Ecclestone: Of margir draumóramenn í Formúlu 1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2012 11:30 Ecclestone ásamt Ronaldo í brasilíska kappakstrinum í fyrra. Nodic Photos / Getty Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir allt of marga draumóramenn þegar kemur að rekstri liðanna í Formúlu 1 kappakstrinum. Menn þurfi að sjá hlutina í réttu ljósi og herða ólina þegar kemur að rekstrinum. Keppni í Formúlu 1 hefst í Ástralíu um næstu helgi. Ecclestone, sem kominn er á níræðisaldur, segir kominn tíma á að eigendur liðanna taki til í sínum málum. „Það eru alltof margir í Formúlu 1 sem ganga um með stjörnur í augunum. Þeir sjá heiminn eins og þeir vilja að hann sé, dásamlegur og alltaf sólskin, en ekki eins og hann er í raunveruleikanum," segir Bretinn sem vill að eigendur liðanna verji fjármunum í það sem skipti máli. „Liðin þurfa að einbeita sér að grundvallaratriðunum, kappakstrinum, og verja fjármunum í íþróttina. Ekki fleygja peningum í háklassa fellihýsi og alls kyns skemmtun," sagði Ecclestone sem er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Ecclestone segist fylgjandi því að setja hömlur á eyðslu liðanna og segir það vel geta gerst. Á léttari nótum spáir Eccelstone því að Sebastian Vettel verji titil sinn í ár. „Hann hefur allt sem þarf. Hæfileikana, ástríðuna, einbeitnina, skýra hugsun og hann hatar að tapa. Ég sé vel fyrir mér að hann slái met Michael Schumacher," sagði Ecclestone en Schumacher varð sjö sinnum meistari í Formúlu 1. Ecclestone spáir því að Mark Webber verði annar og Lewis Hamilton þriðji. Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir allt of marga draumóramenn þegar kemur að rekstri liðanna í Formúlu 1 kappakstrinum. Menn þurfi að sjá hlutina í réttu ljósi og herða ólina þegar kemur að rekstrinum. Keppni í Formúlu 1 hefst í Ástralíu um næstu helgi. Ecclestone, sem kominn er á níræðisaldur, segir kominn tíma á að eigendur liðanna taki til í sínum málum. „Það eru alltof margir í Formúlu 1 sem ganga um með stjörnur í augunum. Þeir sjá heiminn eins og þeir vilja að hann sé, dásamlegur og alltaf sólskin, en ekki eins og hann er í raunveruleikanum," segir Bretinn sem vill að eigendur liðanna verji fjármunum í það sem skipti máli. „Liðin þurfa að einbeita sér að grundvallaratriðunum, kappakstrinum, og verja fjármunum í íþróttina. Ekki fleygja peningum í háklassa fellihýsi og alls kyns skemmtun," sagði Ecclestone sem er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Ecclestone segist fylgjandi því að setja hömlur á eyðslu liðanna og segir það vel geta gerst. Á léttari nótum spáir Eccelstone því að Sebastian Vettel verji titil sinn í ár. „Hann hefur allt sem þarf. Hæfileikana, ástríðuna, einbeitnina, skýra hugsun og hann hatar að tapa. Ég sé vel fyrir mér að hann slái met Michael Schumacher," sagði Ecclestone en Schumacher varð sjö sinnum meistari í Formúlu 1. Ecclestone spáir því að Mark Webber verði annar og Lewis Hamilton þriðji.
Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira