Er hægt að koma í veg fyrir alvarleg vinnuslys? Kristján Kristinsson skrifar 29. desember 2011 06:00 Það er því miður fátt um stórframkvæmdir hér á landi um þessar mundir. Þó eru nokkrar í gangi og ein þeirra er bygging Búðarhálsvirkjunar. Tæplega 300 manns hafa á haustmánuðum unnið að þessu verkefni. Bygging virkjunar er flókið og hættulegt verk burtséð frá því að unnið er allt árið um kring og nánast í öllum veðrum. Áhættuþættir eru margir, s.s. langir vinnudagar, löng úthöld og síbreytilegar aðstæður. Eðlileg spurning er hvort hægt sé að koma í veg fyrir alvarleg vinnuslys við framkvæmdir sem þessar. Hafa ber í huga að aðstæður við byggingu virkjana á hálendinu eru á margan hátt ósambærilegar við störf í byggð eða þar sem framkvæmdir eru meira og minna staðlaðar. Þegar Landsvirkjun hóf undirbúning Búðarhálsvirkjunar var litið til reynslunnar frá Kárahnjúkavirkjun. Sú framkvæmd var risaframkvæmd á íslenskan mælikvarða en þar urðu því miður allt of mörg slys á framkvæmdatímanum. Í framkvæmdinni sjálfri og tengdum verkefnum urðu samtals 5 banaslys og nokkur mjög alvarleg slys, auk fjölda smærri óhappa og slysa. Þótt Kárahnjúkavirkjun sé margfalt stærri framkvæmd en Búðarhálsvirkjun er í grunninn um sömu verkþætti að ræða, þ.e. stöðvarhús, jarðgöng og stíflur. Í ljósi reynslunnar frá Kárahnjúkum var því ákveðið að setja öryggismál í Búðarhálsvirkjun í forgang, allt frá hönnun mannvirkja til framkvæmda á verkstað. Til að tryggja betur framgang öryggisstarfs var ákveðið að gera öryggismál að sérstökum greiðslulið í samningum við verktaka, en slíkt er nýjung í verkum Landsvirkjunar. Landsvirkjun greiðir þar með fyrir vinnu ákveðinna starfsmanna verktakans sem sinna eingöngu öryggismálum, bæði fræðslu og eftirliti. Að auki fylgjast allir eftirlitsmenn Landsvirkjunar með því að öryggismálum sé sinnt í hverjum verkþætti. Hver vinnudagur hjá verktökum hefst með umræðum um verkefni dagsins með sérstakri áherslu á öryggismál. Í Búðarhálsvirkjun er unnið eftir hugmyndafræði s.k. núll-slysastefnu. Hún gengur út á eftirfarandi atriði: Núll-slysastefna snýst um umhyggju fyrir starfsmönnum. Við stefnum að vinnustað án slysa með sérstakri áherslu á að koma í veg fyrir alvarleg slys. Við teljum að flest vinnuslys séu fyrirsjáanleg og ef eitthvað er fyrirsjáanlegt er líklegt að hægt sé að koma í veg fyrir það með markvissum aðgerðum. Óhöpp eru sjaldnast slys sem gerast bara eða verða skýrð með óheppni. Flest alvarleg slys eiga sér orsakir sem annað hvort eru vegna hættulegra aðstæðna á vinnustað eða meðvitaðrar áhættuhegðunar sem felst í broti á öryggisreglum vinnustaðarins. Með því að útiloka hættulegar aðstæður í vinnuumhverfinu og meðvitaða áhættuhegðun starfsmanna getum við komið í veg fyrir alvarleg slys. Öryggismenning er til staðar þegar búið er að útrýma meðvitaðri áhættuhegðun starfsmanna. Mjög erfitt er hins vegar við þær erfiðu aðstæður sem eru á virkjunarstað að koma í veg fyrir ýmis óhöpp sem stafa af ómeðvitaðri hegðun starfsmanna sem ekki er brot á öryggisreglum vinnustaðarins. Dæmi um slíkt er fall á jafnsléttu og ýmis handa- og fingraslys. Núll-slysastefna í verki er:Að sýna umhyggju og virðingu gagnvart samstarfsfélögum, sem sýnd er í verki á hverjum degi. Að starfsmenn komi heilir á húfi og án áverka frá vinnu. Að samþykkja ekki að slys séu eðlilegur atburður í vinnunni, jafnvel þótt þau séu smá. Að öll slys og óhöpp séu skráð og krufin til mergjar og viðeigandi úrbætur settar í gang. Að bera ábyrgð á eigin öryggi og þeirra sem vinna með þér. Að spyrja sjálfan sig spurninga eins og hvað er það hættulegasta sem ég er að fara að fást við í dag og hvernig get ég dregið úr áhættunni? Að ákveða að fara að reglum um öryggismál sjálfs sín vegna, en ekki bara af því að það er skylda. Að láta vita ef maður verður vitni að hættulegu vinnulagi eða hættulegum aðstæðum. Vel hefur gengið að fá starfsmenn til að vinna eftir þessari hugmyndafræði, en þungamiðjan í henni er velferð starfsmanna. Nú eru liðnir 14 mánuðir af framkvæmdatímanum, sem alls er áætlaður 38 mánuðir, og unnar hafa verið um 400 þúsund vinnustundir í verkinu. Á þeim tíma hefur ekkert alvarlegt vinnuslys orðið á vinnusvæðinu. Aðeins hefur orðið eitt slys sem leiddi til fjarvista frá vinnu, auk nokkurra óhappa sem ekki leiddu til fjarvista. Þetta er mjög viðunandi árangur við erfiðar aðstæður en hafa ber í huga að enn er langur framkvæmdatími eftir og ekki má slaka á kröfunum. Árangurinn hingað til má að stórum hluta rekja til þess að verktakar hafa verið mjög áhugasamir um að setja þennan málaflokk í forgang. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir þá þar sem erlendir verkkaupar horfa í auknum mæli til árangurs þeirra í öryggismálum. Það er því eftir miklu að slægjast að hafa góðan skráðan feril í öryggismálum. Sem svar við spurningunni í fyrirsögn greinarinnar þá teljum við að með markvissum forvarnaraðgerðum, þjálfun og samvinnu verkkaupa og verktaka sé hægt að koma í veg fyrir alvarleg slys í stórframkvæmdum. Þegar verkefninu lýkur kemur í ljós hvort þetta var raunhæft mat. Núll-slysastefnan leiðir jafnframt til meiri gæða framkvæmdarinnar í ljósi færri slysa og óhappa, meiri framleiðni, minni kostnaðar, betri samskipta og ánægðari starfsmanna. Allir græða á slysalausum vinnustað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það er því miður fátt um stórframkvæmdir hér á landi um þessar mundir. Þó eru nokkrar í gangi og ein þeirra er bygging Búðarhálsvirkjunar. Tæplega 300 manns hafa á haustmánuðum unnið að þessu verkefni. Bygging virkjunar er flókið og hættulegt verk burtséð frá því að unnið er allt árið um kring og nánast í öllum veðrum. Áhættuþættir eru margir, s.s. langir vinnudagar, löng úthöld og síbreytilegar aðstæður. Eðlileg spurning er hvort hægt sé að koma í veg fyrir alvarleg vinnuslys við framkvæmdir sem þessar. Hafa ber í huga að aðstæður við byggingu virkjana á hálendinu eru á margan hátt ósambærilegar við störf í byggð eða þar sem framkvæmdir eru meira og minna staðlaðar. Þegar Landsvirkjun hóf undirbúning Búðarhálsvirkjunar var litið til reynslunnar frá Kárahnjúkavirkjun. Sú framkvæmd var risaframkvæmd á íslenskan mælikvarða en þar urðu því miður allt of mörg slys á framkvæmdatímanum. Í framkvæmdinni sjálfri og tengdum verkefnum urðu samtals 5 banaslys og nokkur mjög alvarleg slys, auk fjölda smærri óhappa og slysa. Þótt Kárahnjúkavirkjun sé margfalt stærri framkvæmd en Búðarhálsvirkjun er í grunninn um sömu verkþætti að ræða, þ.e. stöðvarhús, jarðgöng og stíflur. Í ljósi reynslunnar frá Kárahnjúkum var því ákveðið að setja öryggismál í Búðarhálsvirkjun í forgang, allt frá hönnun mannvirkja til framkvæmda á verkstað. Til að tryggja betur framgang öryggisstarfs var ákveðið að gera öryggismál að sérstökum greiðslulið í samningum við verktaka, en slíkt er nýjung í verkum Landsvirkjunar. Landsvirkjun greiðir þar með fyrir vinnu ákveðinna starfsmanna verktakans sem sinna eingöngu öryggismálum, bæði fræðslu og eftirliti. Að auki fylgjast allir eftirlitsmenn Landsvirkjunar með því að öryggismálum sé sinnt í hverjum verkþætti. Hver vinnudagur hjá verktökum hefst með umræðum um verkefni dagsins með sérstakri áherslu á öryggismál. Í Búðarhálsvirkjun er unnið eftir hugmyndafræði s.k. núll-slysastefnu. Hún gengur út á eftirfarandi atriði: Núll-slysastefna snýst um umhyggju fyrir starfsmönnum. Við stefnum að vinnustað án slysa með sérstakri áherslu á að koma í veg fyrir alvarleg slys. Við teljum að flest vinnuslys séu fyrirsjáanleg og ef eitthvað er fyrirsjáanlegt er líklegt að hægt sé að koma í veg fyrir það með markvissum aðgerðum. Óhöpp eru sjaldnast slys sem gerast bara eða verða skýrð með óheppni. Flest alvarleg slys eiga sér orsakir sem annað hvort eru vegna hættulegra aðstæðna á vinnustað eða meðvitaðrar áhættuhegðunar sem felst í broti á öryggisreglum vinnustaðarins. Með því að útiloka hættulegar aðstæður í vinnuumhverfinu og meðvitaða áhættuhegðun starfsmanna getum við komið í veg fyrir alvarleg slys. Öryggismenning er til staðar þegar búið er að útrýma meðvitaðri áhættuhegðun starfsmanna. Mjög erfitt er hins vegar við þær erfiðu aðstæður sem eru á virkjunarstað að koma í veg fyrir ýmis óhöpp sem stafa af ómeðvitaðri hegðun starfsmanna sem ekki er brot á öryggisreglum vinnustaðarins. Dæmi um slíkt er fall á jafnsléttu og ýmis handa- og fingraslys. Núll-slysastefna í verki er:Að sýna umhyggju og virðingu gagnvart samstarfsfélögum, sem sýnd er í verki á hverjum degi. Að starfsmenn komi heilir á húfi og án áverka frá vinnu. Að samþykkja ekki að slys séu eðlilegur atburður í vinnunni, jafnvel þótt þau séu smá. Að öll slys og óhöpp séu skráð og krufin til mergjar og viðeigandi úrbætur settar í gang. Að bera ábyrgð á eigin öryggi og þeirra sem vinna með þér. Að spyrja sjálfan sig spurninga eins og hvað er það hættulegasta sem ég er að fara að fást við í dag og hvernig get ég dregið úr áhættunni? Að ákveða að fara að reglum um öryggismál sjálfs sín vegna, en ekki bara af því að það er skylda. Að láta vita ef maður verður vitni að hættulegu vinnulagi eða hættulegum aðstæðum. Vel hefur gengið að fá starfsmenn til að vinna eftir þessari hugmyndafræði, en þungamiðjan í henni er velferð starfsmanna. Nú eru liðnir 14 mánuðir af framkvæmdatímanum, sem alls er áætlaður 38 mánuðir, og unnar hafa verið um 400 þúsund vinnustundir í verkinu. Á þeim tíma hefur ekkert alvarlegt vinnuslys orðið á vinnusvæðinu. Aðeins hefur orðið eitt slys sem leiddi til fjarvista frá vinnu, auk nokkurra óhappa sem ekki leiddu til fjarvista. Þetta er mjög viðunandi árangur við erfiðar aðstæður en hafa ber í huga að enn er langur framkvæmdatími eftir og ekki má slaka á kröfunum. Árangurinn hingað til má að stórum hluta rekja til þess að verktakar hafa verið mjög áhugasamir um að setja þennan málaflokk í forgang. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir þá þar sem erlendir verkkaupar horfa í auknum mæli til árangurs þeirra í öryggismálum. Það er því eftir miklu að slægjast að hafa góðan skráðan feril í öryggismálum. Sem svar við spurningunni í fyrirsögn greinarinnar þá teljum við að með markvissum forvarnaraðgerðum, þjálfun og samvinnu verkkaupa og verktaka sé hægt að koma í veg fyrir alvarleg slys í stórframkvæmdum. Þegar verkefninu lýkur kemur í ljós hvort þetta var raunhæft mat. Núll-slysastefnan leiðir jafnframt til meiri gæða framkvæmdarinnar í ljósi færri slysa og óhappa, meiri framleiðni, minni kostnaðar, betri samskipta og ánægðari starfsmanna. Allir græða á slysalausum vinnustað.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar