Rosberg langfljótastur í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn Birgir Þór Harðarson skrifar 14. apríl 2012 07:23 Nico Rosberg náði sínum fyrsta ráspól á ferlinum með því að rústa hreinlega keppnautum sínum. Nordic Photos / Getty Images Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes bíl var hálfri sekúntu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn í morgun. Enginn átti séns í Rosberg. Tímatakan hafði verið ótrúlega jöfn framan af og aðeins skildu 0,3 sekúntur fyrstu 17 menn að í annari lotu tímatökunnar. Í síðustu lotunni var Rosberg einna fyrstur út á brautina og setti strax tíma sem enginn virtist eiga séns í. Hringur hans var, eðli málsins samkvæmt, fullkominn. Lewis Hamilton átti annan besta tíma í tímatökunni en skipti um gírkassa í vikunni og fær fímm sæta refsingu á ráslínunni. Það verður því liðsfélagi Rosbergs, Michael Schumacher, sem ræsir annar þrátt fyrir að hafa náð þriðja besta tíma. Sauberbíll Kamui Kobayashi verður þriðji á ráslínunni og þar á eftir Lotusbíll Kimi Raikkönen. Jenson Button, liðsfélagi Hamiltons ræsir fimmti, á undan Mark Webber á Red Bull. Lewis ræsir sjöundi. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði ekki upp úr annari lotu tímatökunnar, var þó aðeins sekúntubrotum frá því. Það er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Vettel kemst ekki alla leið í útsláttarkeppninni. "Köldu aðstæðurnar hérna eru góðar fyrir okkur, á meðan hitastigið var að lækka fóru afturdekkin að virka betur," sagði Rosberg á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Schumacher talaði þar um að tími Rosbergs hafi verið "ótrúlegur". Mercedes liðið ræsir í fyrsta sinn í mjög langan tíma fremst í Formúlu 1 kappakstri. Þetta er fyrsti ráspóllinn sem liðið nær eftir að þýski bílaframleiðandinn keypti Bawn liðið, sem urðu heimsmeistarar árið 2009. Útsending frá kappakstrinum hefst í fyrramálið klukkan 6:40 á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes bíl var hálfri sekúntu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn í morgun. Enginn átti séns í Rosberg. Tímatakan hafði verið ótrúlega jöfn framan af og aðeins skildu 0,3 sekúntur fyrstu 17 menn að í annari lotu tímatökunnar. Í síðustu lotunni var Rosberg einna fyrstur út á brautina og setti strax tíma sem enginn virtist eiga séns í. Hringur hans var, eðli málsins samkvæmt, fullkominn. Lewis Hamilton átti annan besta tíma í tímatökunni en skipti um gírkassa í vikunni og fær fímm sæta refsingu á ráslínunni. Það verður því liðsfélagi Rosbergs, Michael Schumacher, sem ræsir annar þrátt fyrir að hafa náð þriðja besta tíma. Sauberbíll Kamui Kobayashi verður þriðji á ráslínunni og þar á eftir Lotusbíll Kimi Raikkönen. Jenson Button, liðsfélagi Hamiltons ræsir fimmti, á undan Mark Webber á Red Bull. Lewis ræsir sjöundi. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði ekki upp úr annari lotu tímatökunnar, var þó aðeins sekúntubrotum frá því. Það er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Vettel kemst ekki alla leið í útsláttarkeppninni. "Köldu aðstæðurnar hérna eru góðar fyrir okkur, á meðan hitastigið var að lækka fóru afturdekkin að virka betur," sagði Rosberg á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Schumacher talaði þar um að tími Rosbergs hafi verið "ótrúlegur". Mercedes liðið ræsir í fyrsta sinn í mjög langan tíma fremst í Formúlu 1 kappakstri. Þetta er fyrsti ráspóllinn sem liðið nær eftir að þýski bílaframleiðandinn keypti Bawn liðið, sem urðu heimsmeistarar árið 2009. Útsending frá kappakstrinum hefst í fyrramálið klukkan 6:40 á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira