Meistaradeildin: Reynir spáir Bayern München sigri gegn Basel 13. mars 2012 12:15 Reynir Leósson, Þorsteinn J Vilhjálmsson, Heimir Guðjónsson og Pétur Marteinsson sjá um Meistaramörkin á Stöð 2 sport. Það er mikið í húfi í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Úrslitin í tveimur viðureignum ráðast og þýska stórliðið Bayern München bíður stór verkefni gegn svissneska liðinu Basel sem er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. Ítalska liðið Inter er einnig undir eftir 1-0 tap á útivelli gegn Marseille. Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Stöðvar 2 sport í Meistaradeildinni er á því að þýska stálið komist áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Basel kom mörgum á óvart eftir 1-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum en það eru allar líkur á því að mótspyrnan verði mikil í kvöld. „Þetta verður gríðarlega erfiður leikur fyrir Basel," sagði Reynir. Þeir hafa svo sem upplifað marga slíka hingað til í keppninni. Basel er með skemmtilegt lið, og það er gaman að horfa á þá. Þeir eru alltaf með tvo framherja og einnig á útivöllum. Englandsmeistaralið Manchester United lenti í tómu basli með framherja Basel á Old Trafford. Þar sýndu þeir Alexander Frei og Marco Streller hvað í þeim býr. Varnarleikur Basel er mjög skipulagður, og þeir eru fljótir að mynda tvær fjögurra manna línur þegar mótherjinn er með boltann. Þeir gera þessa hluti mjög vel, og eru góðir í því að færa liðið í þessa stöður. Hraður sóknarleikur er þeirra helsta vopn með þá Frei og Streller fremsta í flokki. Xherdan Shaqiri og Granit Xhaka eru þeir sem búa til sóknaraðgerðir Basel á miðsvæðinu . Þrátt fyrir alla þessa kosti Basel þá er Bayern München of stórt verkefni fyrir þá og Þjóðverjarnir fara áfram í 8-liða úrslit," sagði Reynir en hann býst við því að Bayern München leggi áherslu á að pressa leikmenn Basel í varnarleiknum. „Þeir gerðu oft í fyrri leiknum. Eitt helsta einkenni Bayern München í sóknarleiknum er samvinna vængmanna og bakvarða. Þeir gera það virkilega vel. Frakkinn Franck Ribéry og Þjóðverjinn Philipp Lahm öðru meginn. Hollendingurinn Arjen Robben og Brasilíumaðurinn Rafinhia hinumegin. Í vítateignum er Mario Gómez gríðarlega sterkur ásamt þeirra fremsta miðjumanni Tony Kroos," sagði Reynir Leósson. Dagskrá kvöldsins í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Inter - Marseille [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Bayern München - Basel [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - ;eistaramörkin Meistaradeild Evrópu[Stöð 2 Sport] Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Sjá meira
Það er mikið í húfi í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Úrslitin í tveimur viðureignum ráðast og þýska stórliðið Bayern München bíður stór verkefni gegn svissneska liðinu Basel sem er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. Ítalska liðið Inter er einnig undir eftir 1-0 tap á útivelli gegn Marseille. Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Stöðvar 2 sport í Meistaradeildinni er á því að þýska stálið komist áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Basel kom mörgum á óvart eftir 1-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum en það eru allar líkur á því að mótspyrnan verði mikil í kvöld. „Þetta verður gríðarlega erfiður leikur fyrir Basel," sagði Reynir. Þeir hafa svo sem upplifað marga slíka hingað til í keppninni. Basel er með skemmtilegt lið, og það er gaman að horfa á þá. Þeir eru alltaf með tvo framherja og einnig á útivöllum. Englandsmeistaralið Manchester United lenti í tómu basli með framherja Basel á Old Trafford. Þar sýndu þeir Alexander Frei og Marco Streller hvað í þeim býr. Varnarleikur Basel er mjög skipulagður, og þeir eru fljótir að mynda tvær fjögurra manna línur þegar mótherjinn er með boltann. Þeir gera þessa hluti mjög vel, og eru góðir í því að færa liðið í þessa stöður. Hraður sóknarleikur er þeirra helsta vopn með þá Frei og Streller fremsta í flokki. Xherdan Shaqiri og Granit Xhaka eru þeir sem búa til sóknaraðgerðir Basel á miðsvæðinu . Þrátt fyrir alla þessa kosti Basel þá er Bayern München of stórt verkefni fyrir þá og Þjóðverjarnir fara áfram í 8-liða úrslit," sagði Reynir en hann býst við því að Bayern München leggi áherslu á að pressa leikmenn Basel í varnarleiknum. „Þeir gerðu oft í fyrri leiknum. Eitt helsta einkenni Bayern München í sóknarleiknum er samvinna vængmanna og bakvarða. Þeir gera það virkilega vel. Frakkinn Franck Ribéry og Þjóðverjinn Philipp Lahm öðru meginn. Hollendingurinn Arjen Robben og Brasilíumaðurinn Rafinhia hinumegin. Í vítateignum er Mario Gómez gríðarlega sterkur ásamt þeirra fremsta miðjumanni Tony Kroos," sagði Reynir Leósson. Dagskrá kvöldsins í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Inter - Marseille [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Bayern München - Basel [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - ;eistaramörkin Meistaradeild Evrópu[Stöð 2 Sport]
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Sjá meira