Syngur lag eftir Jóa Helga á næstu plötu Birgir Örn Steinarsson skrifar 2. apríl 2012 11:23 Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant sem er staddur hérlendis að vinna aðra breiðskífu sína ætlar að gefa út útgáfu sína af laginu Ástarsorg eftir Jóhann Helgason á væntanlegri annarri breiðskífu sinni. Ekki nóg með það, heldur ætlar hann að syngja íslenskan texta lagsins. Frá þessu greindi hann í útvarpsþættinum Vasadiskó á X-inu í gær. John greindi einnig frá því að hann ætli sér að flytja lagið með Helga Björnssyni á tónleikum þann 17. júní en þeir félgarar eru góðum kunnir eftir að hafa flutt lag saman í Hljómskálanum. Í viðtalinu greindi hann einnig frá því að hann hefði kynnt sér töluvert af íslenskri tónlist frá því að hann kom hingað í janúar. Hann segist hrifinn af Hjálmum, Sing Fan, diskódúettnum Þú og ég og Hauk Morthens. John Grant vinnur nú hörðum höndum með tónlistarmanninum Birgi Þórarinssyni, sem flestir þekkja sem Bigga Veiru úr GusGus. Hann greindi frá því í viðtalinu að það sé töluverð þróun á hljóm hans á nýju plötunni, enda hefur hann hingað til ekki stuðst mikið við raftónlist, en segir þó að hann sé ekki tapa sínum séreinkennum. Frumraun John Grant, platan Queen of Denmark, hefur hlotið lof víða um heim en hún var m.a. valin plata ársins hjá tónlistartímaritinu Mojo árið 2010. Textar plötunnar þykja líka magnaðir en þar gerir John upp alkahólisma sinn og það ferli sem hann gekk í gegnum við að koma út úr skápnum. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant sem er staddur hérlendis að vinna aðra breiðskífu sína ætlar að gefa út útgáfu sína af laginu Ástarsorg eftir Jóhann Helgason á væntanlegri annarri breiðskífu sinni. Ekki nóg með það, heldur ætlar hann að syngja íslenskan texta lagsins. Frá þessu greindi hann í útvarpsþættinum Vasadiskó á X-inu í gær. John greindi einnig frá því að hann ætli sér að flytja lagið með Helga Björnssyni á tónleikum þann 17. júní en þeir félgarar eru góðum kunnir eftir að hafa flutt lag saman í Hljómskálanum. Í viðtalinu greindi hann einnig frá því að hann hefði kynnt sér töluvert af íslenskri tónlist frá því að hann kom hingað í janúar. Hann segist hrifinn af Hjálmum, Sing Fan, diskódúettnum Þú og ég og Hauk Morthens. John Grant vinnur nú hörðum höndum með tónlistarmanninum Birgi Þórarinssyni, sem flestir þekkja sem Bigga Veiru úr GusGus. Hann greindi frá því í viðtalinu að það sé töluverð þróun á hljóm hans á nýju plötunni, enda hefur hann hingað til ekki stuðst mikið við raftónlist, en segir þó að hann sé ekki tapa sínum séreinkennum. Frumraun John Grant, platan Queen of Denmark, hefur hlotið lof víða um heim en hún var m.a. valin plata ársins hjá tónlistartímaritinu Mojo árið 2010. Textar plötunnar þykja líka magnaðir en þar gerir John upp alkahólisma sinn og það ferli sem hann gekk í gegnum við að koma út úr skápnum. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“