Umfjöllun: KR vann auðveldan sigur í Ljónagryfjunni Stefán Árni Pálsson skrifar 11. febrúar 2011 20:50 Pavel Ermolinkskij var nálægt þrennunni í kvöld. Mynd/Stefán KR-ingar fóru létt með Njarðvíkinga, 71-91, í 16.umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. KR-ingar mættu gríðarlega öflugir til leiks og það var greinlegt frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu sér að keyra yfir heimamenn. Njarðvíkingar áttu erfitt með að ráða við hraðan í leiknum og eltu í raun allan tímann. Tvö af sigursælustu félögum landsins mættu í ljónagryfjuna í kvöld til þess að etja kappi í 16.umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta. Gestirnir í KR höfðu sýnt virkilega fína takta í vetur og voru fyrir leikinn í 2.-3. sæti deildarinnar með 24 stig en Njarðvíkingar hafa aftur á móti verið í töluverðu basli og voru í hörkubaráttu um að komast inn í úrslitakeppnina. Það var í raun að duga eða drepast fyrir heimamenn þar sem baráttan um áttunda sæti deildarinnar er virkilega hörð. Gestirnir frá Reykjavík byrjuðu leikinn vel og það var greinilegt að leikskipun þjálfarans var að keyra vel á Njarðvíkinga. KR-ingar náðu fljótlega góðu forskoti sem hélst út leikhlutann. Gestirnir náðu fjöldann allan af sóknarfráköstum í byrjun leiksins en það hélt ávallt lífi í sóknaraðgerðum þeirra. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 24-13 fyrir KR. KR hélt áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og virtust gjörsamlega ætla að keyra yfir heimamenn. KR-ingar náðu strax 17 stiga forskoti og útlitið virkilega svart fyrir Njarðvíkinga. Heimamenn sendu boltann ítrekað í hendurnar á KR-ingum og voru sjálfum sér verstir í fyrri hálfleik. KR hélt áfram að auka forskotið og til að kóróna góðan fyrri hálfleik þá setti Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, niður flautukörfu utan af velli. Staðan var 30-55 í hálfleik og heimamenn þurftu svo sannarlega að girða sig í brók ef ekki átti að niðurlægja þá á þeirra eigin heimavelli. Þriðji leikhlutinn hófst eins og hinir fjórðungarnir tveir en KR-ingar héldu áfram að auka forskot sitt. Munurinn var mestur 28 stig á liðunum þegar staðan var 32-60. Við það lifnaði örlítið yfir leik heimamanna og þeir fóru að spila ágætis varnarleik. Jóhann Ólafur, leikmaður Njarðvíkingar, steig upp og fór fyrir sínu liði. Þegar komið var fram í síðasta fjórðunginn var staðan 49-68 og fátt í spilunum en að KR væri að sigla sigrinum heim. Í byrjun fjórða leikhluta náðu Njarðvíkingar aðeins að kroppa í KR-ingana og minnkuðu muninn í 15 stig, en þá setti KR í fimmta gírinn og eftir það var aldrei spurning hver myndi sigra leikinn. Það var hrein unun að fylgjast með baráttunni í KR-ingum en þeir skutluðu sér á eftir hverjum einasta bolta þó svo að leikurinn hafi í raun verið búinn. Jón Orri Krisjánsson, leikmaður KR-inga, var ógnvænlegur undir körfunni og Njarðvíkingar réðu ekkert við hann. Pavel Ermolinskij átti enn einn stórleikinn fyrir KR en hann skoraði 19 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jóhann Árni Ólafsson var atkvæðamestur fyrir Njarðvíkinga en hann skoraði 19 stig. Það verður virkilega fróðlegt að fylgjast með KR í úrslitakeppninni en þeir geta farið mjög langt. Njarðvík á en möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en þá verða þeir að bæta leik sinn til muna. Njarðvík-KR 71-91 (13-24, 17-31, 19-13, 22-23) Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19/ 4 fráköst / 4 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 15, Páll Kristinsson 11/ 11 fráköst, Christopher Smith 8, Nenad Tomasevic 7/ 4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5/8 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 3/4 stoðsendingar, Friðrik E. Stefánsson 3/2 fráköst.KR: Marcus Walker 21/4 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 19/9 fráköst/ 9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 12/4 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Fannar Ólafsson 8/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 7/ 5 fráköst, Hreggviður Magnússon 7, Skarphéðin Ingason 5/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3, Páll Helgason 1. Dominos-deild karla Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sjá meira
KR-ingar fóru létt með Njarðvíkinga, 71-91, í 16.umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. KR-ingar mættu gríðarlega öflugir til leiks og það var greinlegt frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu sér að keyra yfir heimamenn. Njarðvíkingar áttu erfitt með að ráða við hraðan í leiknum og eltu í raun allan tímann. Tvö af sigursælustu félögum landsins mættu í ljónagryfjuna í kvöld til þess að etja kappi í 16.umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta. Gestirnir í KR höfðu sýnt virkilega fína takta í vetur og voru fyrir leikinn í 2.-3. sæti deildarinnar með 24 stig en Njarðvíkingar hafa aftur á móti verið í töluverðu basli og voru í hörkubaráttu um að komast inn í úrslitakeppnina. Það var í raun að duga eða drepast fyrir heimamenn þar sem baráttan um áttunda sæti deildarinnar er virkilega hörð. Gestirnir frá Reykjavík byrjuðu leikinn vel og það var greinilegt að leikskipun þjálfarans var að keyra vel á Njarðvíkinga. KR-ingar náðu fljótlega góðu forskoti sem hélst út leikhlutann. Gestirnir náðu fjöldann allan af sóknarfráköstum í byrjun leiksins en það hélt ávallt lífi í sóknaraðgerðum þeirra. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 24-13 fyrir KR. KR hélt áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og virtust gjörsamlega ætla að keyra yfir heimamenn. KR-ingar náðu strax 17 stiga forskoti og útlitið virkilega svart fyrir Njarðvíkinga. Heimamenn sendu boltann ítrekað í hendurnar á KR-ingum og voru sjálfum sér verstir í fyrri hálfleik. KR hélt áfram að auka forskotið og til að kóróna góðan fyrri hálfleik þá setti Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, niður flautukörfu utan af velli. Staðan var 30-55 í hálfleik og heimamenn þurftu svo sannarlega að girða sig í brók ef ekki átti að niðurlægja þá á þeirra eigin heimavelli. Þriðji leikhlutinn hófst eins og hinir fjórðungarnir tveir en KR-ingar héldu áfram að auka forskot sitt. Munurinn var mestur 28 stig á liðunum þegar staðan var 32-60. Við það lifnaði örlítið yfir leik heimamanna og þeir fóru að spila ágætis varnarleik. Jóhann Ólafur, leikmaður Njarðvíkingar, steig upp og fór fyrir sínu liði. Þegar komið var fram í síðasta fjórðunginn var staðan 49-68 og fátt í spilunum en að KR væri að sigla sigrinum heim. Í byrjun fjórða leikhluta náðu Njarðvíkingar aðeins að kroppa í KR-ingana og minnkuðu muninn í 15 stig, en þá setti KR í fimmta gírinn og eftir það var aldrei spurning hver myndi sigra leikinn. Það var hrein unun að fylgjast með baráttunni í KR-ingum en þeir skutluðu sér á eftir hverjum einasta bolta þó svo að leikurinn hafi í raun verið búinn. Jón Orri Krisjánsson, leikmaður KR-inga, var ógnvænlegur undir körfunni og Njarðvíkingar réðu ekkert við hann. Pavel Ermolinskij átti enn einn stórleikinn fyrir KR en hann skoraði 19 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jóhann Árni Ólafsson var atkvæðamestur fyrir Njarðvíkinga en hann skoraði 19 stig. Það verður virkilega fróðlegt að fylgjast með KR í úrslitakeppninni en þeir geta farið mjög langt. Njarðvík á en möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en þá verða þeir að bæta leik sinn til muna. Njarðvík-KR 71-91 (13-24, 17-31, 19-13, 22-23) Njarðvík: Jóhann Árni Ólafsson 19/ 4 fráköst / 4 stoðsendingar, Melzie Jonathan Moore 15, Páll Kristinsson 11/ 11 fráköst, Christopher Smith 8, Nenad Tomasevic 7/ 4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5/8 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 3/4 stoðsendingar, Friðrik E. Stefánsson 3/2 fráköst.KR: Marcus Walker 21/4 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 19/9 fráköst/ 9 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 12/4 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Fannar Ólafsson 8/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 7/ 5 fráköst, Hreggviður Magnússon 7, Skarphéðin Ingason 5/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3, Páll Helgason 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli