Handbolti

Björgvin Þór: Ef við spilum svona þá förum við í úrslitakeppnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Þór Hólmgeirsson í leiknum í kvöld. Mynd/Vilhelm
Björgvin Þór Hólmgeirsson í leiknum í kvöld. Mynd/Vilhelm
Björgvin Þór Hólmgeirsson fór á kostum í fimm marka sigri Hauka í Safamýrinni í kvöld og skoraði 11 mörk úr aðeins 15 skotum en ekkert marka hans komu af vítalínunni.

„Þetta var mjög gott hjá okkur og fór nákvæmlega eins og við lögðum upp með. Við ætluðum að keyra í bakið á þeim og keyra upp hraðann sem við höfum ekki verið að gera undanfarið. Það virkaði bara ágætlega og við erum að skora 33 mörk sem við höfum ekki séð lengi," sagði Björgvin.

„Við gerðum mikið af því að keyra upp hraðann á undirbúningstímabilinu en síðan einhvern veginn fjaraði undan því. Það er bara fínt að hraðinn sé að koma aftur í liðið," sagði Björgvin.

„Ef við spilum svona þá hef ég ekki áhyggjur af þessu því við munum þá koma okkur í úrslitakeppnina. Það var markmiðið fyrir tímabilið og við ætlum bara að halda því," sagði Björgvin Þór.

„Við erum bara í þannig stöðu að við verðum bara að vinna okkar leiki núna til þess að komast í úrslitakeppnina. Vonandi náum við að halda áfram að spila okkar leik og það er leikur á mánudaginn sem betur fer því við viljum keyra þetta áfram. Ég vona hraðinn sé kominn í Haukaliðið aftur," sagði Björvin að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×