Fjármögnun björgunarsjóðs Evrópu ekki enn tryggð 27. febrúar 2012 09:20 George Osborne. Fjármálaráðherrar tuttugu helstu iðnríkja heims, G20, segja að nauðsynlegt sé að setja meiri pening inn í björgunarsjóð fyrir evruríkin, ef ríkustu þjóðir heimsins eigi að taka þátt í björgunaraðgerðunum. Þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, segir að ekki sé útséð með það hvernig umfangsmiklar björgunaraðgerðir, sem ráðast á í á næstu mánuðum, verði fjármagnaðar að fullu. „Við þurfum að sjá nákvæmlega hvernig staða mála er, og fá botn í hvernig björgunarsjóðurinn verður fjármagnaður," sagði Osborne. Vondir standa til þess að hægt verði að virkja björgunarsjóðinn sem fyrst, til þess að hjálpa skuldugum ríkjum að snúa erfiðri stöðu upp í hagvöxt. Safna á um 1.000 milljörðum evra í sjóðinn með skuldabréfaútboðum, áður en hann verður virkjaður formlega. Einkum er þar horft til Suður-Evrópu en þar er staða mála grafalvarleg, þar helst í Grikklandi, á Spáni, Portúgal og Ítalíu. Meðaltalsatvinnuleysi á því svæði er um 18 prósent, þar af tæplega 24 prósent á Spáni og 21 prósent í Grikklandi. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálaráðherrar tuttugu helstu iðnríkja heims, G20, segja að nauðsynlegt sé að setja meiri pening inn í björgunarsjóð fyrir evruríkin, ef ríkustu þjóðir heimsins eigi að taka þátt í björgunaraðgerðunum. Þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, segir að ekki sé útséð með það hvernig umfangsmiklar björgunaraðgerðir, sem ráðast á í á næstu mánuðum, verði fjármagnaðar að fullu. „Við þurfum að sjá nákvæmlega hvernig staða mála er, og fá botn í hvernig björgunarsjóðurinn verður fjármagnaður," sagði Osborne. Vondir standa til þess að hægt verði að virkja björgunarsjóðinn sem fyrst, til þess að hjálpa skuldugum ríkjum að snúa erfiðri stöðu upp í hagvöxt. Safna á um 1.000 milljörðum evra í sjóðinn með skuldabréfaútboðum, áður en hann verður virkjaður formlega. Einkum er þar horft til Suður-Evrópu en þar er staða mála grafalvarleg, þar helst í Grikklandi, á Spáni, Portúgal og Ítalíu. Meðaltalsatvinnuleysi á því svæði er um 18 prósent, þar af tæplega 24 prósent á Spáni og 21 prósent í Grikklandi.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira