Tiger Woods langt frá sínu besta | Love sýndi gamla takta Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 2. mars 2012 10:15 Tiger Woods var ekkert sérstaklega ánægður með spilamennskuna hjá sér í gær. AP Flestir af bestu kylfingum heims hófu leik í gær á Honda meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í Flórída. Davis Love frá Bandaríkjunum er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 6 höggum undir pari vallar, 64 höggum. Norður-Írinn Rory McIlroy er á -4 líkt og sjö aðrir kylfingar sem deila 2.-9. sæti. Love er fyrirliði bandaríska Ryderliðsins og jafnaði hann vallarmetið, auk þess sem hann fór holu í höggi á 5. holu vallarins.Staðan á mótinu: Hinn 48 ára gamli Love hefur sagt að hann ætli sér að leika gegn úrvalsliði Evrópyu í september þegar Ryderkeppnin fer fram – ef hann nær að tryggja sér sæti í liðinu með því að vera ofarlega á bandaríska Ryderstigalistanum. Englendingurinn Ian Poulter varð að draga sig úr keppni vegna veikinda en hann átti að leika með Tiger Woods og Lee Westwood fyrstu tvo keppnisdagana. Tiger Woods er á meðal keppenda en hann hefur átt erfitt uppdráttar á golfvellinum undanfarin misseri. Woods náði sér aldrei á flug í gær og lék hann á 71 höggi, +1. Hann er reyndar einu höggi betri en Lee Westwood frá Englandi sem er á 72 höggum. Pútterinn var ískaldur hjá Woods líkt og áður. Hann fékk fugl á fyrstu braut vallarins en hann fékk aðeins tvo fugla (-1) og fjóra skolla (+1) á hringnum. Justin Rose, Noh Seung-yul, Dicky Pride, Kevin Stadler, Ryan Palmer, Martin Flores og Harris English eru allir á -4 eftir fyrsta keppnisdaginn. Golf Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Flestir af bestu kylfingum heims hófu leik í gær á Honda meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í Flórída. Davis Love frá Bandaríkjunum er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 6 höggum undir pari vallar, 64 höggum. Norður-Írinn Rory McIlroy er á -4 líkt og sjö aðrir kylfingar sem deila 2.-9. sæti. Love er fyrirliði bandaríska Ryderliðsins og jafnaði hann vallarmetið, auk þess sem hann fór holu í höggi á 5. holu vallarins.Staðan á mótinu: Hinn 48 ára gamli Love hefur sagt að hann ætli sér að leika gegn úrvalsliði Evrópyu í september þegar Ryderkeppnin fer fram – ef hann nær að tryggja sér sæti í liðinu með því að vera ofarlega á bandaríska Ryderstigalistanum. Englendingurinn Ian Poulter varð að draga sig úr keppni vegna veikinda en hann átti að leika með Tiger Woods og Lee Westwood fyrstu tvo keppnisdagana. Tiger Woods er á meðal keppenda en hann hefur átt erfitt uppdráttar á golfvellinum undanfarin misseri. Woods náði sér aldrei á flug í gær og lék hann á 71 höggi, +1. Hann er reyndar einu höggi betri en Lee Westwood frá Englandi sem er á 72 höggum. Pútterinn var ískaldur hjá Woods líkt og áður. Hann fékk fugl á fyrstu braut vallarins en hann fékk aðeins tvo fugla (-1) og fjóra skolla (+1) á hringnum. Justin Rose, Noh Seung-yul, Dicky Pride, Kevin Stadler, Ryan Palmer, Martin Flores og Harris English eru allir á -4 eftir fyrsta keppnisdaginn.
Golf Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira