Ekkert gengur hjá Lakers á útivelli Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. janúar 2012 23:30 Eins og sjá má á svipnum er Kobe Bryant ekki sáttur við gang mála. MYND:NORDIC PHOTOS/AP Eftir þjálfaraskipti Los Angeles Lakers í sumar er eini stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt á tímabilinu að liðið nær sér ekki á strik á útivelli. Liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum sínum það sem af er tímabilinu en unnið tíu af tólf heimaleikjum. Lakers tapaði fyrir Milwaukee Bucks 100-89 í gærnótt þrátt fyrir að Bucks léki án tveggja af sínum helstu stigaskorurum, Andrew Bogut og Stephen Jackason, en ekkert lið Vesturdeildarinnar er með lélegri árangur á útivelli en Lakers. Neðstu lið Vesturdeildar, Sacramento Kings og New Orleans Hornets sem hafa samtals unnið tíu leiki á tímabilinu, státa bæði af betri árangri á útivelli þar sem liðin hafa unnið tvo útileiki hvort. Lakers tapaði fyrstu sex útileikjum sínum með tíu stigum að meðaltali og voru tíu stigum undir eftir aðeins tvær mínútur í öðrum leikhluta gegn Bucks. Með sitt hávaxna lið tapaði Lakers meira að segja baráttunni undir körfunni. "Við leikum ekki af nógu miklum krafti," sagði Kobe Bryant sem átti góðan leik fyrir Lakers ólíkt flestum samherjum sínum og undir það tók Mike Brown þjálfari hans. "Við vorum á hælunum og áttum í miklum vandræðum undir körfunni. Það er alveg sama hver var á vellinum eða hver var með boltann, þeir beittu líkamanum í að fæla okkur frá körfunni og við svöruðum ekki," sagði Brown. Lakers er sem stendur í níunda sæti Vesturdeildarinnar eða ekki í úrslitakeppninni og næstu sjö leikir liðsins af átta eru á útivelli. Lagist gengi liðsins áútivelli ekki gæti liðið átt í mestu vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem væri mikið áfall fyrir lið sem ætlar sér ekkert annað en meistaratitil. Lakers hefur leikið 20 leiki á 35 dögum og virðist ekki hafa þrek á útivelli við þetta mikla leikjaálag. Kobe Bryant átti ekki í vandræðum, hann skoraði 27 stig, hitti úr 10 af 21 skoti sínu, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Pau Gasol hitti aðeins úr 6 af 18 skotum sínum og Andrew Bynum tók aðeins 10 skot í leiknum, þar af 5 í fyrsta leikhluta. Fyrir utan nýliðann Andrew Goudelock fékk liðið lítið sem ekkert frá öðrum leikmönnum. Ljóst er að Kobe Bryant getur ekki borið liðið einn á herðum sínum, sama hvaða trú hann kann að hafa á því sjálfur. Lakers sækir Kevin Love, Ricky Rubio og félaga í Minnesota Timberwolves heim í nótt og verður spennandi að sjá hvort Kobe Bryant og félagar nái slökustu liðum Vesturdeildar eða verði áfram eitt á botni útivallarvinningshlutfallsins. NBA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Eftir þjálfaraskipti Los Angeles Lakers í sumar er eini stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt á tímabilinu að liðið nær sér ekki á strik á útivelli. Liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum sínum það sem af er tímabilinu en unnið tíu af tólf heimaleikjum. Lakers tapaði fyrir Milwaukee Bucks 100-89 í gærnótt þrátt fyrir að Bucks léki án tveggja af sínum helstu stigaskorurum, Andrew Bogut og Stephen Jackason, en ekkert lið Vesturdeildarinnar er með lélegri árangur á útivelli en Lakers. Neðstu lið Vesturdeildar, Sacramento Kings og New Orleans Hornets sem hafa samtals unnið tíu leiki á tímabilinu, státa bæði af betri árangri á útivelli þar sem liðin hafa unnið tvo útileiki hvort. Lakers tapaði fyrstu sex útileikjum sínum með tíu stigum að meðaltali og voru tíu stigum undir eftir aðeins tvær mínútur í öðrum leikhluta gegn Bucks. Með sitt hávaxna lið tapaði Lakers meira að segja baráttunni undir körfunni. "Við leikum ekki af nógu miklum krafti," sagði Kobe Bryant sem átti góðan leik fyrir Lakers ólíkt flestum samherjum sínum og undir það tók Mike Brown þjálfari hans. "Við vorum á hælunum og áttum í miklum vandræðum undir körfunni. Það er alveg sama hver var á vellinum eða hver var með boltann, þeir beittu líkamanum í að fæla okkur frá körfunni og við svöruðum ekki," sagði Brown. Lakers er sem stendur í níunda sæti Vesturdeildarinnar eða ekki í úrslitakeppninni og næstu sjö leikir liðsins af átta eru á útivelli. Lagist gengi liðsins áútivelli ekki gæti liðið átt í mestu vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem væri mikið áfall fyrir lið sem ætlar sér ekkert annað en meistaratitil. Lakers hefur leikið 20 leiki á 35 dögum og virðist ekki hafa þrek á útivelli við þetta mikla leikjaálag. Kobe Bryant átti ekki í vandræðum, hann skoraði 27 stig, hitti úr 10 af 21 skoti sínu, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Pau Gasol hitti aðeins úr 6 af 18 skotum sínum og Andrew Bynum tók aðeins 10 skot í leiknum, þar af 5 í fyrsta leikhluta. Fyrir utan nýliðann Andrew Goudelock fékk liðið lítið sem ekkert frá öðrum leikmönnum. Ljóst er að Kobe Bryant getur ekki borið liðið einn á herðum sínum, sama hvaða trú hann kann að hafa á því sjálfur. Lakers sækir Kevin Love, Ricky Rubio og félaga í Minnesota Timberwolves heim í nótt og verður spennandi að sjá hvort Kobe Bryant og félagar nái slökustu liðum Vesturdeildar eða verði áfram eitt á botni útivallarvinningshlutfallsins.
NBA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira