Körfubolti

Kevin Sims mun klára tímabilið með Grindavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grindvíkingar hafa verið ekki verið með bandarískan bakvörð síðan Jeremy Kelly fór.
Grindvíkingar hafa verið ekki verið með bandarískan bakvörð síðan Jeremy Kelly fór.
Grindvíkingar eru loksins búinn að finna eftirmann Brock Gillespie sem sveik þá og hætti við að koma til landsins. Nýi leikmaðurinn heitir Kevin Sims og er 23 ára bakvörður. Þetta kom fram á heimasíðu Grindvíkinga í dag.

Kevin Sims er 178 sm leikstjórnandi sem var áður í Tulane háskólanum. Hann verður þriðji bandaríski leikmaður Grindavíkurliðsins í vetur ef við teljum Gillespie ekki með.

„Miklar vonir eru bundnar við Kevin og vonandi að hann hjálpi liðinu. Hans fyrsti leikur er á fimmtudaginn en þá fara strákarnir í Breiðholtið og spila vi ÍR. Kevin kemur langt að, vonandi er að flugþreytan verði farin úr honum fyrir fyrsta leik," sagði í frétt á heimasíðu Grindavíkur.

Kevin Sims var með 11,6 stig, 2,3 fráköst og 3,6 stoðsendingar að meðaltali á fjórum árum sínum með Tulane (2007-2010) en hann hitti þar úr 38,2 prósent þriggja stiga skota sinna og 80,4 prósent vítaskotanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×