Messi: Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. mars 2012 10:45 Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Hér gengur hann að velli með boltann sem tók með til minningar um afrekið. Getty Images / Nordic Photos Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Messi var stórkostlegur í 7-1 sigri Evrópumeistaraliðs Barcelona sem gjörsigraði þýska liðið Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum keppninnar. Messi var að venju hógvær þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Hann hrósaði liðsfélaga sínum Tello sem skoraði tvívegis í leiknum. Messi hafði fyrir leikinn í gær ekki skorað á heimavelli Barcelona í Meistaradeildarleik í 364 daga, sem er ótrúleg staðreynd. Flóðgáttirnar opnuðust gegn þýska liðinu og Messi setti met með því að skora 5 í 7-1 sigri. Hinn 24 ára gamli Messi þarf aðeins að skora 7 mörk til viðbótar til þess að jafna markametið hjá stórliðinu Barcelona. „Það sem skiptir mestu máli er að þessi sigur færir okkur skrefi nær því markmiði að vinna Meistaradeildina. Það eina sem við ætluðum okkur að gera í þessum leik var að tryggja okkur í 8-liða úrslitin. Það er frábært ef hlutirnir ganga svona vel upp hjá okkur, liðið lék vel, og það voru kaflar í þessum leik sem voru stórkostlegir og við skoruðum mörg mörk," sagði Messi í gær. Messi hefur tvívegis skorað 4 mörk í leik með Barcelona, gegn Valencia og Arsenal. Alls hefur hann skorað 14 þrennur á ferlinum og tölfræðin í síðustu 5 leikjum er ótrúleg. Hann hefur skorað alls 14 mörk fyrir Barcelona og landslið Argentínu á þeim tíma. „Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt. Ég skoraði þrennu í fyrsta sinn fyrir Argentínu og það gengur vel hjá mér hjá Barcelona. Liðinu gengur vel og það skiptir mestur máli, við ætlum okkur alla leið í Meistaradeildinni. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum í næstu umferð. Það eru bara sterkir mótherjar eftir og þessi lið eiga það skilið að vera á þessum stað í keppninni," sagði Messi. Argentínumaðurinn er ánægður með framlag ungra leikmanna Barcelona sem hafa fengið tækifæri í síðustu leikjum. Flestir þeirra eru uppaldir hjá félaginu og þar á meðal er hinn tvítugi Tello sem skoraði tvívegis í gær gegn Leverkusen í sínum fyrsta Meistaradeildarleik.. Ég er glaður fyrir hönd Tello. Hann hefur æft og leikið með aðalliðinu að undanförnu og staðið sig vel. Hann er ekki sá eini sem er að setja mark sitt á liðið. Þjálfarinn hefur sett traust sitt á yngri leikmenn og leyft þeim að fá tækifæri. Ég gleðst yfir því," bætti Messi við. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira
Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Messi var stórkostlegur í 7-1 sigri Evrópumeistaraliðs Barcelona sem gjörsigraði þýska liðið Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum keppninnar. Messi var að venju hógvær þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Hann hrósaði liðsfélaga sínum Tello sem skoraði tvívegis í leiknum. Messi hafði fyrir leikinn í gær ekki skorað á heimavelli Barcelona í Meistaradeildarleik í 364 daga, sem er ótrúleg staðreynd. Flóðgáttirnar opnuðust gegn þýska liðinu og Messi setti met með því að skora 5 í 7-1 sigri. Hinn 24 ára gamli Messi þarf aðeins að skora 7 mörk til viðbótar til þess að jafna markametið hjá stórliðinu Barcelona. „Það sem skiptir mestu máli er að þessi sigur færir okkur skrefi nær því markmiði að vinna Meistaradeildina. Það eina sem við ætluðum okkur að gera í þessum leik var að tryggja okkur í 8-liða úrslitin. Það er frábært ef hlutirnir ganga svona vel upp hjá okkur, liðið lék vel, og það voru kaflar í þessum leik sem voru stórkostlegir og við skoruðum mörg mörk," sagði Messi í gær. Messi hefur tvívegis skorað 4 mörk í leik með Barcelona, gegn Valencia og Arsenal. Alls hefur hann skorað 14 þrennur á ferlinum og tölfræðin í síðustu 5 leikjum er ótrúleg. Hann hefur skorað alls 14 mörk fyrir Barcelona og landslið Argentínu á þeim tíma. „Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt. Ég skoraði þrennu í fyrsta sinn fyrir Argentínu og það gengur vel hjá mér hjá Barcelona. Liðinu gengur vel og það skiptir mestur máli, við ætlum okkur alla leið í Meistaradeildinni. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum í næstu umferð. Það eru bara sterkir mótherjar eftir og þessi lið eiga það skilið að vera á þessum stað í keppninni," sagði Messi. Argentínumaðurinn er ánægður með framlag ungra leikmanna Barcelona sem hafa fengið tækifæri í síðustu leikjum. Flestir þeirra eru uppaldir hjá félaginu og þar á meðal er hinn tvítugi Tello sem skoraði tvívegis í gær gegn Leverkusen í sínum fyrsta Meistaradeildarleik.. Ég er glaður fyrir hönd Tello. Hann hefur æft og leikið með aðalliðinu að undanförnu og staðið sig vel. Hann er ekki sá eini sem er að setja mark sitt á liðið. Þjálfarinn hefur sett traust sitt á yngri leikmenn og leyft þeim að fá tækifæri. Ég gleðst yfir því," bætti Messi við.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira