Gomez með fernu í stórsigri Bayern Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2012 19:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Bayern München sýndi sannkallaða Barcelona-takta þegar liðið vann 7-0 stórsigur á Basel í kvöld og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitaleikurinn fer fram á Allianz Arena í München í vor og ef marka má frammistöðu þýska liðsins í gær er allt eins líklegt að Bayern verði þar á heimavelli. Basel vann fyrri leikinn 1-0 en það var ljóst frá byrjun að þetta yrði langt og erfitt kvöld fyrir Svisslendingana sem voru mörgum númerum of litlir í kvöld. Arjen Robben og Franck Ribery fóru á kostum á köntunum og Mario Gomez var sem fyrr réttur maður á réttum stað í teignum. Gomez skoraði fjögur markanna og hefur þar með skorað 10 mörk í 7 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili - sannkallaðar Messi-tölur á ferðinni þar. Arjen Robben kom Bayern í 1-0 eftir aðeins tíu mínútna leik. Hann hafði þá heppnina með sér þegar boltinn datt fyrir hann í teignum eftir að skot Thomas Müller fór í varnarmann. Thomas Müller kom Bayern síðan í 2-0 á 41. mínútu með skoti úr markteignum eftir fyrirgjöf frá Arjen Robben og þremur mínútum síðar var Mario Gomez búinn að skora þriðja markið eftir aukaspyrnu og sendingu Holger Badstuber. Gomez skoraði síðan þrjú mörk á fyrstu 22 mínútunum í seinni hálfleik og var þar með kominn með fernu í leiknum. Franck Ribery lagði upp öll mörkin fyrir hann. Arjen Robben hóf markaveisluna á 10. mínútu og það var síðan hann sem batt endi á hana með því að skora sjöunda markið níu mínútum fyrir leikslok eftir að hafa fengið stungusendingu frá Bastian Schweinsteiger. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Bayern München sýndi sannkallaða Barcelona-takta þegar liðið vann 7-0 stórsigur á Basel í kvöld og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitaleikurinn fer fram á Allianz Arena í München í vor og ef marka má frammistöðu þýska liðsins í gær er allt eins líklegt að Bayern verði þar á heimavelli. Basel vann fyrri leikinn 1-0 en það var ljóst frá byrjun að þetta yrði langt og erfitt kvöld fyrir Svisslendingana sem voru mörgum númerum of litlir í kvöld. Arjen Robben og Franck Ribery fóru á kostum á köntunum og Mario Gomez var sem fyrr réttur maður á réttum stað í teignum. Gomez skoraði fjögur markanna og hefur þar með skorað 10 mörk í 7 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili - sannkallaðar Messi-tölur á ferðinni þar. Arjen Robben kom Bayern í 1-0 eftir aðeins tíu mínútna leik. Hann hafði þá heppnina með sér þegar boltinn datt fyrir hann í teignum eftir að skot Thomas Müller fór í varnarmann. Thomas Müller kom Bayern síðan í 2-0 á 41. mínútu með skoti úr markteignum eftir fyrirgjöf frá Arjen Robben og þremur mínútum síðar var Mario Gomez búinn að skora þriðja markið eftir aukaspyrnu og sendingu Holger Badstuber. Gomez skoraði síðan þrjú mörk á fyrstu 22 mínútunum í seinni hálfleik og var þar með kominn með fernu í leiknum. Franck Ribery lagði upp öll mörkin fyrir hann. Arjen Robben hóf markaveisluna á 10. mínútu og það var síðan hann sem batt endi á hana með því að skora sjöunda markið níu mínútum fyrir leikslok eftir að hafa fengið stungusendingu frá Bastian Schweinsteiger.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira