Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 25-28 | FH í úrslitin Birgir H. Stefánsson á Akureyri skrifar 25. apríl 2012 13:41 FH fær tækifæri til að verja Íslandsmeistaratitil sinn í handbolta eftir að hafa rutt Akureyringum úr vegi í undanúrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni N1-deildar karla. FH vann fjórða leik liðanna í kvöld og þar með rimmuna, 3-1. FH-ingar voru skrefi framar nánast allan leikinn en Akureyringar voru þó aldrei langt undan. Munurinn í hálfleik var tvö mörk, 14-12. Liði Akureyrar dugði ekkert annað en sigur í þessum leik og gaf Sveinbjörn Pétursson, markvörður liðsins, tóninn þegar hann varði víti Hjalta Þór Pálmasonar í upphafi leiksins. Í upphafi var jafnræði með liðunum og þau skiptust á að leiða með einu marki. Það var svo á 19. mínútu sem það lifnaði heldur betur yfir leiknum. Akureyringar misstu tvo leikmenn af velli með stuttu millibili og FH-ingar gengu á lagið og náðu mest fimm marka forustu. Undir lok hálfleiksins svöruðu Akureyringar aftur fyrir sig og náðu að minnka forskotið niður í tvö mörk, 12-14. Nokkuð illa gekk hjá leikmönnum beggja liða að koma boltanum í netið í upphafi síðari hálfleiks. Markverðir beggja liða vörðu vel ásamt því að sóknarleikur liðanna gekk ekki að óskum. FH-ingum tókst þó að halda Akureyringum 2-3 mörkum frá sér þangað til um tíu mínútur voru eftir en þá náðu Akureyringar að minnka muninn í eitt mark. Nær komust Akureyringar þó ekki og á endanum landaði FH verðskulduðum þriggja marka sigri.Ólafur: óþarfi að gefa HK auka frí „Það er algjör óþarfi að gefa HK lengra frí til að jafna sig þannig að við lögðum upp með það að klára þetta í kvöld. Það var frábært að það hafðist," sagði Ólafur sem var markaæhstur leikmanna FH ásamt Ragnari Jóhannssyni. „Annars var hrikalega lítill munur á liðunum í kvöld. Við náðum smá forskoti en þeir náðu svo að minnka muninn í eitt mark. Eftir það var leikurinn í járnum en við græddum á því að eiga óþreytta menn á bekknum fyrir lokasprettinn. Ég fékk hvíld í síðasta leik þannig að ég var fullur af orku í dag og ætlaði mér að klára þetta í þessum leik."Kristján: Ekki gaman nema að þetta sé erfitt „Við vorum með aðeins meiri breidd og náðum að rúlla á fleiri leikmönnum. 6-0 vörnin okkar var mjög sterk og þeir áttu í erfiðleikum með hana. Raggi átti frábæran leik og Óli kom mjög sterkur inn í seinni hálfleikinn. Aðrir leikmenn líka að gera góða hluti," sagði Kristján. „Við héldum þeim niðri í hraðaupphlaupum þangað til að þeir fóru að taka áhættu og keyra á okkur. Með því náðu þeir að komast aftur inn í leikinn en við héldum okkar línu, fórum ekki á taugum og náðum að koma þessu í hús." „Þetta er 17. leikurinn sem við spilum gegn Akureyri núna á tveimur árum í opinberum leikum á vegum HSÍ - vídeófundirnir voru orðnir ansi þreyttir. Það er gott að fá aðeins að hvíla okkur fyrir átökin á móti HK sem sýndi virkilega mikinn styrkleika á móti Haukum. Það verður erfitt en annars væri ekkert gaman að þessu."Atli: Við hefðum viljað fara lengra „Þetta féll svolítið með þeim í dag og vorum við frekar óheppnir," sagði Atli Hilmarsson, sem stýrði Akureyri í síðasta sinn í kvöld. „Það verður ekkert tekið af FH-ingum - þeir spiluðu vel. Þegar við lentum tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik misstum við dampinn. Það var ætlunin að jafna leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks en við fórum svolítið illa að ráði okkar." „Við hefðum þurft að ná að jafna leikinn en komumst aldrei nær en einu marki. FH-ingarnir spiluðu bara vel og eru verðugir sigurvegarar þessa einvígis." „Við vorum búnir að hafa mikið fyrir því að komast í þessa úrslitakeppni og lentum í miklum hremmingum á leiðinni. Mér fannst samt mjög flott að ná þriðja sætinu í deildinni og við hefðum viljað fara lengra í úrslitakeppninni. Ég vil meina að við séum með lið til þess en heimaleikjarétturinn reyndist ef til vill dýrmætur fyrir FH-inga þegar uppi var staðið." Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
FH fær tækifæri til að verja Íslandsmeistaratitil sinn í handbolta eftir að hafa rutt Akureyringum úr vegi í undanúrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni N1-deildar karla. FH vann fjórða leik liðanna í kvöld og þar með rimmuna, 3-1. FH-ingar voru skrefi framar nánast allan leikinn en Akureyringar voru þó aldrei langt undan. Munurinn í hálfleik var tvö mörk, 14-12. Liði Akureyrar dugði ekkert annað en sigur í þessum leik og gaf Sveinbjörn Pétursson, markvörður liðsins, tóninn þegar hann varði víti Hjalta Þór Pálmasonar í upphafi leiksins. Í upphafi var jafnræði með liðunum og þau skiptust á að leiða með einu marki. Það var svo á 19. mínútu sem það lifnaði heldur betur yfir leiknum. Akureyringar misstu tvo leikmenn af velli með stuttu millibili og FH-ingar gengu á lagið og náðu mest fimm marka forustu. Undir lok hálfleiksins svöruðu Akureyringar aftur fyrir sig og náðu að minnka forskotið niður í tvö mörk, 12-14. Nokkuð illa gekk hjá leikmönnum beggja liða að koma boltanum í netið í upphafi síðari hálfleiks. Markverðir beggja liða vörðu vel ásamt því að sóknarleikur liðanna gekk ekki að óskum. FH-ingum tókst þó að halda Akureyringum 2-3 mörkum frá sér þangað til um tíu mínútur voru eftir en þá náðu Akureyringar að minnka muninn í eitt mark. Nær komust Akureyringar þó ekki og á endanum landaði FH verðskulduðum þriggja marka sigri.Ólafur: óþarfi að gefa HK auka frí „Það er algjör óþarfi að gefa HK lengra frí til að jafna sig þannig að við lögðum upp með það að klára þetta í kvöld. Það var frábært að það hafðist," sagði Ólafur sem var markaæhstur leikmanna FH ásamt Ragnari Jóhannssyni. „Annars var hrikalega lítill munur á liðunum í kvöld. Við náðum smá forskoti en þeir náðu svo að minnka muninn í eitt mark. Eftir það var leikurinn í járnum en við græddum á því að eiga óþreytta menn á bekknum fyrir lokasprettinn. Ég fékk hvíld í síðasta leik þannig að ég var fullur af orku í dag og ætlaði mér að klára þetta í þessum leik."Kristján: Ekki gaman nema að þetta sé erfitt „Við vorum með aðeins meiri breidd og náðum að rúlla á fleiri leikmönnum. 6-0 vörnin okkar var mjög sterk og þeir áttu í erfiðleikum með hana. Raggi átti frábæran leik og Óli kom mjög sterkur inn í seinni hálfleikinn. Aðrir leikmenn líka að gera góða hluti," sagði Kristján. „Við héldum þeim niðri í hraðaupphlaupum þangað til að þeir fóru að taka áhættu og keyra á okkur. Með því náðu þeir að komast aftur inn í leikinn en við héldum okkar línu, fórum ekki á taugum og náðum að koma þessu í hús." „Þetta er 17. leikurinn sem við spilum gegn Akureyri núna á tveimur árum í opinberum leikum á vegum HSÍ - vídeófundirnir voru orðnir ansi þreyttir. Það er gott að fá aðeins að hvíla okkur fyrir átökin á móti HK sem sýndi virkilega mikinn styrkleika á móti Haukum. Það verður erfitt en annars væri ekkert gaman að þessu."Atli: Við hefðum viljað fara lengra „Þetta féll svolítið með þeim í dag og vorum við frekar óheppnir," sagði Atli Hilmarsson, sem stýrði Akureyri í síðasta sinn í kvöld. „Það verður ekkert tekið af FH-ingum - þeir spiluðu vel. Þegar við lentum tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik misstum við dampinn. Það var ætlunin að jafna leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks en við fórum svolítið illa að ráði okkar." „Við hefðum þurft að ná að jafna leikinn en komumst aldrei nær en einu marki. FH-ingarnir spiluðu bara vel og eru verðugir sigurvegarar þessa einvígis." „Við vorum búnir að hafa mikið fyrir því að komast í þessa úrslitakeppni og lentum í miklum hremmingum á leiðinni. Mér fannst samt mjög flott að ná þriðja sætinu í deildinni og við hefðum viljað fara lengra í úrslitakeppninni. Ég vil meina að við séum með lið til þess en heimaleikjarétturinn reyndist ef til vill dýrmætur fyrir FH-inga þegar uppi var staðið."
Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira