Flest flugeldaslys verða þegar leiðbeiningum er ekki fylgt Gunnar Stefánsson skrifar 28. desember 2011 06:00 Áramótin eru sá tími þegar Íslendingar safnast saman og gera sér glaða kvöldstund, skjóta flugeldum til að fagna nýju ári og kveðja það gamla. Margir eru kappsamir við þessa iðju en þá er slysahættan mest og gamanið getur breyst í viðveru á slysadeild með brunasár eða verri meiðsl. Til að koma í veg fyrir það þarf að umgangast flugelda með varúð. Verum góð fyrirmynd barnanna okkar, látum áfengi vera og förum eftir leiðbeiningum. Þá er líklegt að við förum inn í nýtt ár með bros á vör eftir mikinn ljósagang með tilheyrandi sprengingum. Undirbúið ykkur velFlugelda skal alltaf geyma á öruggum stað þar sem börn ná ekki til og fjarri allri eldhættu. Farið vel yfir þær leiðbeiningar sem fylgja flugeldunum og ákveðið hvar skjóta á þeim upp. Þegar skotstaður er valinn er gott að hafa í huga að fjarlægð frá næstu húsum á að vera a.m.k. 20 metrar og undirstöður sléttar og stöðugar. Undirbúið stöðugan skothólk fyrir rakettur og gerið viðunandi ráðstafanir ef dýr eru í nágrenninu. Best er að halda þeim innandyra meðan skotið er. Pabbar og mömmur nota líka hlífðarglerauguHafið tilbúna ullar- eða skinnhanska á alla fjölskylduna, þeir veita vernd gegn bruna á höndum. Einnig ættu hlífðargleraugu að vera til staðar fyrir alla þá sem eru úti að skjóta upp eða fylgjast með ljósadýrðinni. Góð regla er að fara yfir slökkvitæki og annan eldvarnarbúnað í húsinu (reykskynjara, teppi) fyrir jól og áramót. Mesta slysahættan er dagana í kringum áramótin sjálf. Þá slasast helst unglingsdrengir sem eru að fikta með flugelda, taka þá í sundur og gera eigin sprengjur. Slys tengd því fikti hafa mörg hver verið mjög alvarleg og áverkar oft bæði á andliti og á höndum. Dæmi eru um einstaklinga sem hafa misst hluta af útlim, fengið ævilangt lýti, tapað sjón og jafnvel látið lífið. Mikilvægt er að foreldrar ræði þessi mál við börn sín og fylgist vel með iðju þeirra í kringum áramótin. Hinn hópurinn sem er í hættu eru fullorðnir karlmenn, sem helst slasast um áramótin sjálf þegar þeir ganga óvarlega um flugeldana. Oft er áfengi með í spilinu en óþarfi er að taka það fram að þetta tvennt á aldrei saman. Flestir slasast á höndum en augnslys eru líka algeng þó svo að alvarlegum augnslysum hafi fækkað undanfarin ár, en það má þakka almennri notkun flugeldagleraugna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Áramótin eru sá tími þegar Íslendingar safnast saman og gera sér glaða kvöldstund, skjóta flugeldum til að fagna nýju ári og kveðja það gamla. Margir eru kappsamir við þessa iðju en þá er slysahættan mest og gamanið getur breyst í viðveru á slysadeild með brunasár eða verri meiðsl. Til að koma í veg fyrir það þarf að umgangast flugelda með varúð. Verum góð fyrirmynd barnanna okkar, látum áfengi vera og förum eftir leiðbeiningum. Þá er líklegt að við förum inn í nýtt ár með bros á vör eftir mikinn ljósagang með tilheyrandi sprengingum. Undirbúið ykkur velFlugelda skal alltaf geyma á öruggum stað þar sem börn ná ekki til og fjarri allri eldhættu. Farið vel yfir þær leiðbeiningar sem fylgja flugeldunum og ákveðið hvar skjóta á þeim upp. Þegar skotstaður er valinn er gott að hafa í huga að fjarlægð frá næstu húsum á að vera a.m.k. 20 metrar og undirstöður sléttar og stöðugar. Undirbúið stöðugan skothólk fyrir rakettur og gerið viðunandi ráðstafanir ef dýr eru í nágrenninu. Best er að halda þeim innandyra meðan skotið er. Pabbar og mömmur nota líka hlífðarglerauguHafið tilbúna ullar- eða skinnhanska á alla fjölskylduna, þeir veita vernd gegn bruna á höndum. Einnig ættu hlífðargleraugu að vera til staðar fyrir alla þá sem eru úti að skjóta upp eða fylgjast með ljósadýrðinni. Góð regla er að fara yfir slökkvitæki og annan eldvarnarbúnað í húsinu (reykskynjara, teppi) fyrir jól og áramót. Mesta slysahættan er dagana í kringum áramótin sjálf. Þá slasast helst unglingsdrengir sem eru að fikta með flugelda, taka þá í sundur og gera eigin sprengjur. Slys tengd því fikti hafa mörg hver verið mjög alvarleg og áverkar oft bæði á andliti og á höndum. Dæmi eru um einstaklinga sem hafa misst hluta af útlim, fengið ævilangt lýti, tapað sjón og jafnvel látið lífið. Mikilvægt er að foreldrar ræði þessi mál við börn sín og fylgist vel með iðju þeirra í kringum áramótin. Hinn hópurinn sem er í hættu eru fullorðnir karlmenn, sem helst slasast um áramótin sjálf þegar þeir ganga óvarlega um flugeldana. Oft er áfengi með í spilinu en óþarfi er að taka það fram að þetta tvennt á aldrei saman. Flestir slasast á höndum en augnslys eru líka algeng þó svo að alvarlegum augnslysum hafi fækkað undanfarin ár, en það má þakka almennri notkun flugeldagleraugna.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun