Wenger telur 5% líkur á því að Arsenal komist áfram Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. mars 2012 11:30 Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Getty Images / Nordic Photos Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Frakkinn hefur á undanförnum þremur vikum reynt að sannfæra leikmenn Arsenal um að allt sé mögulegt í íþróttum og þar kemur spænska liðið Deportivo La Coruna við sögu. Sóknarleikur verður aðalmálið hjá Arsenal þar sem Robin van Persie verður helsta vopn Arsenal. Wenger vonast til þess að fyrirliði Arsenal verði í miklum ham í kvöld – og geti jafnvel endurtekið afrek Deportivo La Coruna. Fyrir átta árum tapaði spænska liðið 4-1 á útivelli gegn AC Milan sem hafði titil að verja í Meistaradeildinni á þeim tíma. Deportivo La Coruna vann síðari leikinn 4-0 á heimavelli og komst í undanúrslit keppninnar. „Það eru fimm prósent líkur á því að við komumst áfram," sagði Wenger við fréttamenn í gær. „Ef við skoðum úrslit síðustu ára þá er þetta staðreynd. Ég lifi ekki í draumaveröld og ég veit að staðan er ekki auðveld. Það sem skiptir máli er að við höfum trú á því að þetta sé hægt. Það eru margir sem efast um okkur, og það er mikilvægt að við deilum ekki þeirri skoðun. Við verðum að trúa því að við getum látið það ómögulega gerast," bætti Wenger við. „Andlegi þátturinn skiptir mestu máli. Við þurfum að verjast vel en í sóknarleiknum verðum við að taka áhættu," sagði Wenger og bendir á að Arsenal hafi skorað 12 mörk í síðustu tveimur deildarleikjum á heimavelli. Mikel Arteta, Aaron Ramsey, Yossi Benayoun, Francis Coquelin og Abou Diaby verða ekki í liði Arsenal í kvöld. Tomas Rosicky á við meiðsli að stríða í nára en hann ætlar sér samt sem áður að vera með. Allt bendir til þess að Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain verði á köntunum í liði Arsenal í kvöld, van Persie og Gervinho í framlínunni. Upphitun fyrir leikina hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J tekur á móti gestum. Dagskráin í kvöld á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Benfica - Zenit St. Petersburg Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Arsenal - AC Milan Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 19:40 Birmingham - Chelsea FA bikarinn [Stöð 2 Sport 4] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - meistaramörkin Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Frakkinn hefur á undanförnum þremur vikum reynt að sannfæra leikmenn Arsenal um að allt sé mögulegt í íþróttum og þar kemur spænska liðið Deportivo La Coruna við sögu. Sóknarleikur verður aðalmálið hjá Arsenal þar sem Robin van Persie verður helsta vopn Arsenal. Wenger vonast til þess að fyrirliði Arsenal verði í miklum ham í kvöld – og geti jafnvel endurtekið afrek Deportivo La Coruna. Fyrir átta árum tapaði spænska liðið 4-1 á útivelli gegn AC Milan sem hafði titil að verja í Meistaradeildinni á þeim tíma. Deportivo La Coruna vann síðari leikinn 4-0 á heimavelli og komst í undanúrslit keppninnar. „Það eru fimm prósent líkur á því að við komumst áfram," sagði Wenger við fréttamenn í gær. „Ef við skoðum úrslit síðustu ára þá er þetta staðreynd. Ég lifi ekki í draumaveröld og ég veit að staðan er ekki auðveld. Það sem skiptir máli er að við höfum trú á því að þetta sé hægt. Það eru margir sem efast um okkur, og það er mikilvægt að við deilum ekki þeirri skoðun. Við verðum að trúa því að við getum látið það ómögulega gerast," bætti Wenger við. „Andlegi þátturinn skiptir mestu máli. Við þurfum að verjast vel en í sóknarleiknum verðum við að taka áhættu," sagði Wenger og bendir á að Arsenal hafi skorað 12 mörk í síðustu tveimur deildarleikjum á heimavelli. Mikel Arteta, Aaron Ramsey, Yossi Benayoun, Francis Coquelin og Abou Diaby verða ekki í liði Arsenal í kvöld. Tomas Rosicky á við meiðsli að stríða í nára en hann ætlar sér samt sem áður að vera með. Allt bendir til þess að Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain verði á köntunum í liði Arsenal í kvöld, van Persie og Gervinho í framlínunni. Upphitun fyrir leikina hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J tekur á móti gestum. Dagskráin í kvöld á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Benfica - Zenit St. Petersburg Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Arsenal - AC Milan Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 19:40 Birmingham - Chelsea FA bikarinn [Stöð 2 Sport 4] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - meistaramörkin Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport]
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira