Fréttamaður ESPN rekinn fyrir niðrandi ummæli um Lin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2012 18:15 Jeremy Shu-How Lin er á allar vörum þessa dagana. Nordic Photos / Getty Images Íþróttastöðin ESPN í Bandaríkjunum hefur sagt upp starfsmanni og sett annan í tímabundið leyfi fyrir að nota niðrandi orð um körfuknattleikskappann Jeremy Lin hjá New York Knicks. Báðum starfsmönnum var refsað fyrir að nota orðið „chink" í umfjöllun sinni um Lin. Orðið þykir niðrandi um fólk af kínverskum uppruna. Starfsmaðurinn sem missti starf sitt setti orðið í fyrirsögn eftir tap Knciks gegn New Orleans Hornets á föstudagskvöldið. Fyrirsögnin var aðeins á vef ESPN í rúman hálftíma um miðja nótt vestanhafs áður en henni var breytt. Það var þó nóg til að hún komst í fréttirnar. Starfsmaðurinn sem er í 30 daga leyfi frá störfum notaði orðið í spjalli sínu við Knicks-goðsögnina Walt Frazier nokkrum dögum fyrr. „Við biðjumst aftur afsökunar, sérstaklega Hr. Lin. Afrek hans eru mikils virði fyrir samfélag Bandaríkjamanna af asískum uppruna, þeirra á meðal starfsmanna ESPN. Með sjálfskoðun, bættri ritstjórn og viðbrögðum við uppbyggilegri gagnrýni munum við gera betur í framtíðinni," segir í fréttatilkynningu frá ESPN. Lin, sem er uppalinn í Palo Alto í Kaliforníu en á ættir sínar að rekja til Taívan, svaraði spurningum blaðamanna um málið eftir leik Knicks gegn Mavericks í nótt. „Ég er ekki viss um að þetta hafi verið vísvitandi en þeir hafa beðist afsökunar. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta úr sögunni," sagði Lin og sagði að fólk yrði að læra að fyrirgefa. NBA Tengdar fréttir Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig. 20. febrúar 2012 09:00 Lin biður fjölmiðla um að gefa ættingjum sínum í Taívan andrými Jeremy Lin átti enn einn stórleikinn í nótt í sigri New York Knicks á meisturum Dallas Mavericks. Í viðtölum að leik loknum bað Lin fjölmiðla um að sýna nærgætni gagnvart ættingjum sínum í Taívan þar sem ríkir mikið fjölmiðlafár vegna frammistöðu Lin. 20. febrúar 2012 16:30 Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Íþróttastöðin ESPN í Bandaríkjunum hefur sagt upp starfsmanni og sett annan í tímabundið leyfi fyrir að nota niðrandi orð um körfuknattleikskappann Jeremy Lin hjá New York Knicks. Báðum starfsmönnum var refsað fyrir að nota orðið „chink" í umfjöllun sinni um Lin. Orðið þykir niðrandi um fólk af kínverskum uppruna. Starfsmaðurinn sem missti starf sitt setti orðið í fyrirsögn eftir tap Knciks gegn New Orleans Hornets á föstudagskvöldið. Fyrirsögnin var aðeins á vef ESPN í rúman hálftíma um miðja nótt vestanhafs áður en henni var breytt. Það var þó nóg til að hún komst í fréttirnar. Starfsmaðurinn sem er í 30 daga leyfi frá störfum notaði orðið í spjalli sínu við Knicks-goðsögnina Walt Frazier nokkrum dögum fyrr. „Við biðjumst aftur afsökunar, sérstaklega Hr. Lin. Afrek hans eru mikils virði fyrir samfélag Bandaríkjamanna af asískum uppruna, þeirra á meðal starfsmanna ESPN. Með sjálfskoðun, bættri ritstjórn og viðbrögðum við uppbyggilegri gagnrýni munum við gera betur í framtíðinni," segir í fréttatilkynningu frá ESPN. Lin, sem er uppalinn í Palo Alto í Kaliforníu en á ættir sínar að rekja til Taívan, svaraði spurningum blaðamanna um málið eftir leik Knicks gegn Mavericks í nótt. „Ég er ekki viss um að þetta hafi verið vísvitandi en þeir hafa beðist afsökunar. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta úr sögunni," sagði Lin og sagði að fólk yrði að læra að fyrirgefa.
NBA Tengdar fréttir Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig. 20. febrúar 2012 09:00 Lin biður fjölmiðla um að gefa ættingjum sínum í Taívan andrými Jeremy Lin átti enn einn stórleikinn í nótt í sigri New York Knicks á meisturum Dallas Mavericks. Í viðtölum að leik loknum bað Lin fjölmiðla um að sýna nærgætni gagnvart ættingjum sínum í Taívan þar sem ríkir mikið fjölmiðlafár vegna frammistöðu Lin. 20. febrúar 2012 16:30 Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Jeremy Lin fór á kostum | Durant skoraði 51 stig fyrir Oklahoma Jeremy Lin heldur sínu striki hjá New York Knicks í NBA deildinni en nýliðinn skoraði 28 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-97 sigri Knicks gegn meistaraliði Dallas Mavericks í New York í gærkvöld. Þetta var áttundi sigur Knicks í síðustu 9 leikjum. Dirk Nowitzki skoraði 34 stig fyrir Dallas sem hafði unnið sex leiki í röð. Kevin Durant fór á kostum í liði Oklahoma í gær þegar hann skoraði 51 stig. 20. febrúar 2012 09:00
Lin biður fjölmiðla um að gefa ættingjum sínum í Taívan andrými Jeremy Lin átti enn einn stórleikinn í nótt í sigri New York Knicks á meisturum Dallas Mavericks. Í viðtölum að leik loknum bað Lin fjölmiðla um að sýna nærgætni gagnvart ættingjum sínum í Taívan þar sem ríkir mikið fjölmiðlafár vegna frammistöðu Lin. 20. febrúar 2012 16:30