Forstjóri Samherja lýsir ábyrgð á hendur seðlabankamönnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. mars 2012 18:55 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfélagsins Samherja, segir að fyrirtækið sé með algjörlega hreinan skjöld. Sérstakur saksóknari og Seðlabanki Íslands gerðu húsleit hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna gruns um að brot hefðu verið framin í gjaldeyrisviðskiptum. „Við erum með algjörlega hreinan skjöld og ég vil bara lýsa yfir mikilli ábyrgð á hendur þeim seðlabankamönnum sem fara í svona gríðarlega harkalegar aðgerðir. Ég vil líka fara fram á það við þá að þeir upplýsi það á hverju þessi húsleit byggi," segir Þorsteinn í viðtali sem Karl Eskil Pálsson tók við hann í dag. Þorsteinn segir að útgerðarfyrirtækið fái ekki að sjá þau gögn sem húsleitin byggi á. Þorsteinn Már segir fyrirtækið verða fyrir miklu tjóni vegna þessa aðgerða. „Það segir sig sjálft þegar jafn umfangsmikil aðgerð og hér er, þegar verið er að nánast flytja höfuðstöðvar Samherja suður í Seðlabanka Íslands, þá að sjálfsögðu verður fyrirtækið hálfórekstrarhæft fyrir utan það orðspor sem fer af fyrirtækinu," segir Þorsteinn Már. Þorsteinn segist ekki hafa fengið neinar skýringar á þessum aðgerðum Seðlabanka íslands. „Við höfum lagt okkur fram um að fara í einu og öllu eftir gjaldeyrisreglum og uppfyllt allar þær reglur. Við höfum verið að reka hér og erum að reka hér alþjóðlegt sölufyrirtæki og höfum verið að selja fisk til erlendra aðila. Og það hefur kallað á ýmsar spurningar hjá seðlabankanum sem við höfum lagt okkur fram um að svara," segir Þorsteinn Már. Menn frá Seðlabankanum hafi meðal annars komið í heimsókn og farið yfir alla verkferla. Sé smellt á hlekkinn hér að neðan má lesa fréttatilkynningu frá Samherja. Sé smellt á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" má horfa á viðtalið við Þorstein. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfélagsins Samherja, segir að fyrirtækið sé með algjörlega hreinan skjöld. Sérstakur saksóknari og Seðlabanki Íslands gerðu húsleit hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna gruns um að brot hefðu verið framin í gjaldeyrisviðskiptum. „Við erum með algjörlega hreinan skjöld og ég vil bara lýsa yfir mikilli ábyrgð á hendur þeim seðlabankamönnum sem fara í svona gríðarlega harkalegar aðgerðir. Ég vil líka fara fram á það við þá að þeir upplýsi það á hverju þessi húsleit byggi," segir Þorsteinn í viðtali sem Karl Eskil Pálsson tók við hann í dag. Þorsteinn segir að útgerðarfyrirtækið fái ekki að sjá þau gögn sem húsleitin byggi á. Þorsteinn Már segir fyrirtækið verða fyrir miklu tjóni vegna þessa aðgerða. „Það segir sig sjálft þegar jafn umfangsmikil aðgerð og hér er, þegar verið er að nánast flytja höfuðstöðvar Samherja suður í Seðlabanka Íslands, þá að sjálfsögðu verður fyrirtækið hálfórekstrarhæft fyrir utan það orðspor sem fer af fyrirtækinu," segir Þorsteinn Már. Þorsteinn segist ekki hafa fengið neinar skýringar á þessum aðgerðum Seðlabanka íslands. „Við höfum lagt okkur fram um að fara í einu og öllu eftir gjaldeyrisreglum og uppfyllt allar þær reglur. Við höfum verið að reka hér og erum að reka hér alþjóðlegt sölufyrirtæki og höfum verið að selja fisk til erlendra aðila. Og það hefur kallað á ýmsar spurningar hjá seðlabankanum sem við höfum lagt okkur fram um að svara," segir Þorsteinn Már. Menn frá Seðlabankanum hafi meðal annars komið í heimsókn og farið yfir alla verkferla. Sé smellt á hlekkinn hér að neðan má lesa fréttatilkynningu frá Samherja. Sé smellt á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" má horfa á viðtalið við Þorstein.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira