Aftur efasemdir um mótið í Barein - Ecclestone alveg sama Birgir Þór Harðarson skrifar 10. febrúar 2012 16:00 Bernie Ecclestone hefur vingast við konungsfjölskylduna í Barein. Hamad bin Isa al Khalifa er til dæmis góður vinur. nordicphotos/afp Vaxandi pressa hefur verið á skipuleggjendur Formúlu 1 mótaraðarinnar um að aflýsa kappakstrinum í Barein í ár. Mótinu var frestað í fyrra og síðar aflýst vegna mikilla mótmæla og mannréttindabrota af hálfu hins opinbera þar í landi. Í ár eru uppi efasemdir eins og í fyrra um hvort mótið eigi að fara fram í Barein. Í fyrra bættist þó mikið óvissuástand vegna óeirða og hótana mótmælenda um að nota kappaksturinn þar til að láta rödd sína heyrast enn betur. Nú hefur efri deild breska þingsins blandað sér í umræðuna og hvetur ráðamenn Formúlu 1 til að aflýsa mótinu á meðan pólitísk óvissa er í landinu. Bendir þingmaður breska gæningjaflokksins meðal annars á dagleg mótmæli og dauða enn fleiri borgara. Bernie Ecclestone, sem stundum hefur verið kallaður alráður í Formúlu 1, vill hins vegar ekki hlusta á þá sem ekki vilja keppa í Barein enda gríðarlegir fjármunir fólgnir í mótum í Mið-Austurlöndum. Niðurstaða framkvæmdastjórnar Formúlunnar í fyrra kom aðeins stuttu áður en mótið átti að fara fram. Þá höfðu liðstjórar og ökumenn komið fram og lýst yfir andstöðu sinni við að mótið færi fram. Líklegt er að sama verði upp á teningnum að þessu sinni. Áætlað er að mótið í Barein fari fram þann 22. apríl og verði fjórða mótið á tímabilinu. Formúla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Vaxandi pressa hefur verið á skipuleggjendur Formúlu 1 mótaraðarinnar um að aflýsa kappakstrinum í Barein í ár. Mótinu var frestað í fyrra og síðar aflýst vegna mikilla mótmæla og mannréttindabrota af hálfu hins opinbera þar í landi. Í ár eru uppi efasemdir eins og í fyrra um hvort mótið eigi að fara fram í Barein. Í fyrra bættist þó mikið óvissuástand vegna óeirða og hótana mótmælenda um að nota kappaksturinn þar til að láta rödd sína heyrast enn betur. Nú hefur efri deild breska þingsins blandað sér í umræðuna og hvetur ráðamenn Formúlu 1 til að aflýsa mótinu á meðan pólitísk óvissa er í landinu. Bendir þingmaður breska gæningjaflokksins meðal annars á dagleg mótmæli og dauða enn fleiri borgara. Bernie Ecclestone, sem stundum hefur verið kallaður alráður í Formúlu 1, vill hins vegar ekki hlusta á þá sem ekki vilja keppa í Barein enda gríðarlegir fjármunir fólgnir í mótum í Mið-Austurlöndum. Niðurstaða framkvæmdastjórnar Formúlunnar í fyrra kom aðeins stuttu áður en mótið átti að fara fram. Þá höfðu liðstjórar og ökumenn komið fram og lýst yfir andstöðu sinni við að mótið færi fram. Líklegt er að sama verði upp á teningnum að þessu sinni. Áætlað er að mótið í Barein fari fram þann 22. apríl og verði fjórða mótið á tímabilinu.
Formúla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira