San Antonio Spurs vann Texas-slaginn án Tony Parker Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2012 09:30 Ginobili í baráttu við Jason Kidd í nótt. Mynd/AP/Eric Gay San Antonio Spurs lagði Dallas Mavericks að velli 104-87 á heimavelli í nótt. Þetta var í þriðja skipti á tímabilinu sem liðið leikur án Tony Parker og loks tókst Spurs að hafa betur. Manu Ginobili var í hlutverki leikstjórnanda í fjarveru Parker. Hann setti ellefu stig auk þess að eiga sjö stoðsendingar. Óeigingirni Argentínumannsins smitaði útfrá sér og lagði grunninn að sigrinum en sex leikmenn Spurs skoruðu tíu stig eða meira. „Þetta var sigur liðsheildarinnar. Við vorum án Tony (Parker). Hann hefur farið fyrir okkur í síðustu 40 leikjum. Hann hefur verið stórkostlegur, skorað þrjátíu stig í mörgum leikjum og gefið tíu stoðsendingar en við gátum ekki leitað til hans í kvöld," sagði Ginobili. Spurs lék einnig á Tigao Splitter sem hvíldi vegna meiðsla í baki. Danny Green var stigahæstur Spurs með 18 stig en Tim Duncan kom næstur með 15 stig. Dirk Nowitzki skoraði aðeins 15 stig fyrir Mavericks auk þess að taka aðeins tvö fráköst. Óvenjulítið framlag hjá Þjóðverjanum magnaða sem var í gjörgæslu varnarmanna Spurs allan leikinn. Sérstaklega þótti nýi liðsmaður Spurs, Boris Diaw, standa sig vel gegn Nowitzki. „Hann stóð sig frábærlega gegn Dirk. Hann átti í mikilli baráttu við hann. Hann lokaði á hann í hverju einasta skoti og gerði honum lífið leift. Hann var frábær í kvöld," sagði Duncan um samherja sinn Diaw. Rick Carlisle, þjálfari Mavericks, kaus að nota Lamar Odom ekki í leiknum. „Ég var búinn að segja Lamar frá þeirri áætlun minni, bæði í gær (fimmtudag) og í dag (föstudag), að skipta öðrum leikmönnum inn á í leiknum," sagði Carlisle.Tvíframlengt í Oklahoma | 51 stig Love dugðu ekki til Kevin Durant heldur áfram að slá í gegn hjá Oklahoma Thunderbirds. Durant fór á kostum í 149-140 sigri á Minnesota Timberwolves en tvíframlengja þurfti leikinn. Durant skoraði fjörutíu stig auk þess að taka 17 fráköst í mögnuðum sigri. Hann féll þó í skuggann á Kevin Love sem var sjóðandi heitur og skoraði 51 stig. Helstu atvik úr leiknum má sjá hér.Önnur úrslit í nótt (heimalið á undan): Toronto Raptors 96-79 New York Knicks Atlanta Hawks 93-84 New Jersey Nets Detroit Pistons 73-88 Miami Heat Philadelpha 76ers 99-86 Boston Celtics Oklahoma Thunder 149-140 Minnesota Timberwolves Utah Jazz 121-102 Denver Nuggets Los Angeles Lakers 103-96 Portland Trail Blazers NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira
San Antonio Spurs lagði Dallas Mavericks að velli 104-87 á heimavelli í nótt. Þetta var í þriðja skipti á tímabilinu sem liðið leikur án Tony Parker og loks tókst Spurs að hafa betur. Manu Ginobili var í hlutverki leikstjórnanda í fjarveru Parker. Hann setti ellefu stig auk þess að eiga sjö stoðsendingar. Óeigingirni Argentínumannsins smitaði útfrá sér og lagði grunninn að sigrinum en sex leikmenn Spurs skoruðu tíu stig eða meira. „Þetta var sigur liðsheildarinnar. Við vorum án Tony (Parker). Hann hefur farið fyrir okkur í síðustu 40 leikjum. Hann hefur verið stórkostlegur, skorað þrjátíu stig í mörgum leikjum og gefið tíu stoðsendingar en við gátum ekki leitað til hans í kvöld," sagði Ginobili. Spurs lék einnig á Tigao Splitter sem hvíldi vegna meiðsla í baki. Danny Green var stigahæstur Spurs með 18 stig en Tim Duncan kom næstur með 15 stig. Dirk Nowitzki skoraði aðeins 15 stig fyrir Mavericks auk þess að taka aðeins tvö fráköst. Óvenjulítið framlag hjá Þjóðverjanum magnaða sem var í gjörgæslu varnarmanna Spurs allan leikinn. Sérstaklega þótti nýi liðsmaður Spurs, Boris Diaw, standa sig vel gegn Nowitzki. „Hann stóð sig frábærlega gegn Dirk. Hann átti í mikilli baráttu við hann. Hann lokaði á hann í hverju einasta skoti og gerði honum lífið leift. Hann var frábær í kvöld," sagði Duncan um samherja sinn Diaw. Rick Carlisle, þjálfari Mavericks, kaus að nota Lamar Odom ekki í leiknum. „Ég var búinn að segja Lamar frá þeirri áætlun minni, bæði í gær (fimmtudag) og í dag (föstudag), að skipta öðrum leikmönnum inn á í leiknum," sagði Carlisle.Tvíframlengt í Oklahoma | 51 stig Love dugðu ekki til Kevin Durant heldur áfram að slá í gegn hjá Oklahoma Thunderbirds. Durant fór á kostum í 149-140 sigri á Minnesota Timberwolves en tvíframlengja þurfti leikinn. Durant skoraði fjörutíu stig auk þess að taka 17 fráköst í mögnuðum sigri. Hann féll þó í skuggann á Kevin Love sem var sjóðandi heitur og skoraði 51 stig. Helstu atvik úr leiknum má sjá hér.Önnur úrslit í nótt (heimalið á undan): Toronto Raptors 96-79 New York Knicks Atlanta Hawks 93-84 New Jersey Nets Detroit Pistons 73-88 Miami Heat Philadelpha 76ers 99-86 Boston Celtics Oklahoma Thunder 149-140 Minnesota Timberwolves Utah Jazz 121-102 Denver Nuggets Los Angeles Lakers 103-96 Portland Trail Blazers
NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira