Golf

Ballesteros vill breyta Ryderkeppninni í golfi

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur glímt við erfið veikindi undanfarin ár en hann er enn með sterkar skoðanir á golfíþróttinni þar sem hann var sjálfur í fremstu röð á heimsvísu.
Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur glímt við erfið veikindi undanfarin ár en hann er enn með sterkar skoðanir á golfíþróttinni þar sem hann var sjálfur í fremstu röð á heimsvísu. Nordic Photos/Getty Images

Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur glímt við erfið veikindi undanfarin ár en hann er enn með sterkar skoðanir á golfíþróttinni þar sem hann var sjálfur í fremstu röð á heimsvísu. Ballesteros er á þeirri skoðun að fjölga ætti keppnisdögunum í Ryderkeppninni og keppnin stæði yfir í fjóra daga og allir 12 kylfingar úr báðum liðum myndu leika á hverjum einasta keppnisdegi.

Núverandi keppnisfyrirkomulag eru þrír keppnisdagar og aðeins 8 af alls 12 liðsmönnum úr bandaríska og evrópska úrvalsliðinu leika í hverri umferð.

Hinn 53 ára gamli Ballesteros er enn að jafna sig eftir fjórar erfiðar aðgerðir á höfði en hann greindist með heilaæxli árið 2008. Í viðtali við Reuters fréttastofuna segir Ballesteros að það yrði til góðs fyrir alla aðila að lengja keppnina um einn dag.

„Kylfingarnir mæta til æfinga á mánudegi og það er langur tíma að bíða í fjóra daga þar til keppni hefst á föstudegi. Áhorfendur fá að sjá meira golf og sjónvarpsstöðvarnir hljóta vera á sömu skoðun líkt og styrktaraðilarnir," sagði Ballesteros en hann lék sjálfur í átta Ryderkeppnum og var fyrirliði Evrópuliðsins sem sigraði árið 1987 á Valderama vellinum á Spáni.

Ballesteros sigraði á opna breska meistaramótinu 1979, 1984 og 1988. Hann vann einni opna bandaríska meistaramótið 1980 og 1983. Hann fer fyrir nefnd á vegum Madridarborgar sem hefur áhuga að sækja um Ryderkeppnina árið 2018.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×