Flest flugeldaslys verða þegar leiðbeiningum er ekki fylgt Gunnar Stefánsson skrifar 28. desember 2011 06:00 Áramótin eru sá tími þegar Íslendingar safnast saman og gera sér glaða kvöldstund, skjóta flugeldum til að fagna nýju ári og kveðja það gamla. Margir eru kappsamir við þessa iðju en þá er slysahættan mest og gamanið getur breyst í viðveru á slysadeild með brunasár eða verri meiðsl. Til að koma í veg fyrir það þarf að umgangast flugelda með varúð. Verum góð fyrirmynd barnanna okkar, látum áfengi vera og förum eftir leiðbeiningum. Þá er líklegt að við förum inn í nýtt ár með bros á vör eftir mikinn ljósagang með tilheyrandi sprengingum. Undirbúið ykkur velFlugelda skal alltaf geyma á öruggum stað þar sem börn ná ekki til og fjarri allri eldhættu. Farið vel yfir þær leiðbeiningar sem fylgja flugeldunum og ákveðið hvar skjóta á þeim upp. Þegar skotstaður er valinn er gott að hafa í huga að fjarlægð frá næstu húsum á að vera a.m.k. 20 metrar og undirstöður sléttar og stöðugar. Undirbúið stöðugan skothólk fyrir rakettur og gerið viðunandi ráðstafanir ef dýr eru í nágrenninu. Best er að halda þeim innandyra meðan skotið er. Pabbar og mömmur nota líka hlífðarglerauguHafið tilbúna ullar- eða skinnhanska á alla fjölskylduna, þeir veita vernd gegn bruna á höndum. Einnig ættu hlífðargleraugu að vera til staðar fyrir alla þá sem eru úti að skjóta upp eða fylgjast með ljósadýrðinni. Góð regla er að fara yfir slökkvitæki og annan eldvarnarbúnað í húsinu (reykskynjara, teppi) fyrir jól og áramót. Mesta slysahættan er dagana í kringum áramótin sjálf. Þá slasast helst unglingsdrengir sem eru að fikta með flugelda, taka þá í sundur og gera eigin sprengjur. Slys tengd því fikti hafa mörg hver verið mjög alvarleg og áverkar oft bæði á andliti og á höndum. Dæmi eru um einstaklinga sem hafa misst hluta af útlim, fengið ævilangt lýti, tapað sjón og jafnvel látið lífið. Mikilvægt er að foreldrar ræði þessi mál við börn sín og fylgist vel með iðju þeirra í kringum áramótin. Hinn hópurinn sem er í hættu eru fullorðnir karlmenn, sem helst slasast um áramótin sjálf þegar þeir ganga óvarlega um flugeldana. Oft er áfengi með í spilinu en óþarfi er að taka það fram að þetta tvennt á aldrei saman. Flestir slasast á höndum en augnslys eru líka algeng þó svo að alvarlegum augnslysum hafi fækkað undanfarin ár, en það má þakka almennri notkun flugeldagleraugna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Áramótin eru sá tími þegar Íslendingar safnast saman og gera sér glaða kvöldstund, skjóta flugeldum til að fagna nýju ári og kveðja það gamla. Margir eru kappsamir við þessa iðju en þá er slysahættan mest og gamanið getur breyst í viðveru á slysadeild með brunasár eða verri meiðsl. Til að koma í veg fyrir það þarf að umgangast flugelda með varúð. Verum góð fyrirmynd barnanna okkar, látum áfengi vera og förum eftir leiðbeiningum. Þá er líklegt að við förum inn í nýtt ár með bros á vör eftir mikinn ljósagang með tilheyrandi sprengingum. Undirbúið ykkur velFlugelda skal alltaf geyma á öruggum stað þar sem börn ná ekki til og fjarri allri eldhættu. Farið vel yfir þær leiðbeiningar sem fylgja flugeldunum og ákveðið hvar skjóta á þeim upp. Þegar skotstaður er valinn er gott að hafa í huga að fjarlægð frá næstu húsum á að vera a.m.k. 20 metrar og undirstöður sléttar og stöðugar. Undirbúið stöðugan skothólk fyrir rakettur og gerið viðunandi ráðstafanir ef dýr eru í nágrenninu. Best er að halda þeim innandyra meðan skotið er. Pabbar og mömmur nota líka hlífðarglerauguHafið tilbúna ullar- eða skinnhanska á alla fjölskylduna, þeir veita vernd gegn bruna á höndum. Einnig ættu hlífðargleraugu að vera til staðar fyrir alla þá sem eru úti að skjóta upp eða fylgjast með ljósadýrðinni. Góð regla er að fara yfir slökkvitæki og annan eldvarnarbúnað í húsinu (reykskynjara, teppi) fyrir jól og áramót. Mesta slysahættan er dagana í kringum áramótin sjálf. Þá slasast helst unglingsdrengir sem eru að fikta með flugelda, taka þá í sundur og gera eigin sprengjur. Slys tengd því fikti hafa mörg hver verið mjög alvarleg og áverkar oft bæði á andliti og á höndum. Dæmi eru um einstaklinga sem hafa misst hluta af útlim, fengið ævilangt lýti, tapað sjón og jafnvel látið lífið. Mikilvægt er að foreldrar ræði þessi mál við börn sín og fylgist vel með iðju þeirra í kringum áramótin. Hinn hópurinn sem er í hættu eru fullorðnir karlmenn, sem helst slasast um áramótin sjálf þegar þeir ganga óvarlega um flugeldana. Oft er áfengi með í spilinu en óþarfi er að taka það fram að þetta tvennt á aldrei saman. Flestir slasast á höndum en augnslys eru líka algeng þó svo að alvarlegum augnslysum hafi fækkað undanfarin ár, en það má þakka almennri notkun flugeldagleraugna.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar