Steinar Óli gaf Giggs og Rooney fimmu 11. apríl 2012 15:30 Það var sjö ára gutti úr Varmahlíð í Skagafirði, Steinar Óli Sigfússon, sem datt í lukkupottinn í fyrra Íslenskum strák eða stelpu á aldrinum 7-9 ára gefst nú tækifæri á að komst í hóp evrópskra barna sem leiða munu leikmenn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu, UEFA Champions League, inn á leikvanginn í München í Þýskalandi þann 19. maí næstkomandi. Það var sjö ára gutti úr Varmahlíð í Skagafirði, Steinar Óli Sigfússon, sem datt í lukkupottinn hjá Kreditkorti í fyrra en þá mættust Barcelona og Manchester United á Wembley að viðstöddum 90.000 áhorfendum. Kreditkort efnir á ný til leiks, þar sem viðskipavinir félagsins með MasterCard geta skráð börn til þátttöku á heimasíðu fyrirtækisins. Heppið barn verður síðan valið úr hópnum til að fara á úrslitaviðureign Meistaradeildarinnar í knattspyrnu ásamt foreldri eða forráðamanni. Spennan fyrir úrslitaleikinn er mikil því líklegt er talið að þar muni mætast spænsku risarnir Barcelona og Real Madrid. „Það var ótrúleg heppni að vera valinn til að fá að fara út og ferðin var algjört ævintýri. Skemmtilegast var að fá að leiða leikmann út á völlinn og fá að gefa Giggs, Rooney, Valencia og hinum United-leikmönnunum fimmu," segir Steinar Óli og hvetur alla 7-9 ára krakka sem hafa áhuga á fótbolta til þess að láta skrá sig í leikinn. Börn á aldrinum 7-9 ára eru gjaldgeng í þennan skemmtilega leik og þurfa jafnframt að vera 110-130 cm á hæð. Til mikils er að vinna því allt er innifalið fyrir vinningshafann; flug og gisting, miðar á leikinn fyrir barn og fylgdarmann og dagpeningar. Þeir sem skrá sig þurfa að nota MasterCard kortið sitt a.m.k. 10 sinnum á gilditíma leiksins, frá 1. apríl til 30. apríl 2012. Vinningshafinn verður dreginn út 1. maí en auk eigin barna er einnig heimilt að skrá til leiks frænda, frænku eða vini að fengnu samþykki forráðamanna. Þetta er í fjórða sinn sem Kreditkort og MasterCard – sem er einn aðalstyrktaraðila UEFA Champions League – bjóða íslensku barni og forráðamanni leik í deildinni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira
Íslenskum strák eða stelpu á aldrinum 7-9 ára gefst nú tækifæri á að komst í hóp evrópskra barna sem leiða munu leikmenn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattspyrnu, UEFA Champions League, inn á leikvanginn í München í Þýskalandi þann 19. maí næstkomandi. Það var sjö ára gutti úr Varmahlíð í Skagafirði, Steinar Óli Sigfússon, sem datt í lukkupottinn hjá Kreditkorti í fyrra en þá mættust Barcelona og Manchester United á Wembley að viðstöddum 90.000 áhorfendum. Kreditkort efnir á ný til leiks, þar sem viðskipavinir félagsins með MasterCard geta skráð börn til þátttöku á heimasíðu fyrirtækisins. Heppið barn verður síðan valið úr hópnum til að fara á úrslitaviðureign Meistaradeildarinnar í knattspyrnu ásamt foreldri eða forráðamanni. Spennan fyrir úrslitaleikinn er mikil því líklegt er talið að þar muni mætast spænsku risarnir Barcelona og Real Madrid. „Það var ótrúleg heppni að vera valinn til að fá að fara út og ferðin var algjört ævintýri. Skemmtilegast var að fá að leiða leikmann út á völlinn og fá að gefa Giggs, Rooney, Valencia og hinum United-leikmönnunum fimmu," segir Steinar Óli og hvetur alla 7-9 ára krakka sem hafa áhuga á fótbolta til þess að láta skrá sig í leikinn. Börn á aldrinum 7-9 ára eru gjaldgeng í þennan skemmtilega leik og þurfa jafnframt að vera 110-130 cm á hæð. Til mikils er að vinna því allt er innifalið fyrir vinningshafann; flug og gisting, miðar á leikinn fyrir barn og fylgdarmann og dagpeningar. Þeir sem skrá sig þurfa að nota MasterCard kortið sitt a.m.k. 10 sinnum á gilditíma leiksins, frá 1. apríl til 30. apríl 2012. Vinningshafinn verður dreginn út 1. maí en auk eigin barna er einnig heimilt að skrá til leiks frænda, frænku eða vini að fengnu samþykki forráðamanna. Þetta er í fjórða sinn sem Kreditkort og MasterCard – sem er einn aðalstyrktaraðila UEFA Champions League – bjóða íslensku barni og forráðamanni leik í deildinni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira