Team Lotus liðið sem er í dómsmáli og slag við Lotus Renault GP liðið um notkun á Lotus nafninu kynnti bíl sinn í dag. Ökumenn liðsins eru Heikki Kovalainen og Jarno Trulli.
Team Lotus keppti sem Lotus Racing í fyrra, en breytti nafninu í Team Lotus og Tony Fernandez, eigandi liðsins telur sig hafa allan rétt á notkun Lotus nafnsins eftir að hafa keypt það af einkaaðila.
Lið Fernandez er staðsett í Norfolk í Bretlandi, rétt eins og Lotus bílaframleiðandinn, en Lotus er hinsvegar í samstarf við Genii Capital, sem á og rekur lið sem kallast í dag Lotus Renault GP. Liðið hét áður Renault.
En hvað sem þessu líður, þá eru Mike Gascoyne, yfirmaður hjá Team Lotus og félagar búnir að smíða nýjan keppnisbíl og mæta í slaginn í mars. Ökumenn liðsins, þeir Kovalainen og Trulli kepptu með Lotus Racing í fyrra.