Button telur Mercedes nýja ógn við McLaren Birgir Þór Harðarson skrifar 17. apríl 2012 21:00 Rosberg fékk að smakka á kampavíni McLaren manna á sunnudaginn. Button heldur því fram að það verði ekki í síðasta sinn. nordicphotos/afp Jenson Button, ökuþór McLaren, segist nú sannfærður um að Mercedes-liðið og Rosberg verði ógn í titilbaráttu McLaren. Nico Rosberg sótti sinn fyrsta sigur í Kína um helgina. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Mercedes-bílaframleiðandans í Formúlu 1 síðan 1955. "Ég er viss um að þetta verður ekki fyrsti og síðasti sigur Nico," sagði Button. "Það lítur út fyrir að þeir séu gríðarlega fljótir í ár. Mér sýnist við eiga harða baráttu fyrir höndum." Mercedes-liðið er nú að hefja þriðja ár sitt í Formúlu 1 eftir að þýski bílaframleiðandinn keypti Brawn-liðið árið 2009, sama ár og Brawn varð heimsmeistari með Jenson Button. Ferill Rosberg hefur hingað til svipað mjög til ferlis Buttons. Button vann sinn fyrsta mótssigur eftir 113 tilraunir og nú hefur Rosberg sigrað sinn fyrsta sigur í 111 tilraunum. Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jenson Button, ökuþór McLaren, segist nú sannfærður um að Mercedes-liðið og Rosberg verði ógn í titilbaráttu McLaren. Nico Rosberg sótti sinn fyrsta sigur í Kína um helgina. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Mercedes-bílaframleiðandans í Formúlu 1 síðan 1955. "Ég er viss um að þetta verður ekki fyrsti og síðasti sigur Nico," sagði Button. "Það lítur út fyrir að þeir séu gríðarlega fljótir í ár. Mér sýnist við eiga harða baráttu fyrir höndum." Mercedes-liðið er nú að hefja þriðja ár sitt í Formúlu 1 eftir að þýski bílaframleiðandinn keypti Brawn-liðið árið 2009, sama ár og Brawn varð heimsmeistari með Jenson Button. Ferill Rosberg hefur hingað til svipað mjög til ferlis Buttons. Button vann sinn fyrsta mótssigur eftir 113 tilraunir og nú hefur Rosberg sigrað sinn fyrsta sigur í 111 tilraunum.
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira