San Antonio Spurs vann Texas-slaginn án Tony Parker Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2012 09:30 Ginobili í baráttu við Jason Kidd í nótt. Mynd/AP/Eric Gay San Antonio Spurs lagði Dallas Mavericks að velli 104-87 á heimavelli í nótt. Þetta var í þriðja skipti á tímabilinu sem liðið leikur án Tony Parker og loks tókst Spurs að hafa betur. Manu Ginobili var í hlutverki leikstjórnanda í fjarveru Parker. Hann setti ellefu stig auk þess að eiga sjö stoðsendingar. Óeigingirni Argentínumannsins smitaði útfrá sér og lagði grunninn að sigrinum en sex leikmenn Spurs skoruðu tíu stig eða meira. „Þetta var sigur liðsheildarinnar. Við vorum án Tony (Parker). Hann hefur farið fyrir okkur í síðustu 40 leikjum. Hann hefur verið stórkostlegur, skorað þrjátíu stig í mörgum leikjum og gefið tíu stoðsendingar en við gátum ekki leitað til hans í kvöld," sagði Ginobili. Spurs lék einnig á Tigao Splitter sem hvíldi vegna meiðsla í baki. Danny Green var stigahæstur Spurs með 18 stig en Tim Duncan kom næstur með 15 stig. Dirk Nowitzki skoraði aðeins 15 stig fyrir Mavericks auk þess að taka aðeins tvö fráköst. Óvenjulítið framlag hjá Þjóðverjanum magnaða sem var í gjörgæslu varnarmanna Spurs allan leikinn. Sérstaklega þótti nýi liðsmaður Spurs, Boris Diaw, standa sig vel gegn Nowitzki. „Hann stóð sig frábærlega gegn Dirk. Hann átti í mikilli baráttu við hann. Hann lokaði á hann í hverju einasta skoti og gerði honum lífið leift. Hann var frábær í kvöld," sagði Duncan um samherja sinn Diaw. Rick Carlisle, þjálfari Mavericks, kaus að nota Lamar Odom ekki í leiknum. „Ég var búinn að segja Lamar frá þeirri áætlun minni, bæði í gær (fimmtudag) og í dag (föstudag), að skipta öðrum leikmönnum inn á í leiknum," sagði Carlisle.Tvíframlengt í Oklahoma | 51 stig Love dugðu ekki til Kevin Durant heldur áfram að slá í gegn hjá Oklahoma Thunderbirds. Durant fór á kostum í 149-140 sigri á Minnesota Timberwolves en tvíframlengja þurfti leikinn. Durant skoraði fjörutíu stig auk þess að taka 17 fráköst í mögnuðum sigri. Hann féll þó í skuggann á Kevin Love sem var sjóðandi heitur og skoraði 51 stig. Helstu atvik úr leiknum má sjá hér.Önnur úrslit í nótt (heimalið á undan): Toronto Raptors 96-79 New York Knicks Atlanta Hawks 93-84 New Jersey Nets Detroit Pistons 73-88 Miami Heat Philadelpha 76ers 99-86 Boston Celtics Oklahoma Thunder 149-140 Minnesota Timberwolves Utah Jazz 121-102 Denver Nuggets Los Angeles Lakers 103-96 Portland Trail Blazers NBA Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
San Antonio Spurs lagði Dallas Mavericks að velli 104-87 á heimavelli í nótt. Þetta var í þriðja skipti á tímabilinu sem liðið leikur án Tony Parker og loks tókst Spurs að hafa betur. Manu Ginobili var í hlutverki leikstjórnanda í fjarveru Parker. Hann setti ellefu stig auk þess að eiga sjö stoðsendingar. Óeigingirni Argentínumannsins smitaði útfrá sér og lagði grunninn að sigrinum en sex leikmenn Spurs skoruðu tíu stig eða meira. „Þetta var sigur liðsheildarinnar. Við vorum án Tony (Parker). Hann hefur farið fyrir okkur í síðustu 40 leikjum. Hann hefur verið stórkostlegur, skorað þrjátíu stig í mörgum leikjum og gefið tíu stoðsendingar en við gátum ekki leitað til hans í kvöld," sagði Ginobili. Spurs lék einnig á Tigao Splitter sem hvíldi vegna meiðsla í baki. Danny Green var stigahæstur Spurs með 18 stig en Tim Duncan kom næstur með 15 stig. Dirk Nowitzki skoraði aðeins 15 stig fyrir Mavericks auk þess að taka aðeins tvö fráköst. Óvenjulítið framlag hjá Þjóðverjanum magnaða sem var í gjörgæslu varnarmanna Spurs allan leikinn. Sérstaklega þótti nýi liðsmaður Spurs, Boris Diaw, standa sig vel gegn Nowitzki. „Hann stóð sig frábærlega gegn Dirk. Hann átti í mikilli baráttu við hann. Hann lokaði á hann í hverju einasta skoti og gerði honum lífið leift. Hann var frábær í kvöld," sagði Duncan um samherja sinn Diaw. Rick Carlisle, þjálfari Mavericks, kaus að nota Lamar Odom ekki í leiknum. „Ég var búinn að segja Lamar frá þeirri áætlun minni, bæði í gær (fimmtudag) og í dag (föstudag), að skipta öðrum leikmönnum inn á í leiknum," sagði Carlisle.Tvíframlengt í Oklahoma | 51 stig Love dugðu ekki til Kevin Durant heldur áfram að slá í gegn hjá Oklahoma Thunderbirds. Durant fór á kostum í 149-140 sigri á Minnesota Timberwolves en tvíframlengja þurfti leikinn. Durant skoraði fjörutíu stig auk þess að taka 17 fráköst í mögnuðum sigri. Hann féll þó í skuggann á Kevin Love sem var sjóðandi heitur og skoraði 51 stig. Helstu atvik úr leiknum má sjá hér.Önnur úrslit í nótt (heimalið á undan): Toronto Raptors 96-79 New York Knicks Atlanta Hawks 93-84 New Jersey Nets Detroit Pistons 73-88 Miami Heat Philadelpha 76ers 99-86 Boston Celtics Oklahoma Thunder 149-140 Minnesota Timberwolves Utah Jazz 121-102 Denver Nuggets Los Angeles Lakers 103-96 Portland Trail Blazers
NBA Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira