NBA: Ellefti sigur San Antonio í röð | Miami vinnur áfram án Wade Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2012 11:00 Tony Parker og Gregg Popovich. Mynd/AP San Antonio Spurs gefur ekkert eftir á toppi Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn ellefta leik í röð í nótt. Boston Celtics og Miami Heat unnu bæði sína leiki og Oklahoma City Thunder tókst að enda þriggja taphrinu sína en hún hafði kostað liðið efsta sætið í Vestrinu.Tony Parker skoraði 28 stig í 114-104 sigri San Antonio Spurs á Utah Jazz en Spurs hefur þar með unnið 11 leiki í röð í annað skiptið á tímabilinu. Manu Ginobili skoraði 23 stig fyrir Spurs en hjá Utah var Al Jefferson með 19 stig og 10 fráköst. Utah er í 9. sæti og því utan úrslitakeppninnar eins og er.LeBron James var með 26 stig og Chris Bosh skoraði 22 stig þegar Miami Heat vann Detroit Pistons 98-75. Miami lék án Dwyane Wade í ellefta skiptið á tímabilinu en liðið hefur unnið tíu af þeim leikjum. Brandon Knight var stigahæstur hjá Detroit með 16 stig. Miami er tveimur sigurleikjum á eftir Chicago Bulls sem er efst í Austurdeildinni.Kevin Durant var með 23 stig þegar Oklahoma City Thunder vann Toronto Raptors 91-75 en Thunder-liðið var búið að tapa þremur leikjum í röð fyrir leikinn. Oklahoma City lagði grunninn að sigrinum með því að skora 24 stig í röð í þriðja og fjórða leikhluta. Jose Calderon skoraði mest fyrir Toronto eða 19 stig.Kevin Garnett skoraði 20 stig og Rajon Rondo gaf tíu stoðsendingar eða meira í 17. leiknum í röð þegar Boston Celtics vann Philadelphia 76ers 103-79. Rondo endaði með 15 stoðsendingar en þeir Brandon Bass og Avery Bradley voru báðir með 18 stig og Paul Pierce skoraði 17 stig. Þetta var sjöundi sigur Boston í síðustu níu leikjum. Nikola Vucevic skoraði 14 stig fyrir Sixers og Andre Iguodala var með 13 stig en Philadelphia-liðið hefur tapað 10 af síðustu 14 leikjum sínum.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Philadelphia 76Ers 103-79 New Jersey Nets - Cleveland Cavaliers 122-117 (framlenging) Miami Heat - Detroit Pistons 98-75 San Antonio Spurs - Utah Jazz 114-104 Oklahoma City Thunder - Toronto Raptors 91-75 Sacramento Kings - Houston Rockets 87-104 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Fleiri fréttir Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Sjá meira
San Antonio Spurs gefur ekkert eftir á toppi Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn ellefta leik í röð í nótt. Boston Celtics og Miami Heat unnu bæði sína leiki og Oklahoma City Thunder tókst að enda þriggja taphrinu sína en hún hafði kostað liðið efsta sætið í Vestrinu.Tony Parker skoraði 28 stig í 114-104 sigri San Antonio Spurs á Utah Jazz en Spurs hefur þar með unnið 11 leiki í röð í annað skiptið á tímabilinu. Manu Ginobili skoraði 23 stig fyrir Spurs en hjá Utah var Al Jefferson með 19 stig og 10 fráköst. Utah er í 9. sæti og því utan úrslitakeppninnar eins og er.LeBron James var með 26 stig og Chris Bosh skoraði 22 stig þegar Miami Heat vann Detroit Pistons 98-75. Miami lék án Dwyane Wade í ellefta skiptið á tímabilinu en liðið hefur unnið tíu af þeim leikjum. Brandon Knight var stigahæstur hjá Detroit með 16 stig. Miami er tveimur sigurleikjum á eftir Chicago Bulls sem er efst í Austurdeildinni.Kevin Durant var með 23 stig þegar Oklahoma City Thunder vann Toronto Raptors 91-75 en Thunder-liðið var búið að tapa þremur leikjum í röð fyrir leikinn. Oklahoma City lagði grunninn að sigrinum með því að skora 24 stig í röð í þriðja og fjórða leikhluta. Jose Calderon skoraði mest fyrir Toronto eða 19 stig.Kevin Garnett skoraði 20 stig og Rajon Rondo gaf tíu stoðsendingar eða meira í 17. leiknum í röð þegar Boston Celtics vann Philadelphia 76ers 103-79. Rondo endaði með 15 stoðsendingar en þeir Brandon Bass og Avery Bradley voru báðir með 18 stig og Paul Pierce skoraði 17 stig. Þetta var sjöundi sigur Boston í síðustu níu leikjum. Nikola Vucevic skoraði 14 stig fyrir Sixers og Andre Iguodala var með 13 stig en Philadelphia-liðið hefur tapað 10 af síðustu 14 leikjum sínum.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Boston Celtics - Philadelphia 76Ers 103-79 New Jersey Nets - Cleveland Cavaliers 122-117 (framlenging) Miami Heat - Detroit Pistons 98-75 San Antonio Spurs - Utah Jazz 114-104 Oklahoma City Thunder - Toronto Raptors 91-75 Sacramento Kings - Houston Rockets 87-104 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Fleiri fréttir Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins