjavík fyrir stefnuleysi og illa ígrundaðar ákvarðanir í leikskólamálum. Stefnuleysið endurspeglast einna helst í ósvöruðum spurningum varðandi framtíðina. Þetta eru erfiðar spurningar sem þarfnast fordómalausrar umræðu stjórnmálamanna.
Leikskóli frá 9 mánaða?Ein stærsta spurningin sem ekki hefur verið svarað er framtíðarsýn borgarinnar varðandi leikskólagöngu allra yngstu barnanna í borginni. Leikskólakerfið í Reykjavík kostar í dag meira en rekstur Háskóla Íslands, svo dæmi sé tekið. Vissulega dýrmætt kerfi sem við viljum standa vörð um en er þeim eiginleika búið að vistun mjög ungra barna er langsamlega dýrust. Ástæðan er sú að það þarf hlutfallslega fleiri starfsmenn eftir því sem börnin eru yngri.
Kostnaðurinn vex hratt við vistun fyrir börn innan við tveggja ára. Sem dæmi má nefna að raunkostnaður við yngsta barn á leikskóla er um 180.000 kr. á mánuði á meðan 5 ára barn kostar „ekki nema“ 108.000 kr. á mánuði. Foreldrar greiða hins vegar ekki nema 18.000 kr. upp í þennan kostnað að meðaltali á mánuði. Þar sem skattgreiðendur greiða stærsta hluta þessa kostnaðar hækkar kostnaður borgarinnar hratt þegar sífellt yngri og yngri börn eru tekin inn í leikskólakerfið. Þetta er hugsanlega ágætt en kostar augljóslega mikla fjármuni. Að auki hefur þessi þróun átt sér stað án mikillar umræðu og nánast alfarið án stefnumótandi ákvarðana.
Á Reykjavíkurborg að bjóða börnum frá 9 mánaða aldri upp á leikskólapláss? Eiga börn frá eins árs aldri að fá skipulagt faglegt starf allan daginn hjá kennurum með meistarapróf? Ætlum við að byggja áfram opinberar byggingar yfir yngri og yngri börn? Ætti borgin frekar að leggja meiri áherslu á ólíka og ódýrari valkosti fyrir þau yngstu, eins og ungbarnaleikskóla, dagforeldra eða greiðslur til foreldra sem borga þriðja aðila?
Hvert stefnir með fagfólk?Kostnaður leikskólakerfisins er 70-80% launakostnaður. Flestir eru sammála um að launin ættu að vera hærri en það er ógerningur að ræða hagræðingu án þess að ræða um starfsfólk. Hvernig vill borgin stefna að því að meta og greiða sanngjörn laun fyrir þetta mikilvæga starf í kerfi sem stækkar sjálfkrafa en fær samt ekki frið frá niðurskurði? Hvernig á að vinna að markmiðum um fjölgun fagfólks þegar ekki er vitað hvert stefnir í undirbúningstíma fagstarfs, sveigjanleika kjarasamninga eða hver framtíðin er varðandi fækkun leikskólastjóra vegna sameininga?
Er sanngjarnt að foreldrar með börn hjá dagforeldrum eða heima fái lítinn eða engan stuðning úr sameiginlegum sjóðum borgarinnar á meðan jafngamalt barn á leikskóla fær margfalt meiri stuðning? Eiga þjónustugjöld að endurspegla kostnað við reksturinn á skýrari hátt? Verður ekki að huga að leiðum sem minnka þrýstinginn á dýrasta kostinn, leikskólann, heldur en að auka hann?
Stefnuleysi leiðir af sér flatan niðurskurðEf menn þora ekki að ræða spurningarnar að ofan er ljóst að flatur niðurskurður er eina leiðin til að bregðast við kröfu um hagræðingu. Hagræðing án stefnu leiðir af sér endalausan flatan niðurskurð sem hefur lamandi áhrif á framþróun, faglegan vöxt og gæði skólastarfs. Stefnumörkun er því ekki bara mikilvæg heldur afar brýn. Það er ekki seinna vænna að fá fram framtíðarsýn borgarinnar í þessum efnum, að sjálfsögðu með virkri aðkomu fulltrúa kennara, starfsmanna og foreldra.
Skoðun

Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun
Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar

Frans páfi kvaddur eða meðtekinn?
Bjarni Karlsson skrifar

Lægjum öldurnar
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Að hata einhvern sem þú þarft á að halda?
Katrín Pétursdóttir skrifar

Íslenskar pyndingar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

SFS, Exit og norska leiðin þeirra
Jón Kaldal skrifar

Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti?
Bryndís Schram skrifar

Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með?
Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar

Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist!
Katarzyna Kubiś skrifar

Menntun fyrir öll – nema okkur
Haukur Guðmundsson skrifar

Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika
Davíð Bergmann skrifar

Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Að sækja gullið (okkar)
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Til hamingju blaðamenn!
Hjálmar Jónsson skrifar

Stormur í Þjóðleikhúsinu
Bubbi Morthens skrifar

Börn í skugga stríðs
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar

Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra?
Ævar Harðarson skrifar

Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar?
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi
Jón Páll Haraldsson skrifar

Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið
Sandra B. Franks skrifar

Auðbeldi SFS
Örn Bárður Jónsson skrifar

Skjárinn og börnin
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

„Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“
Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar

Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast?
Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar

Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Opið hús fyrir útvalda
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Af hverju hræðist fólk kynjafræði?
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið
Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar

Hópnauðganir/svartheimar!
Davíð Bergmann skrifar