Golf

Stefán Már og Þórður Rafn komust áfram - þriðji hringur leikinn í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórður Rafn slapp í gegnum niðurskurðinn í gær.
Þórður Rafn slapp í gegnum niðurskurðinn í gær. grgolf.is
Kylfingarnir Stefán Már Stefánsson og Þórður Rafn Gissurarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur komust í gegnum niðurskurðinn á Gloria Old Course Classic mótinu í Tyrklandi í gær. Þriðji og síðasti hringurinn verður leikinn í dag.

Stefán Már spilaði hringinn í gær á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Hann er í 36. sæti á fimm höggum yfir pari samanlagt. Þórður Rafn lék hringinn á 74 höggum og er á sex höggum yfir pari samanlagt. Hann er í 40. sæti og var einn af þeim síðustu sem komust í gegnum niðurskurðinn.

Þjóðverjinn Björn Stromsky er í efsta sæti á fjórum höggum undir pari. Mótið er hluti af þýsku EPD-mótaröðinni í golfi en fyrstu mót ársins fara fram í Tyrklandi.



Smellið hér til að sjá stöðuna í mótinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×