Lið & ökumenn: Caterham, HRT og Marussia Birgir Þór Harðarson skrifar 12. mars 2012 16:15 Lið og ökumenn í Formúlu 1 árið 2012. Vísir mun kynna þrjú lið á dag. Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á kynningum á liðum og ökumönnum. Alls munu tólf lið ræsa í Ástralíu. Þau eru Red Bull, McLaren, Ferrari, Mercedes, Lotus, Force India, Sauber, Torro Rosso, Williams, Caterham, HRT og Marussia. Tímabilið spannar 20 mót og hafa þau aldrei verið fleiri á einu tímabili. Viku eftir ástralska kappaksturinn er flogið til Malasíu og ekið á Sepang brautinni. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri. Caterham F1 TeamHeikki Kovalainen og Vitaly Petrov aka fyrir Caterham í ár.Eftir að hafa tekið skrefið sem helstu keppnautarnir (HRT og Marussia) gátu ekki tekið í fyrra er Caterham best af "nýju liðinunum" í Formúlu 1. Heikki Kovalainen og Jarno Trulli óku grænu bílunum þá en nú hefur Trulli verið rekinn og Rússinn Vitaly Petrov ráðinn í hans stað. Undirbúningstímabilið hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel fyrir Caterham. Í ár hefur Caterham þó öflugar Renault vélar (þær sömu og Red Bull notar) sem ætti að nýtast þeim vel í botnbaráttunni. Eigandi Caterham er Tony Fernandes sem gerst hefur stórtækur í bresku íþróttalífi undanfarið. Hann á einnig Queens Park Rangers fótboltaliðið sem spilar í ensku úrvalsdeildinni. Það er til nóg af peningum í herbúðum Caterham sem munu helst nýtast til framtíðar. Hispania Racing TeamPedro de la Rosa og Narain KarthikeyanMeð elsta ökumannapar í Formúlu 1 er HRT í sama flokki og Marussia: Munu eiga mjög erfitt uppdráttar í mótum ársins. Í fyrra var samkeppnin mikil á milli Marussia og HRT en sú barátta fór yfirleitt fram 2-3 hringjum á eftir fremsta manni. Ökumennirnir, þeir Pedro de la Rosa og Narain Karthikeyan eiga því ærið verkefni fyrir höndum. Markmiðið er að komast nær Caterham og helst sigra þá í mótum ársins. HRT á verksmiðjur í Madrid og er alspænskt lið ef svo má segja. Þeir hafa ekki enn reynsluekið 2012 bíl sínum og munu de la Rosa og Karthikeyan aka honum í fyrsta sinn í æfingum fyrir ástralska mótið á föstudag. Það verður að teljast óheppilegt reynist eitthvað ekki virka eins og í ökuherminum. Þess er skemmst að minnast að Lotus liðið átti í slíkum vandræðum á undirbúningstímabilinu og þurfti að draga sig í hlé frá æfingum á tímabili. Marussia F1 TeamTimo Glock og Charles PicMarussia, sem hét Virgin í fyrra, er það lið sem þarf að standast erfiðasta prófið, sem er að sýna vott af árangri eftir að hafa endað langsíðastir í fyrra. Ökumenn liðsins í ár verða Timo Glock og nýliðinn Charles Pic. Jérôme D'Ambrosio var látinn taka pokann sinn í vetur eftir ömurlegt tímabil í fyrra og Pic ráðinn inn í staðinn. Sá er efnilegur ungur maður, 22 ára Frakki sem sýnt hefur góða takta í neðri deildum mótorsportsins. Þetta lið er nú í eigu rússneska sportbílaframleiðandans Marussia og rekið fyrir rússneskt fjármagn. Liðið er smátt og eins konar hobbý eiganda þess. Alexander Fomenko, einn stofnenda fyrirtækisins er til að mynda tæknistjóri kappakstursliðsins. Bernie Ecclestone hefur undanfarin ár reynt að sækja fjármagn til austur Evrópu, bæði með því að hvetja fjársterka aðila til að reka lið og lönd til að halda mót. Formúla Tengdar fréttir Lið og ökumenn: Sauber, Toro Rosso og Williams Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 13. mars 2012 17:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á kynningum á liðum og ökumönnum. Alls munu tólf lið ræsa í Ástralíu. Þau eru Red Bull, McLaren, Ferrari, Mercedes, Lotus, Force India, Sauber, Torro Rosso, Williams, Caterham, HRT og Marussia. Tímabilið spannar 20 mót og hafa þau aldrei verið fleiri á einu tímabili. Viku eftir ástralska kappaksturinn er flogið til Malasíu og ekið á Sepang brautinni. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri. Caterham F1 TeamHeikki Kovalainen og Vitaly Petrov aka fyrir Caterham í ár.Eftir að hafa tekið skrefið sem helstu keppnautarnir (HRT og Marussia) gátu ekki tekið í fyrra er Caterham best af "nýju liðinunum" í Formúlu 1. Heikki Kovalainen og Jarno Trulli óku grænu bílunum þá en nú hefur Trulli verið rekinn og Rússinn Vitaly Petrov ráðinn í hans stað. Undirbúningstímabilið hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel fyrir Caterham. Í ár hefur Caterham þó öflugar Renault vélar (þær sömu og Red Bull notar) sem ætti að nýtast þeim vel í botnbaráttunni. Eigandi Caterham er Tony Fernandes sem gerst hefur stórtækur í bresku íþróttalífi undanfarið. Hann á einnig Queens Park Rangers fótboltaliðið sem spilar í ensku úrvalsdeildinni. Það er til nóg af peningum í herbúðum Caterham sem munu helst nýtast til framtíðar. Hispania Racing TeamPedro de la Rosa og Narain KarthikeyanMeð elsta ökumannapar í Formúlu 1 er HRT í sama flokki og Marussia: Munu eiga mjög erfitt uppdráttar í mótum ársins. Í fyrra var samkeppnin mikil á milli Marussia og HRT en sú barátta fór yfirleitt fram 2-3 hringjum á eftir fremsta manni. Ökumennirnir, þeir Pedro de la Rosa og Narain Karthikeyan eiga því ærið verkefni fyrir höndum. Markmiðið er að komast nær Caterham og helst sigra þá í mótum ársins. HRT á verksmiðjur í Madrid og er alspænskt lið ef svo má segja. Þeir hafa ekki enn reynsluekið 2012 bíl sínum og munu de la Rosa og Karthikeyan aka honum í fyrsta sinn í æfingum fyrir ástralska mótið á föstudag. Það verður að teljast óheppilegt reynist eitthvað ekki virka eins og í ökuherminum. Þess er skemmst að minnast að Lotus liðið átti í slíkum vandræðum á undirbúningstímabilinu og þurfti að draga sig í hlé frá æfingum á tímabili. Marussia F1 TeamTimo Glock og Charles PicMarussia, sem hét Virgin í fyrra, er það lið sem þarf að standast erfiðasta prófið, sem er að sýna vott af árangri eftir að hafa endað langsíðastir í fyrra. Ökumenn liðsins í ár verða Timo Glock og nýliðinn Charles Pic. Jérôme D'Ambrosio var látinn taka pokann sinn í vetur eftir ömurlegt tímabil í fyrra og Pic ráðinn inn í staðinn. Sá er efnilegur ungur maður, 22 ára Frakki sem sýnt hefur góða takta í neðri deildum mótorsportsins. Þetta lið er nú í eigu rússneska sportbílaframleiðandans Marussia og rekið fyrir rússneskt fjármagn. Liðið er smátt og eins konar hobbý eiganda þess. Alexander Fomenko, einn stofnenda fyrirtækisins er til að mynda tæknistjóri kappakstursliðsins. Bernie Ecclestone hefur undanfarin ár reynt að sækja fjármagn til austur Evrópu, bæði með því að hvetja fjársterka aðila til að reka lið og lönd til að halda mót.
Formúla Tengdar fréttir Lið og ökumenn: Sauber, Toro Rosso og Williams Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 13. mars 2012 17:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lið og ökumenn: Sauber, Toro Rosso og Williams Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 13. mars 2012 17:00