Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 29-24 Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2012 14:11 FH vann flottan sigur,29-24, á Fram í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Leikurinn var jafn nánast allan tíman en heimamenn náðu að stinga örlítið af rétt undir lokin. Gestirnir úr Safamýrinni voru sterkari til að byrja með og það sást greinilega að liðið ætlaði sér að bæta upp fyrir hamfarirnar í höllinni um síðustu helgi. Liðið stillti upp í virkilega framliggjandi varnarleik sem FH-ingar réðu illa við. Skot heimamann voru oft á tíðum tekinn lengst utan af velli og því auðveld fyrir markverði Fram. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru heimamenn að keyra upp hraðann og náðu að komast í takt leikinn með auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Staðan var því 15-15 í hálfleik og allt benti til að sá síðari yrði spennandi. FH-ingar voru mikið mun ákveðnari í seinni hálfleiknum og léku fínan handbolta. Leikur liðsins hélt áfram að batna og þeir náðu góðum tökum á leiknum um miðbik síðari hálfleiks. Framarar héldu samt sem áður áfram að berjast eins og skepnur og gáfust aldrei upp. Þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum, en þá hrökk FH-vélin almennilega í gang. Leiknum lauk að lokum með öruggum sigri FH, 29-24, og liðið komið á toppinn í N1-deildinni ásamt Haukum. Framarar eru enn með 17 stig í fjórða sætinu.Einar Andri: Héldum alltaf í okkar skipulag „Þetta var mjög jafn leikur og mikil barátta," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var rosalega jafnt í fyrri hálfleiknum og þeir leiddu svona til að byrja með. Síðan small þetta bara allt hjá okkur í þeim síðari". „Þann kom upp frábær barátta og vilji í síðari hálfleik og það skilaði þessum sigri. Við breyttum engu í síðari hálfleik, héldum bara áfram að gera okkar og það hafðist að lokum". „Við ætlum okkur að vera í efsta sæti í deildinni og því var það rosalega mikilvægur sigur," sagði Einar Andri að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Einar: Eintómir úrslitaleikir eftir „Við hleyptum leiknum bara upp hérna í lokin en þetta var alltaf spennandi," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þetta var bara hörkuleikur allan tíman, þeir bara rétt brutu ísinn undir lokin þegar FH komst tveim mörkum yfir". „Þrátt fyrir tap þá er ég bara býsna ánægður með liðið. Við sýndum góðan anda í kvöld og lékum sem lið og töpuðum sem lið en liðheildin hefur ekki verið nægilega góð að undanförnu". „Við nýtum illa þegar liðið er einum fleiri og það kostaði okkur þennan leik vill ég meina. Það eru bara eintómir úrslitaleikir eftir af þessu móti og við megum ekkert misstíga okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Nýkrýndir Evrópubikarmeistarar leika til úrslita „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Sjá meira
FH vann flottan sigur,29-24, á Fram í N1-deild karla í handknattleik í kvöld en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Leikurinn var jafn nánast allan tíman en heimamenn náðu að stinga örlítið af rétt undir lokin. Gestirnir úr Safamýrinni voru sterkari til að byrja með og það sást greinilega að liðið ætlaði sér að bæta upp fyrir hamfarirnar í höllinni um síðustu helgi. Liðið stillti upp í virkilega framliggjandi varnarleik sem FH-ingar réðu illa við. Skot heimamann voru oft á tíðum tekinn lengst utan af velli og því auðveld fyrir markverði Fram. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru heimamenn að keyra upp hraðann og náðu að komast í takt leikinn með auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Staðan var því 15-15 í hálfleik og allt benti til að sá síðari yrði spennandi. FH-ingar voru mikið mun ákveðnari í seinni hálfleiknum og léku fínan handbolta. Leikur liðsins hélt áfram að batna og þeir náðu góðum tökum á leiknum um miðbik síðari hálfleiks. Framarar héldu samt sem áður áfram að berjast eins og skepnur og gáfust aldrei upp. Þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum, en þá hrökk FH-vélin almennilega í gang. Leiknum lauk að lokum með öruggum sigri FH, 29-24, og liðið komið á toppinn í N1-deildinni ásamt Haukum. Framarar eru enn með 17 stig í fjórða sætinu.Einar Andri: Héldum alltaf í okkar skipulag „Þetta var mjög jafn leikur og mikil barátta," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var rosalega jafnt í fyrri hálfleiknum og þeir leiddu svona til að byrja með. Síðan small þetta bara allt hjá okkur í þeim síðari". „Þann kom upp frábær barátta og vilji í síðari hálfleik og það skilaði þessum sigri. Við breyttum engu í síðari hálfleik, héldum bara áfram að gera okkar og það hafðist að lokum". „Við ætlum okkur að vera í efsta sæti í deildinni og því var það rosalega mikilvægur sigur," sagði Einar Andri að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Einar: Eintómir úrslitaleikir eftir „Við hleyptum leiknum bara upp hérna í lokin en þetta var alltaf spennandi," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þetta var bara hörkuleikur allan tíman, þeir bara rétt brutu ísinn undir lokin þegar FH komst tveim mörkum yfir". „Þrátt fyrir tap þá er ég bara býsna ánægður með liðið. Við sýndum góðan anda í kvöld og lékum sem lið og töpuðum sem lið en liðheildin hefur ekki verið nægilega góð að undanförnu". „Við nýtum illa þegar liðið er einum fleiri og það kostaði okkur þennan leik vill ég meina. Það eru bara eintómir úrslitaleikir eftir af þessu móti og við megum ekkert misstíga okkur". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Nýkrýndir Evrópubikarmeistarar leika til úrslita „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn