Benfica er í ágætri stöðu fyrir leikinn gegn Zenit 6. mars 2012 16:45 Luciano Spalletti knattspyrnustjóri Zenit var ekki sáttur við félaga sína í liði CSKA frá Moskvu. Getty Images / Nordic Photos Benfica tekur á móti rússneska liðinu Zenit frá St. Pétursborg í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Portúgalska liðið er með ágæta stöðu þrátt fyrir 3-2 ósigur á útivelli í fyrri leiknum og mörkin tvö sem liðið skoraði á útivelli gætu reynst gulls í gildi. Ezequiel Garay, varnarmaður Benfica, verður líklega ekki með vegna meiðsla. Argentínumaðurinn Pablo Aimar verður í leikbanni hjá portúgalska liðinu. Danny, Brasilíumaður í liði Zenit, verður ekki með í kvöld eftir að hafa farið í aðgerð á hné í febrúar. Andrei Arshavin, lánsmaður frá Arsenal, getur ekki leikið þar sem hann hefur leikið með enska liðinu í Meistaradeildinni. Jorge Jesus, knattspyrnustjóri Porto, segir að liðið eigi ágæta möguleika eftir 3-2 tapleikinn í St. Pétursborg. „Að okkar mati voru úrslitin ekki sanngjörn. Staðan er ekki auðveld en við verðum að trúa því að við eigum möguleika," sagði Jesus á fundi með fréttamönnum í gær. Luciano Spalletti knattspyrnustjóri Zenit var ekki sáttur við félaga sína í liði CSKA frá Moskvu. Zenit óskaði eftir því að deildarleikur gegn CSKA Moskvu yrði færður til þess að minnka álagið fyrir leikinn gegn Porto. Þeirri beiðni var hafnað: „Fyrir tveimur árum var CSKA í sömu stöðu og við. Við gerðum allt til þess að létta á undirbúningi þeirra og við vildum að rússnesk lið næðu árangri í þessari keppni. Staðan er önnur núna," sagði Spalletti í gær en hann er afar ósáttur við rússneska knattspyrnusambandið og forráðamenn CSKA frá Moskvu. Zenit er fyrsta rússneska félagið frá borg utan Moskvu sem kemst í útsláttarkeppnina í Meistaradeildinni. Zenit hefur ekki tapað í síðustu 6 leikjum, sem er jöfnun á besta árangri félagsliðs frá Rússlandi í þessari keppni. Spartak frá Moskvu náði þeim árangri einnig veturinn 1995-1996. Benfica hefur aðeins unnið einn leik af síðustu fjórum í Meistaradeildinni. Liðið vann 1-0 á heimaveli gegn Galati frá Rúmeníu. Á heimavelli er Porto sterkt því liðið hefur ekki tapað í síðustu 7 leikjum í Evrópukeppninni. Upphitun fyrir leikina hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J tekur á móti gestum. 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Benfica - Zenit St. Petersburg Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Arsenal - AC Milan Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 19:40 Birmingham - Chelsea FA bikarinn [Stöð 2 Sport 4] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - meistaramörkin Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] Meistaradeild Evrópu Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Benfica tekur á móti rússneska liðinu Zenit frá St. Pétursborg í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Portúgalska liðið er með ágæta stöðu þrátt fyrir 3-2 ósigur á útivelli í fyrri leiknum og mörkin tvö sem liðið skoraði á útivelli gætu reynst gulls í gildi. Ezequiel Garay, varnarmaður Benfica, verður líklega ekki með vegna meiðsla. Argentínumaðurinn Pablo Aimar verður í leikbanni hjá portúgalska liðinu. Danny, Brasilíumaður í liði Zenit, verður ekki með í kvöld eftir að hafa farið í aðgerð á hné í febrúar. Andrei Arshavin, lánsmaður frá Arsenal, getur ekki leikið þar sem hann hefur leikið með enska liðinu í Meistaradeildinni. Jorge Jesus, knattspyrnustjóri Porto, segir að liðið eigi ágæta möguleika eftir 3-2 tapleikinn í St. Pétursborg. „Að okkar mati voru úrslitin ekki sanngjörn. Staðan er ekki auðveld en við verðum að trúa því að við eigum möguleika," sagði Jesus á fundi með fréttamönnum í gær. Luciano Spalletti knattspyrnustjóri Zenit var ekki sáttur við félaga sína í liði CSKA frá Moskvu. Zenit óskaði eftir því að deildarleikur gegn CSKA Moskvu yrði færður til þess að minnka álagið fyrir leikinn gegn Porto. Þeirri beiðni var hafnað: „Fyrir tveimur árum var CSKA í sömu stöðu og við. Við gerðum allt til þess að létta á undirbúningi þeirra og við vildum að rússnesk lið næðu árangri í þessari keppni. Staðan er önnur núna," sagði Spalletti í gær en hann er afar ósáttur við rússneska knattspyrnusambandið og forráðamenn CSKA frá Moskvu. Zenit er fyrsta rússneska félagið frá borg utan Moskvu sem kemst í útsláttarkeppnina í Meistaradeildinni. Zenit hefur ekki tapað í síðustu 6 leikjum, sem er jöfnun á besta árangri félagsliðs frá Rússlandi í þessari keppni. Spartak frá Moskvu náði þeim árangri einnig veturinn 1995-1996. Benfica hefur aðeins unnið einn leik af síðustu fjórum í Meistaradeildinni. Liðið vann 1-0 á heimaveli gegn Galati frá Rúmeníu. Á heimavelli er Porto sterkt því liðið hefur ekki tapað í síðustu 7 leikjum í Evrópukeppninni. Upphitun fyrir leikina hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J tekur á móti gestum. 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Benfica - Zenit St. Petersburg Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Arsenal - AC Milan Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 19:40 Birmingham - Chelsea FA bikarinn [Stöð 2 Sport 4] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - meistaramörkin Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport]
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira