Rosberg fljótastur en heimsmeistarinn þriðji Birgir Þór Harðarson skrifar 9. febrúar 2012 17:30 Vettel var þriðji á nýjum Red Bull bíl í dag, örlítið fljótari en Lewis Hamilton á McLaren. nordicphotos/afp Nico Rosberg á Mercedes bíl síðasta árs var fljótastur á þriðja degi æfinga á Jerez-brautinni á Spáni í dag. Rosberg er liðsfélagi Michaels Schumachers sem ekkert fékk að aka í dag eftir að hafa verið fljótastur í gær á sama bíl. Franski nýliðinn Roman Grosjean var fljótastur í 2012 árgerð af Lotus-bíl í dag, á undan heimsmeistaranum Sebastian Vettel á nýjum Red Bull. Aðeins 0,167 sekúntur skildu hann og Lewis Hamilton að en Lewis og Vettel fengu að prófa nýja McLaren og Red Bull bíla í fyrsta sinn. Þó ekki sé rétt að lesa of mikið í tíma á æfingum má gera ráð fyrir að þeir erkifjendur standi jafnfætis í byrjun árs. Fernando Alonso fékk að spreyta sig á nýjum Ferrari bíl en blandaði sér þó ekkert í toppbaráttuna. Gríðarlegur fjöldi hringja var ekinn á Jerez og því má gera ráð fyrir að liðin hafi einbeint sér að áræðaleika bílana og dekkjunum. Ekki tóku öll liðin þátt í dag því Force India, Marussia og HRT sátu hjá. Miklar væntingar eru gerðar til franska nýliðans Jean Eric Vergne hjá Torro Rosso. Sá er jafnvel talinn vera framtíðar heimsmeistari. Vergne sótti 5. sæti í dag á undan Mexíkóanum Sergio Perez á Sauber. Þá var Alonso sjöundi, Bruno Senna á Williams áttundi og þriðji ökumaður Caterham Giedo van der Garde síðastur. Síðasti dagur fyrstu æfingalotu ársins fer fram á Jerez-brautinni á morgun. Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes bíl síðasta árs var fljótastur á þriðja degi æfinga á Jerez-brautinni á Spáni í dag. Rosberg er liðsfélagi Michaels Schumachers sem ekkert fékk að aka í dag eftir að hafa verið fljótastur í gær á sama bíl. Franski nýliðinn Roman Grosjean var fljótastur í 2012 árgerð af Lotus-bíl í dag, á undan heimsmeistaranum Sebastian Vettel á nýjum Red Bull. Aðeins 0,167 sekúntur skildu hann og Lewis Hamilton að en Lewis og Vettel fengu að prófa nýja McLaren og Red Bull bíla í fyrsta sinn. Þó ekki sé rétt að lesa of mikið í tíma á æfingum má gera ráð fyrir að þeir erkifjendur standi jafnfætis í byrjun árs. Fernando Alonso fékk að spreyta sig á nýjum Ferrari bíl en blandaði sér þó ekkert í toppbaráttuna. Gríðarlegur fjöldi hringja var ekinn á Jerez og því má gera ráð fyrir að liðin hafi einbeint sér að áræðaleika bílana og dekkjunum. Ekki tóku öll liðin þátt í dag því Force India, Marussia og HRT sátu hjá. Miklar væntingar eru gerðar til franska nýliðans Jean Eric Vergne hjá Torro Rosso. Sá er jafnvel talinn vera framtíðar heimsmeistari. Vergne sótti 5. sæti í dag á undan Mexíkóanum Sergio Perez á Sauber. Þá var Alonso sjöundi, Bruno Senna á Williams áttundi og þriðji ökumaður Caterham Giedo van der Garde síðastur. Síðasti dagur fyrstu æfingalotu ársins fer fram á Jerez-brautinni á morgun.
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira