Vettel til í að keppa með Ferrari 16. febrúar 2011 14:37 Sebastian Vettel spjallar hér við Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóra Ferrari og Michael Schumacher, sem ók lengi með Ferrari. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull gat þess í frétt á Gazetta dello Sport á Ítalíu að það að nafn hans yrði ritað meðal Ferrari ökumanna yrði sérstakt., ef af yrði í framtíðinni. Vettel ekur með Red Bull og greint var frá þessum ummælum Vettels á autosport.com. "Við skulum orða þetta svona. Ég elska að keppa og þekki sögu kappkasturs og veit að Ferrari er goðsögn", sagði Vettel í viðtalinu í ítalska miðlinum. "Það að hafa nafn þitt ritað á meðal heimsmeistara er sérstakt, en að hafa það á lista Ferrari ökumanna yrði líka sérstakt." "Það er draumur minn að aka fyrir Maranello(Ferrari í með höfuðstöðvar í Maranelllo) einn daginn. En ég er hinsvegar ungur og það er tími. Eins og er þá er ég ánægður hjá Red Bull, án þeirra hefði ég aldrei komist í Formúlu 1." Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull hefur trú á því að Vettel verði áfram hjá liðinu, svo fremi sem hann fái samkeppnisfæran bíl. "Á meðan við látum hann fá samkeppnisfæran bíl sem hann getur nælt í sigra á, þá fer hann ekki til Ferrari eða eitthvert annað. Það er skyldi okkar að útbúa sigurbíl", sagði Mateschitz í viðtali við Autosport. "Vettel þarf að geta unnið hvert mót, nema sérstök tilvik komi til. Ef ég get ekki boðið honum þetta, því skyldi ég þá hindra feril hans með samningi. Ef hann getur ekki unnið mót með okkur, en annar aðili færir honum það tækifæri, þá getum við ekki stöðvað hann. Ef hann er á sigurbíl, þá verður hann um kyrrt", sagði Mateschitz. Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull gat þess í frétt á Gazetta dello Sport á Ítalíu að það að nafn hans yrði ritað meðal Ferrari ökumanna yrði sérstakt., ef af yrði í framtíðinni. Vettel ekur með Red Bull og greint var frá þessum ummælum Vettels á autosport.com. "Við skulum orða þetta svona. Ég elska að keppa og þekki sögu kappkasturs og veit að Ferrari er goðsögn", sagði Vettel í viðtalinu í ítalska miðlinum. "Það að hafa nafn þitt ritað á meðal heimsmeistara er sérstakt, en að hafa það á lista Ferrari ökumanna yrði líka sérstakt." "Það er draumur minn að aka fyrir Maranello(Ferrari í með höfuðstöðvar í Maranelllo) einn daginn. En ég er hinsvegar ungur og það er tími. Eins og er þá er ég ánægður hjá Red Bull, án þeirra hefði ég aldrei komist í Formúlu 1." Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull hefur trú á því að Vettel verði áfram hjá liðinu, svo fremi sem hann fái samkeppnisfæran bíl. "Á meðan við látum hann fá samkeppnisfæran bíl sem hann getur nælt í sigra á, þá fer hann ekki til Ferrari eða eitthvert annað. Það er skyldi okkar að útbúa sigurbíl", sagði Mateschitz í viðtali við Autosport. "Vettel þarf að geta unnið hvert mót, nema sérstök tilvik komi til. Ef ég get ekki boðið honum þetta, því skyldi ég þá hindra feril hans með samningi. Ef hann getur ekki unnið mót með okkur, en annar aðili færir honum það tækifæri, þá getum við ekki stöðvað hann. Ef hann er á sigurbíl, þá verður hann um kyrrt", sagði Mateschitz.
Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira