Golf

Oosthuizen búinn að jafna sig eftir Masters

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ekki ber á öðru en að Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hafi látið dramatíkina á lokadegi Mastsers-mótsins um helgina hafa of mikil áhrif á sig.

Hann hóf leik á Opna Malasíu-mótinu í nótt og spilaði fyrsta hringinn á 66 höggum. Mótið er hluti af bæði Evrópu- og Asíumótaröðinni.

Oosthuizen tapaði í bráðabana fyrir Bubba Watson á Masters-mótinu um helgina en er nú í þriðja sæti á mótinu í Malasíu, tveimur höggum á eftir landa sínum, Charl Schwartzel, sem bar reyndar sigur úr býtum á Masters-mótinu í fyrra.

Oosthuizen vakti þó helst athygli fyrir albatross sem hann náði á sunnudaginn og það vakti lukku áhorfenda þegar hann náði erni á tólftu holu vallarins í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×