Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 24-28 Stefán Árni Pálsson í Digranesi skrifar 16. febrúar 2012 12:30 Valur vann gríðarlega mikilvægan sigur, 28-24, gegn HK í N1-deild karla í Digranesinu í kvöld. Valur á enn fínan möguleik á því að komast í úrslitakeppnina og þessi sigur var nauðsynlegur. Hlynur Morthens fór á kostum í liði Vals og varði tuttugu skot. Valdimar Fannar Þórsson átti einnig flottan leik fyrir Val og skoraði sex mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði níu mörk fyrir HK. Leikurinn hófst vel og liðið voru bæði að finna taktinn ágætlega sóknarlega. HK-ingar voru sterkari til að byrja með og leiddu leikinn 4-2 þegar gestirnir í Val gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 6-4 sér í vil. Valsarar spiluðu frábæran varnarleik í fyrri hálfleiknum og mættu HK-ingum gríðarlega framarlega. Heimamenn réðu illa við þessa vörn og Hlynur Morthens átti í litlum vandræðum með skot þeirra lengst utan af velli. Valsarar fóru aftur á móti ekkert sérstaklega vel með sín færi og skutu mikið yfir eða framhjá. Því var staðan aðeins 13-12 fyrir Val í hálfleik en þeir hefði hæglega getað farið inn í hálfleikinn með stærra forskot. Seinni hálfleikurinn var virkilega spennandi til að byrja með og aldrei munaði miklu á liðinum. HK-ingar náðu að komast yfir í byrjun síðari hálfleiksins og þegar leið á hálfleikinn þá tóku Valsmenn öll völd. Hlíðarendapiltar sýndu frábæran varnarleik í kvöld og létu HK-inga hafa mikið fyrir hverju einasta skoti. Hlynur varði einnig vel fyrir aftan vörnina. Valur vann að lokum mikilvægan fjögra marka sigur og Valur því en í möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Valur er eftir sigurinn í kvöld með 15 stig í sjötta sæti deildarinnar.Óskar Bjarni: Héldum út allan leikinn að þessu sinni „Þetta var mikilvægur sigur hjá okkur í kvöld,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila hérna fyrir viku síðan og þá lék liðið vel í fyrri hálfleiknum en síðan datt alveg botninn úr þessu hjá okkur. Í kvöld náði liðið að halda út allan leikinn og unnum flottan sigur“. „HK er með frábært lið og ég er því sérstaklega sáttur með stigin. Þeir byrjuðu leikinn aðeins betur og mér fannst þér svona stýra honum ágætlega. Síðan þegar leið á leikinn náðum við tökum á leiknum og stýrðum sigrinum í hús“. „Við vorum hrikalega sterkir varnarlega í kvöld en Gunnar (Harðarson) og Sigfús (Sigurðsson) bundu vörnina virkilega vel saman. Ég er með góða breidd varnarlega og menn geta nánast komið inn hvaða stöðu sem er“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar hér að ofan.Ólafur Bjarki: Vorum bara andlausir „Þetta var frekar svekkjandi og töluvert andleysi í mönnum eftir bikarleikinn,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, eftir ósigurinn í kvöld. „Þetta tap sat greinilega í mönnum og við náðum okkur aldrei almennilega á flug. Við vorum samt allan tímann inn í leiknum og það vantaði samt herslumuninn“. „Við misnotuðum fullt af færum og skutum Bubba (Hlyn Morthens) í gang. Það voru bara ákveðin atriði sem féllu gegn okkur í lokin og það kostaði okkur þennan leik“. „Við verðum bara að hrista þessi töp af okkur og koma brjálaðir í næsta leik,“ sagði Ólafur að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Valur vann gríðarlega mikilvægan sigur, 28-24, gegn HK í N1-deild karla í Digranesinu í kvöld. Valur á enn fínan möguleik á því að komast í úrslitakeppnina og þessi sigur var nauðsynlegur. Hlynur Morthens fór á kostum í liði Vals og varði tuttugu skot. Valdimar Fannar Þórsson átti einnig flottan leik fyrir Val og skoraði sex mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði níu mörk fyrir HK. Leikurinn hófst vel og liðið voru bæði að finna taktinn ágætlega sóknarlega. HK-ingar voru sterkari til að byrja með og leiddu leikinn 4-2 þegar gestirnir í Val gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 6-4 sér í vil. Valsarar spiluðu frábæran varnarleik í fyrri hálfleiknum og mættu HK-ingum gríðarlega framarlega. Heimamenn réðu illa við þessa vörn og Hlynur Morthens átti í litlum vandræðum með skot þeirra lengst utan af velli. Valsarar fóru aftur á móti ekkert sérstaklega vel með sín færi og skutu mikið yfir eða framhjá. Því var staðan aðeins 13-12 fyrir Val í hálfleik en þeir hefði hæglega getað farið inn í hálfleikinn með stærra forskot. Seinni hálfleikurinn var virkilega spennandi til að byrja með og aldrei munaði miklu á liðinum. HK-ingar náðu að komast yfir í byrjun síðari hálfleiksins og þegar leið á hálfleikinn þá tóku Valsmenn öll völd. Hlíðarendapiltar sýndu frábæran varnarleik í kvöld og létu HK-inga hafa mikið fyrir hverju einasta skoti. Hlynur varði einnig vel fyrir aftan vörnina. Valur vann að lokum mikilvægan fjögra marka sigur og Valur því en í möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Valur er eftir sigurinn í kvöld með 15 stig í sjötta sæti deildarinnar.Óskar Bjarni: Héldum út allan leikinn að þessu sinni „Þetta var mikilvægur sigur hjá okkur í kvöld,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila hérna fyrir viku síðan og þá lék liðið vel í fyrri hálfleiknum en síðan datt alveg botninn úr þessu hjá okkur. Í kvöld náði liðið að halda út allan leikinn og unnum flottan sigur“. „HK er með frábært lið og ég er því sérstaklega sáttur með stigin. Þeir byrjuðu leikinn aðeins betur og mér fannst þér svona stýra honum ágætlega. Síðan þegar leið á leikinn náðum við tökum á leiknum og stýrðum sigrinum í hús“. „Við vorum hrikalega sterkir varnarlega í kvöld en Gunnar (Harðarson) og Sigfús (Sigurðsson) bundu vörnina virkilega vel saman. Ég er með góða breidd varnarlega og menn geta nánast komið inn hvaða stöðu sem er“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar hér að ofan.Ólafur Bjarki: Vorum bara andlausir „Þetta var frekar svekkjandi og töluvert andleysi í mönnum eftir bikarleikinn,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, eftir ósigurinn í kvöld. „Þetta tap sat greinilega í mönnum og við náðum okkur aldrei almennilega á flug. Við vorum samt allan tímann inn í leiknum og það vantaði samt herslumuninn“. „Við misnotuðum fullt af færum og skutum Bubba (Hlyn Morthens) í gang. Það voru bara ákveðin atriði sem féllu gegn okkur í lokin og það kostaði okkur þennan leik“. „Við verðum bara að hrista þessi töp af okkur og koma brjálaðir í næsta leik,“ sagði Ólafur að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira