NBA: Jeremy Lin stigahæstur í tapleik | San Antonio á siglingu 21. febrúar 2012 09:00 Jeremy Lin og félagar hans í NY Knicks töpuðu grannaslagnum gegn NJ Nets. AP Fjölmargir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Jeremy Lin og New York Knicks töpuðu á heimavelli í grannaslagnum gegn New Jersey, 100-92. Nýliðinn Lin, sem hefur gert allt vitlaust í deildinni að undanförnu var stigahæstur í liði New York með 21 stig en Deron Williams skoraði 38. Carmelo Anthony lék með New York á ný eftir að hafa misst af 7 leikjum vegna meiðsla. Hann skoraði aðeins 11 stig. Þetta var annar tapleikur New York í síðustu þremur leikjum eftir að liðið hafði unnið 7 leiki í röð. Meistaralið Dallas átti ekki í vandræðum með Boston á heimavelli og landaði 89-73 sigri. Dirk Nowitzki náði að komast í 20. sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA deildarinnar frá upphafi og Jason Kidd komst í annað sætið yfir flestar stoðsendingar í NBA frá upphafi. Nowitzki fór uppfyrir Robert Parish fyrrum leikmann Boston Celtics sem skoraði 23,334 stig á ferlinum. Nowitzki hefur nú skorað 23,354 stig en hann skoraði 26 stig og tók 16 fráköst í leiknum. Kidd fór uppfyrir Michael Jordan á stoðsendingarlistanum en Kidd hefur gefið 2,514 stoðsendingar á ferlinum. Aðeins John Stockton hefur gefið fleiri stoðsendingar. San Antonio landaði sínum áttunda útisigri í röð og þeim ellefta í röð ef heimaleikir eru teknir með. San Antonio lagði Utah Jazz 106-102 á útivelli. Ekkert lið hefur unnið jafnmarga leiki í röð á þessari leiktíð. Tony Parker skoraði 23 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir San Antonio. Lakers lagði Portland 103-92 og skoraði Kobe Bryant 29 stig fyrir Lakers. Úrslit: Chicago – Atlanta 90-79 New York – New Jersey 92-100 Milwaukee – Orlando 90-93 Houston – Memphis 97-93 Dallas – Boston 89-73 Oklahoma – New Orleans 101-93 Denver – Minnesota 103-101 Utah – San Antonio 102-106 Phoenix – Washington 104-88 LA Lakers – Portland 103-92 Golden State – LA Clippers 104-97 NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Fjölmargir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Jeremy Lin og New York Knicks töpuðu á heimavelli í grannaslagnum gegn New Jersey, 100-92. Nýliðinn Lin, sem hefur gert allt vitlaust í deildinni að undanförnu var stigahæstur í liði New York með 21 stig en Deron Williams skoraði 38. Carmelo Anthony lék með New York á ný eftir að hafa misst af 7 leikjum vegna meiðsla. Hann skoraði aðeins 11 stig. Þetta var annar tapleikur New York í síðustu þremur leikjum eftir að liðið hafði unnið 7 leiki í röð. Meistaralið Dallas átti ekki í vandræðum með Boston á heimavelli og landaði 89-73 sigri. Dirk Nowitzki náði að komast í 20. sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA deildarinnar frá upphafi og Jason Kidd komst í annað sætið yfir flestar stoðsendingar í NBA frá upphafi. Nowitzki fór uppfyrir Robert Parish fyrrum leikmann Boston Celtics sem skoraði 23,334 stig á ferlinum. Nowitzki hefur nú skorað 23,354 stig en hann skoraði 26 stig og tók 16 fráköst í leiknum. Kidd fór uppfyrir Michael Jordan á stoðsendingarlistanum en Kidd hefur gefið 2,514 stoðsendingar á ferlinum. Aðeins John Stockton hefur gefið fleiri stoðsendingar. San Antonio landaði sínum áttunda útisigri í röð og þeim ellefta í röð ef heimaleikir eru teknir með. San Antonio lagði Utah Jazz 106-102 á útivelli. Ekkert lið hefur unnið jafnmarga leiki í röð á þessari leiktíð. Tony Parker skoraði 23 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir San Antonio. Lakers lagði Portland 103-92 og skoraði Kobe Bryant 29 stig fyrir Lakers. Úrslit: Chicago – Atlanta 90-79 New York – New Jersey 92-100 Milwaukee – Orlando 90-93 Houston – Memphis 97-93 Dallas – Boston 89-73 Oklahoma – New Orleans 101-93 Denver – Minnesota 103-101 Utah – San Antonio 102-106 Phoenix – Washington 104-88 LA Lakers – Portland 103-92 Golden State – LA Clippers 104-97
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira