Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 24-20 Elvar Geir Magnússon skrifar 2. febrúar 2012 15:06 Mynd/Stefán Það var fín skemmtun sem boðið var upp á í kvöld í Kaplakrikanum. FH vann fjögurra marka sigur á Aftureldingu. Gestirnir frá Mosfellsbæ sprungu á lokakaflanum og heimamenn nýttu sér það. Mosfellingar léku án fyrirliða síns, Þránds Gíslasonar, sem var veikur. Þrátt fyrir það voru þeir betra liðið í fyrri hálfleik og í raun betra en hálfleikstölurnar gefa til kynna. Liðið fór illa með góð færi til að auka forystu sína og leiddu með einu marki í hálfleik. Aftureldingarliðið virtist hafa komið FH-ingum á óvart. Leikurinn var þó hnífjafn og aldrei meira en eitt mark á milli liðanna í fyrri hálfleik. Um miðjan seinni hálfleik small allt saman betur hjá FH á meðan Mosfellingar virtust missa trúna. Daníel Freyr Andrésson var klárlega maður leiksins en hann varði 25 bolta í markinu hjá FH og á stóran þátt í því að sigur vannst í kvöld. Mikilvægur sigur FH-inga í toppbaráttunni en Afturelding situr enn sem fastast í næstneðsta sæti. Reynir Þór: Erum betri en við sýndum „Mér finnst við eiga helling inni. Við áttum að vera með miklu stærra forskot í hálfleik en eitt mark, mér fannst við ekki spila eins vel og við getum," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn. „Við áttum fullan séns á að vinna FH í dag en mér fannst við ekki hafa trú á að við gætum það. Við vorum of ragir og þorðum ekki að taka af skarið, keyra almennilega í bakið á þeim og sýna áræðni. Ég hefði viljað vinna og við erum hundsvekktir að hafa ekki náð því." „Þeir fengu markvörsluna með sér en það er kannski vegna þess að okkur skorti áræðni. Menn þorðu ekki að taka á skarið." „Janúar gekk vel hjá okkur og ég er ánægður með varnarleikinn. Við skiptum um varnarafbrigði og það gekk fínt lengst um. Við hefðum átt að nýta hraðaupphlaupin betur. Við erum betri en við sýndum í kvöld." Einar Andri: Mestu máli skipta punktarnir tveir „Það tók okkur allan fyrri hálfleikinn að koma okkur í almennilegan gang. Ég bjóst kannski við því, fyrsti leikur eftir hlé og spenningur í mönnum. Við spiluðum alls ekki nægilega vel í fyrri hálfleik og vorum með átta tapaða bolta," sagði Einar Andri Einarsson, annar af þjálfurum FH. „Við gáfum Aftureldingu ódýr mörk. Síðustu 25 mínúturnar voru samt virkilega góðar af okkar hálfu. Þá var komin meiri ró yfir sókninni og menn að spila saman. „Við vissum að Afturelding hafði spilað mjög vel í æfingaleikjum í janúar og unnið toppliðin. Þeir berjast alltaf og eru með gott lið. Það er ekkert gefið á móti þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn." „Mestu máli skiptir að við náðum í þessa tvo punkta, það er mikilvægt að ná sér í gang. Það hefði verið erfitt að tapa í kvöld og þurfa svo að fara á Ásvelli... í Schenker-höllina meina ég. Við vorum mjög ánægðir með þetta og Danni í markinu var í sérflokki eins og venjulega." Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Það var fín skemmtun sem boðið var upp á í kvöld í Kaplakrikanum. FH vann fjögurra marka sigur á Aftureldingu. Gestirnir frá Mosfellsbæ sprungu á lokakaflanum og heimamenn nýttu sér það. Mosfellingar léku án fyrirliða síns, Þránds Gíslasonar, sem var veikur. Þrátt fyrir það voru þeir betra liðið í fyrri hálfleik og í raun betra en hálfleikstölurnar gefa til kynna. Liðið fór illa með góð færi til að auka forystu sína og leiddu með einu marki í hálfleik. Aftureldingarliðið virtist hafa komið FH-ingum á óvart. Leikurinn var þó hnífjafn og aldrei meira en eitt mark á milli liðanna í fyrri hálfleik. Um miðjan seinni hálfleik small allt saman betur hjá FH á meðan Mosfellingar virtust missa trúna. Daníel Freyr Andrésson var klárlega maður leiksins en hann varði 25 bolta í markinu hjá FH og á stóran þátt í því að sigur vannst í kvöld. Mikilvægur sigur FH-inga í toppbaráttunni en Afturelding situr enn sem fastast í næstneðsta sæti. Reynir Þór: Erum betri en við sýndum „Mér finnst við eiga helling inni. Við áttum að vera með miklu stærra forskot í hálfleik en eitt mark, mér fannst við ekki spila eins vel og við getum," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn. „Við áttum fullan séns á að vinna FH í dag en mér fannst við ekki hafa trú á að við gætum það. Við vorum of ragir og þorðum ekki að taka af skarið, keyra almennilega í bakið á þeim og sýna áræðni. Ég hefði viljað vinna og við erum hundsvekktir að hafa ekki náð því." „Þeir fengu markvörsluna með sér en það er kannski vegna þess að okkur skorti áræðni. Menn þorðu ekki að taka á skarið." „Janúar gekk vel hjá okkur og ég er ánægður með varnarleikinn. Við skiptum um varnarafbrigði og það gekk fínt lengst um. Við hefðum átt að nýta hraðaupphlaupin betur. Við erum betri en við sýndum í kvöld." Einar Andri: Mestu máli skipta punktarnir tveir „Það tók okkur allan fyrri hálfleikinn að koma okkur í almennilegan gang. Ég bjóst kannski við því, fyrsti leikur eftir hlé og spenningur í mönnum. Við spiluðum alls ekki nægilega vel í fyrri hálfleik og vorum með átta tapaða bolta," sagði Einar Andri Einarsson, annar af þjálfurum FH. „Við gáfum Aftureldingu ódýr mörk. Síðustu 25 mínúturnar voru samt virkilega góðar af okkar hálfu. Þá var komin meiri ró yfir sókninni og menn að spila saman. „Við vissum að Afturelding hafði spilað mjög vel í æfingaleikjum í janúar og unnið toppliðin. Þeir berjast alltaf og eru með gott lið. Það er ekkert gefið á móti þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn." „Mestu máli skiptir að við náðum í þessa tvo punkta, það er mikilvægt að ná sér í gang. Það hefði verið erfitt að tapa í kvöld og þurfa svo að fara á Ásvelli... í Schenker-höllina meina ég. Við vorum mjög ánægðir með þetta og Danni í markinu var í sérflokki eins og venjulega."
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira