McIlroy mætir Westwood í undanúrslitum á Heimsmótinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 11:00 Westwood slær úr sandinum í stórkostlegu umhverfi á Dave Mountain vellinum. Nordic Photos / Getty Images Norður-Írinn Rory McIlroy og Englendingurinn Lee Westwood sigruðu andstæðinga sína sannfærandi á Heimsmótinu í golfi í Arizona í Bandaríkjunum. Bretarnir mætast í undanúrslitum í dag. McIlroy sigraði Suður-Kóreumanninn Sang-Moon Bae en Westwood lagði Skotann Martin Laird. Báðum einvígjunum lauk eftir 16. holu þegar McIlroy og Westwood höfðu þriggja holu forskot. Hart verður barist í einvígi Bretanna í dag McIlroy vermir annað sæti heimslistans en Westwood það þriðja. Takist öðrum þeirra að fara alla leið í keppninni tryggir sá sér efsta sæti heimslistans á kostnað Englendingsins Luke Donald sem féll úr keppni í fyrstu umferð. Hinn 22 ára McIlroy yrði langyngsti sigurvegari mótsins frá upphafi. Tiger Woods á þann titil en hann vann keppnina árið 2003 þegar hann var 27 ára. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Bandaríkjamennirnir Mark Wilson og Hunter Mahan. Mahan fór illa með landa sinn Matt Kuchar en viðureigninni lauk eftir aðeins þrettán holur. Mark Wilson lagði Svíann Peter Hanson. Keppninni lauk á 15. holu þegar Svíinn hafði fjögurra holu forystu. Undanúrslitaviðureignirnar fara fram snemma dags í Arizona (eftir hádegi að íslenskum tíma). Úrlitaviðureignin fer fram um kvöldið (aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma). Golf Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy og Englendingurinn Lee Westwood sigruðu andstæðinga sína sannfærandi á Heimsmótinu í golfi í Arizona í Bandaríkjunum. Bretarnir mætast í undanúrslitum í dag. McIlroy sigraði Suður-Kóreumanninn Sang-Moon Bae en Westwood lagði Skotann Martin Laird. Báðum einvígjunum lauk eftir 16. holu þegar McIlroy og Westwood höfðu þriggja holu forskot. Hart verður barist í einvígi Bretanna í dag McIlroy vermir annað sæti heimslistans en Westwood það þriðja. Takist öðrum þeirra að fara alla leið í keppninni tryggir sá sér efsta sæti heimslistans á kostnað Englendingsins Luke Donald sem féll úr keppni í fyrstu umferð. Hinn 22 ára McIlroy yrði langyngsti sigurvegari mótsins frá upphafi. Tiger Woods á þann titil en hann vann keppnina árið 2003 þegar hann var 27 ára. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Bandaríkjamennirnir Mark Wilson og Hunter Mahan. Mahan fór illa með landa sinn Matt Kuchar en viðureigninni lauk eftir aðeins þrettán holur. Mark Wilson lagði Svíann Peter Hanson. Keppninni lauk á 15. holu þegar Svíinn hafði fjögurra holu forystu. Undanúrslitaviðureignirnar fara fram snemma dags í Arizona (eftir hádegi að íslenskum tíma). Úrlitaviðureignin fer fram um kvöldið (aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma).
Golf Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira