Red Bull-liðið sigraði tólf af nítján mótum í fyrra og urðu heimsmeistarar með miklum mun. Liðið var einnig átján sinnum á ráspól árið 2011. Það tók Vettel hins vegar fjórar tilraunir til að sigra í Formúlu 1 árið 2012.
"Baráttan er mun jafnari í ár," segir Vettel, "og við erum ekki eins sjálfsörugg og við vorum áður. Smáatriði hafa gríðarleg áhrif í tímatökum og hafa enn meiri áhrif í keppninni."

Það var þannig árið 1983 að sigurbílarnir fjórir voru einnig knúnir mismunandi vélum. Í ár hefur Mercedes hins vegar unnið tvö mót og Ferrari og Renault hvorn sigurinn hvert. Árið 1983 unnu raunar fimm mismunandi bílasmiðir og ökumenn fyrstu fimm mót ársins. Það er því mögulegt að jafna met í spænska kappakstrinum eftir tvær vikur og fella það endanlega í Mónakó í lok maí.