Sanngirni og jafnræði í sjávarútvegi 28. desember 2011 06:00 Þessa dagana stendur yfir endurskoðun á frumvarpi sjávarútvegsráðherra frá því í vor um fiskveiðistjórnun. Frumvarpið byggði á svokallaðri samningaleið sem hagsmunaaðilar í greininni höfðu lagt þunga áherslu á að lægi til grundvallar. Eins og marga rekur minni til var frumvarpinu þó fálega tekið af öllum þeim sem um það hafa fjallað, bæði fylgjendum og andstæðingum breytinga á kvótakerfinu. Er því ljóst að frumvarpið þarf að taka gagngerum breytingum. Ráðherranefnd um fiskveiðistjórnun hefur nú málið til meðferðar – henni til aðstoðar eru fjórir stjórnarþingmenn – og er stefnt að því að leggja fram nýtt og betra frumvarp fljótlega á vorþingi. Jafnræði og atvinnurétturEitt þeirra verkefna sem við blasa er að búa svo um hnúta að gætt verði jafnræðis við gerð og úthlutun nýtingarsamninga (til 15 ára skv. frumvarpi) og útleigðra aflaheimilda (til eins árs, svokallaður leiguhluti). Jafnframt þarf atvinnuréttur sjávarbyggðanna til nýtingar sjávarauðlindarinnar að vera tryggður. Verði áfram byggt á samningaleiðinni svokölluðu er óhjákvæmilegt að opna frekar á milli fyrirhugaðra nýtingarsamninga og leiguhluta ríkisins (tímabundinna aflaheimilda). Í fyrirliggjandi frumvarpi er einungis gert ráð fyrir því að handhafar nýtingarsamninga geti sótt sér viðbót í leigupott. Leiðin er ekki opin á hinn veginn, þ.e. fyrir kvótalausar eða kvótalitlar útgerðir að bjóða í nýtingarsamninga. Þessu þarf að breyta. Þá þarf að tryggja ríkinu rétt til að endurúthluta nýtingarsamningum eða leigja að nýju aflaheimildir gjaldþrota útgerðarfyrirtækja eða fyrirtækja sem hætta af öðrum orsökum. Loks virðist óhjákvæmilegt að setja þak á hlutdeildarkerfið og brjóta það upp að einhverju marki. Nýliðun, atvinnusköpun, jafnræðiÞegar frumvarp sjávarútvegsráðherra var sent heim til föðurhúsa í lok sumars fylgdu greinargerð og tillögur okkar Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, formanns og varaformanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis (sem nú hefur verið lögð niður). Við bentum ráðherra á að til að tryggja réttláta skiptingu fiskveiðiauðlindarinnar og nægjanlega nýliðun væri heppilegast að fara blandaða leið, þ.e. að hægt væri að bjóða í nýtingarsamninga ásamt því að nægjanlegt framboð aflaheimilda væri í leigupotti ríkisins. Í frumvarpinu er leigupotturinn allt of lítill; hann þarf að auka verulega svo hann verði raunverulegur valkostur þar sem eðlileg verðmyndun aflaheimilda getur átt sér stað. Jafnhliða þarf að stórefla strandveiðar. Þetta samanlagt teljum við að geti byggt upp möguleika nýliða til áframhaldandi fjárfestinga og atvinnuþátttöku í greininni, auk þess sem það stuðlar að dreifðri eignaraðild. ByggðaráðstafanirEitt þeirra atriða sem hvað harðast hafa verið gagnrýnd í frumvarpi sjávarútvegsráðherra er „byggðabixið" svokallaða, en það birtist í formi mismunandi potta sem ráðstafað er úr með ráðherraíhlutun til einstakra fyrirtækja og svæða. Farsælast væri að hverfa með öllu frá hugmyndum um byggða- og ívilnunarpotta og þar með miðstýringarvaldi ráðherra hverju sinni við úthlutun byggðakvóta. Þess í stað þyrfti að stækka leigupottinn verulega eins og fyrr segir. Aflaheimildir úr leigupotti mætti svæðistengja og skilyrða við ákveðið lágmark heimilda, enda er mikilvægt – þó að horfið verði frá beinum byggðakvóta – að ríkið geti brugðist við áföllum í atvinnumálum sjávarbyggða með samningum um ráðstöfun aflaheimilda til sveitarfélaga/fyrirtækja sem skilyrt væru til ákveðins tíma. Mikilvægt er að slíkar ráðstafanir byggi á almennum, gagnsæjum úthlutunarreglum. Frjálsar strandveiðar í skilgreindri strandveiðihelgiTil þess að efla nýliðun og auka hráefnisframboð til fiskvinnslu á minni stöðum tel ég rétt að stórefla strandveiðar og gefa þær „frjálsar" innan skilgreindra (og strangra) marka. Þannig þyrfti veiðitímabilið að vera afmarkað við fimm daga vikunnar í 4-6 mánuði og einungis bátar minni en 15 brúttótonn með tvær handfærarúllur um borð fengju strandveiðileyfi. Veiðarnar yrðu skilyrtar við skráðan eiganda, sem ekki myndi gera út aðra báta á strandveiðitímanum. Verði þessum skilyrðum fylgt strangt eftir tel ég aðrar takmarkanir óþarfar af hálfu löggjafans, því vélarafl, sjólag og gæftir munu sjá til þess að veiðarnar komi ekki niður á umhverfinu eða öðrum veiðum. Þessar umhverfisvænu, sjálfbæru veiðar myndu skila mörg hundruð störfum og stórauknum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. FiskvinnslaÍ fyrrgreindum tillögum okkar formanns og varaformanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar leggjum við til að lögskyldað verði að bjóða allan óunninn fisk á innlendan markað og að skilið verði milli veiða og vinnslu. Að þessu verði stefnt í áföngum þannig að vaxandi hluti fari á innanlandsmarkað uns t.d. 80% er náð. Þessi breyting gæti skapað um eitt þúsund störf. Tryggja verður að fiskvinnsla í landi og á sjó sitji við sama borð og búi við sambærilegt rekstrarumhverfi, og að allur afli skili sér að landi og sé nýttur í vinnslu. Þess má geta að Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda hafa fagnað þessum tillögum. Til grundvallar þeirri vinnu sem fram undan er liggur stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar og stefna beggja stjórnarflokka, sem byggir ekki síst á jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar, og álit mannréttindanefndar SÞ. Í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er einnig gerð tillaga um nýtt auðlindaákvæði sem rennir enn frekari stoðum undir þann grunn sem nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi þarf að byggja á. Sanngjarnar leikreglur, arðsemi, sjálfbærni en ekki síst þjóðhagsleg hagkvæmni hljóta að vera leiðarljósið í þeirri vinnu sem fram undan er. Það er brýnt fyrir greinina í heild sinni en ekki síst þau sjávarútvegsfyrirtæki sem líða fyrir hráefnisskort og takmarkað aðgengi að aflaheimildum í núverandi kerfi. Almennar opnar leikreglur geta skilið milli feigs og ófeigs fyrir framtíðarmöguleika slíkra fyrirtækja og því er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana stendur yfir endurskoðun á frumvarpi sjávarútvegsráðherra frá því í vor um fiskveiðistjórnun. Frumvarpið byggði á svokallaðri samningaleið sem hagsmunaaðilar í greininni höfðu lagt þunga áherslu á að lægi til grundvallar. Eins og marga rekur minni til var frumvarpinu þó fálega tekið af öllum þeim sem um það hafa fjallað, bæði fylgjendum og andstæðingum breytinga á kvótakerfinu. Er því ljóst að frumvarpið þarf að taka gagngerum breytingum. Ráðherranefnd um fiskveiðistjórnun hefur nú málið til meðferðar – henni til aðstoðar eru fjórir stjórnarþingmenn – og er stefnt að því að leggja fram nýtt og betra frumvarp fljótlega á vorþingi. Jafnræði og atvinnurétturEitt þeirra verkefna sem við blasa er að búa svo um hnúta að gætt verði jafnræðis við gerð og úthlutun nýtingarsamninga (til 15 ára skv. frumvarpi) og útleigðra aflaheimilda (til eins árs, svokallaður leiguhluti). Jafnframt þarf atvinnuréttur sjávarbyggðanna til nýtingar sjávarauðlindarinnar að vera tryggður. Verði áfram byggt á samningaleiðinni svokölluðu er óhjákvæmilegt að opna frekar á milli fyrirhugaðra nýtingarsamninga og leiguhluta ríkisins (tímabundinna aflaheimilda). Í fyrirliggjandi frumvarpi er einungis gert ráð fyrir því að handhafar nýtingarsamninga geti sótt sér viðbót í leigupott. Leiðin er ekki opin á hinn veginn, þ.e. fyrir kvótalausar eða kvótalitlar útgerðir að bjóða í nýtingarsamninga. Þessu þarf að breyta. Þá þarf að tryggja ríkinu rétt til að endurúthluta nýtingarsamningum eða leigja að nýju aflaheimildir gjaldþrota útgerðarfyrirtækja eða fyrirtækja sem hætta af öðrum orsökum. Loks virðist óhjákvæmilegt að setja þak á hlutdeildarkerfið og brjóta það upp að einhverju marki. Nýliðun, atvinnusköpun, jafnræðiÞegar frumvarp sjávarútvegsráðherra var sent heim til föðurhúsa í lok sumars fylgdu greinargerð og tillögur okkar Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, formanns og varaformanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis (sem nú hefur verið lögð niður). Við bentum ráðherra á að til að tryggja réttláta skiptingu fiskveiðiauðlindarinnar og nægjanlega nýliðun væri heppilegast að fara blandaða leið, þ.e. að hægt væri að bjóða í nýtingarsamninga ásamt því að nægjanlegt framboð aflaheimilda væri í leigupotti ríkisins. Í frumvarpinu er leigupotturinn allt of lítill; hann þarf að auka verulega svo hann verði raunverulegur valkostur þar sem eðlileg verðmyndun aflaheimilda getur átt sér stað. Jafnhliða þarf að stórefla strandveiðar. Þetta samanlagt teljum við að geti byggt upp möguleika nýliða til áframhaldandi fjárfestinga og atvinnuþátttöku í greininni, auk þess sem það stuðlar að dreifðri eignaraðild. ByggðaráðstafanirEitt þeirra atriða sem hvað harðast hafa verið gagnrýnd í frumvarpi sjávarútvegsráðherra er „byggðabixið" svokallaða, en það birtist í formi mismunandi potta sem ráðstafað er úr með ráðherraíhlutun til einstakra fyrirtækja og svæða. Farsælast væri að hverfa með öllu frá hugmyndum um byggða- og ívilnunarpotta og þar með miðstýringarvaldi ráðherra hverju sinni við úthlutun byggðakvóta. Þess í stað þyrfti að stækka leigupottinn verulega eins og fyrr segir. Aflaheimildir úr leigupotti mætti svæðistengja og skilyrða við ákveðið lágmark heimilda, enda er mikilvægt – þó að horfið verði frá beinum byggðakvóta – að ríkið geti brugðist við áföllum í atvinnumálum sjávarbyggða með samningum um ráðstöfun aflaheimilda til sveitarfélaga/fyrirtækja sem skilyrt væru til ákveðins tíma. Mikilvægt er að slíkar ráðstafanir byggi á almennum, gagnsæjum úthlutunarreglum. Frjálsar strandveiðar í skilgreindri strandveiðihelgiTil þess að efla nýliðun og auka hráefnisframboð til fiskvinnslu á minni stöðum tel ég rétt að stórefla strandveiðar og gefa þær „frjálsar" innan skilgreindra (og strangra) marka. Þannig þyrfti veiðitímabilið að vera afmarkað við fimm daga vikunnar í 4-6 mánuði og einungis bátar minni en 15 brúttótonn með tvær handfærarúllur um borð fengju strandveiðileyfi. Veiðarnar yrðu skilyrtar við skráðan eiganda, sem ekki myndi gera út aðra báta á strandveiðitímanum. Verði þessum skilyrðum fylgt strangt eftir tel ég aðrar takmarkanir óþarfar af hálfu löggjafans, því vélarafl, sjólag og gæftir munu sjá til þess að veiðarnar komi ekki niður á umhverfinu eða öðrum veiðum. Þessar umhverfisvænu, sjálfbæru veiðar myndu skila mörg hundruð störfum og stórauknum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. FiskvinnslaÍ fyrrgreindum tillögum okkar formanns og varaformanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar leggjum við til að lögskyldað verði að bjóða allan óunninn fisk á innlendan markað og að skilið verði milli veiða og vinnslu. Að þessu verði stefnt í áföngum þannig að vaxandi hluti fari á innanlandsmarkað uns t.d. 80% er náð. Þessi breyting gæti skapað um eitt þúsund störf. Tryggja verður að fiskvinnsla í landi og á sjó sitji við sama borð og búi við sambærilegt rekstrarumhverfi, og að allur afli skili sér að landi og sé nýttur í vinnslu. Þess má geta að Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda hafa fagnað þessum tillögum. Til grundvallar þeirri vinnu sem fram undan er liggur stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar og stefna beggja stjórnarflokka, sem byggir ekki síst á jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar, og álit mannréttindanefndar SÞ. Í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er einnig gerð tillaga um nýtt auðlindaákvæði sem rennir enn frekari stoðum undir þann grunn sem nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi þarf að byggja á. Sanngjarnar leikreglur, arðsemi, sjálfbærni en ekki síst þjóðhagsleg hagkvæmni hljóta að vera leiðarljósið í þeirri vinnu sem fram undan er. Það er brýnt fyrir greinina í heild sinni en ekki síst þau sjávarútvegsfyrirtæki sem líða fyrir hráefnisskort og takmarkað aðgengi að aflaheimildum í núverandi kerfi. Almennar opnar leikreglur geta skilið milli feigs og ófeigs fyrir framtíðarmöguleika slíkra fyrirtækja og því er ekki eftir neinu að bíða.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun