NBA í nótt: Fisher tryggði Lakers sigur á Dallas Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2012 08:53 Dirk Nowitzky ásamt Lakers-mönnunum Kobe Bryant og Derek Fisher í leiknum í nótt. Mynd/AP Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en meistarar síðustu tveggja ára, LA Lakers og Dallas Mavericks, mættust í Los Angeles. Lakers vann nauman sigur, 73-70. Derek Fisher, sem hefur verið mikið í fréttum í sumar vegna stöðu hans sem formaður leikmannasamtakanna í NBA-deildinni, skoraði sigurkörfu leiksins þegar 3,1 sekúnda var til leiksloka en þátt setti hann niður þriggja stiga körfu. Meistararnir í Dallas höfðu unnið fimm leiki í röð fyrir nóttina en Vince Carter fékk tækifæri til að jafna metin fyrir þá í blálokin en skot hans geigaði. Fisher skoraði alls þrettán stig í leiknum en Kobe Bryant „aðeins" fjórtán. Hann hafði skorað 40 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum á undan. Andrew Bynum skoraði sautján stig og var með fimmtán fráköst. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með 21 stig en gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann fékk dæmt á sig skref þegar 38 sekúndur voru eftir af leiknum. Lamar Odom skoraði 10 stig fyrir Dallas en hann var að spila í fyrsta sinn í Staples Center í Los Angeles eftir að hann gekk til liðs við Dallas frá Lakers í síðasta mánuði. Oklahoma City vann Boston, 97-88, þar sem Russell Westbrook skoraði 26 stig og setti niður tvo þrista á síðustu 90 sekúndum leiksins. Kevin Durant skoraði 28 stig fyrir Oklahoma City en Paul Pierce 24 fyrir Boston. Boston hefur nú tapað fimm leikjum í röð og er það í fyrsta sinn sem það gerist síðan að þríeykið öfluga - Pierce, Kevin Garnett og Ray Allen - kom saman hjá Celtics. Chris Paul er meiddur og spilaði því ekki með LA Clippers sem vann samt New Jersey Nets, 101-91. Blake Griffin skoraði 23 stig og tók fjórtán fráköst fyrir Clippers. Memphis vann óvæntan sigur á Chicago, 102-86, þar sem Rudy Gay skoraði 24 stig fyrir Memphis. Chicago hafði unnið fimm leiki í röð en var án Derrick Rose sem missti af sínum öðrum leik í röð.Úrslit næturinnar: New York - Orlando 93-102 Memphis - Chicago 102-86 Philadelphia - Milwaukee 94-82 Washington - Houston 106-114 Charlotte - Cleveland 94-102 New Orleans - Portland 77-84 LA Clippers - New Jersey 101-91 Atlanta - Toronto 93-84 Boston - Oklahoma City 88-97 Minnesota - Sacramento 99-86 LA Lakers - Dallas 73-70 NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en meistarar síðustu tveggja ára, LA Lakers og Dallas Mavericks, mættust í Los Angeles. Lakers vann nauman sigur, 73-70. Derek Fisher, sem hefur verið mikið í fréttum í sumar vegna stöðu hans sem formaður leikmannasamtakanna í NBA-deildinni, skoraði sigurkörfu leiksins þegar 3,1 sekúnda var til leiksloka en þátt setti hann niður þriggja stiga körfu. Meistararnir í Dallas höfðu unnið fimm leiki í röð fyrir nóttina en Vince Carter fékk tækifæri til að jafna metin fyrir þá í blálokin en skot hans geigaði. Fisher skoraði alls þrettán stig í leiknum en Kobe Bryant „aðeins" fjórtán. Hann hafði skorað 40 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum á undan. Andrew Bynum skoraði sautján stig og var með fimmtán fráköst. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með 21 stig en gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann fékk dæmt á sig skref þegar 38 sekúndur voru eftir af leiknum. Lamar Odom skoraði 10 stig fyrir Dallas en hann var að spila í fyrsta sinn í Staples Center í Los Angeles eftir að hann gekk til liðs við Dallas frá Lakers í síðasta mánuði. Oklahoma City vann Boston, 97-88, þar sem Russell Westbrook skoraði 26 stig og setti niður tvo þrista á síðustu 90 sekúndum leiksins. Kevin Durant skoraði 28 stig fyrir Oklahoma City en Paul Pierce 24 fyrir Boston. Boston hefur nú tapað fimm leikjum í röð og er það í fyrsta sinn sem það gerist síðan að þríeykið öfluga - Pierce, Kevin Garnett og Ray Allen - kom saman hjá Celtics. Chris Paul er meiddur og spilaði því ekki með LA Clippers sem vann samt New Jersey Nets, 101-91. Blake Griffin skoraði 23 stig og tók fjórtán fráköst fyrir Clippers. Memphis vann óvæntan sigur á Chicago, 102-86, þar sem Rudy Gay skoraði 24 stig fyrir Memphis. Chicago hafði unnið fimm leiki í röð en var án Derrick Rose sem missti af sínum öðrum leik í röð.Úrslit næturinnar: New York - Orlando 93-102 Memphis - Chicago 102-86 Philadelphia - Milwaukee 94-82 Washington - Houston 106-114 Charlotte - Cleveland 94-102 New Orleans - Portland 77-84 LA Clippers - New Jersey 101-91 Atlanta - Toronto 93-84 Boston - Oklahoma City 88-97 Minnesota - Sacramento 99-86 LA Lakers - Dallas 73-70
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira