Hamilton fær 3 milljarða á ári og vill nýjan samning við McLaren Birgir Þór Harðarson skrifar 21. apríl 2012 06:00 Hamilton líður vel hjá McLaren og vill halda áfram að aka fyrir liðið. nordicphotos/afp Lewis Hamilton er tilbúinn að eyða næstu Formúlu 1-árum sínum hjá McLaren og vill fá nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út í ár en þá hefur hann gilt í fimm ár og skilað honum rúmum þremur milljörðum króna á ári. Hamilton hefur ekið fyrir McLaren síðan árið 2007 þegar hann ók fyrst í Formúlu 1. Hann varð heimsmeistari með liðinu ári síðar og verið í titilbaráttu allar götur síðan. Hamilton er jafnframt talinn einn hæfileikaríkasti ökuþór formúlunnar. "Það þarf enginn að sannfæra mig um að vera hér áfram," sagði Hamilton. "Liðið er að gera frábæra hluti og ég gæti ekki verið ánægðari. Mér líður eins og ég geti ekki yfirgefið þetta." Bretinn hæfileikaríki hefur þó verið á mála hjá McLaren í lengri tíma, eða alveg síðan hann var 13 ára gamall. Þá tók Ron Dennis, fyrrum liðstjóri McLaren, Hamilton keppa í neðri deildum mótorsports og ákvað að styðja við bakið á honum. Ekki er ár liðið síðan það sást til Hamilton og Christian Horner, liðstjóra Red Bull, ræða saman í einrúmi fyrir kanadíska kappaksturinn. Var það talið merki um að Lewis væri þá þegar farinn að huga að framtíð sinni í Formúlu 1 og að hann vildi hugsanlega færa sig um set. Formúla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton er tilbúinn að eyða næstu Formúlu 1-árum sínum hjá McLaren og vill fá nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út í ár en þá hefur hann gilt í fimm ár og skilað honum rúmum þremur milljörðum króna á ári. Hamilton hefur ekið fyrir McLaren síðan árið 2007 þegar hann ók fyrst í Formúlu 1. Hann varð heimsmeistari með liðinu ári síðar og verið í titilbaráttu allar götur síðan. Hamilton er jafnframt talinn einn hæfileikaríkasti ökuþór formúlunnar. "Það þarf enginn að sannfæra mig um að vera hér áfram," sagði Hamilton. "Liðið er að gera frábæra hluti og ég gæti ekki verið ánægðari. Mér líður eins og ég geti ekki yfirgefið þetta." Bretinn hæfileikaríki hefur þó verið á mála hjá McLaren í lengri tíma, eða alveg síðan hann var 13 ára gamall. Þá tók Ron Dennis, fyrrum liðstjóri McLaren, Hamilton keppa í neðri deildum mótorsports og ákvað að styðja við bakið á honum. Ekki er ár liðið síðan það sást til Hamilton og Christian Horner, liðstjóra Red Bull, ræða saman í einrúmi fyrir kanadíska kappaksturinn. Var það talið merki um að Lewis væri þá þegar farinn að huga að framtíð sinni í Formúlu 1 og að hann vildi hugsanlega færa sig um set.
Formúla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira