Hamilton fær 3 milljarða á ári og vill nýjan samning við McLaren Birgir Þór Harðarson skrifar 21. apríl 2012 06:00 Hamilton líður vel hjá McLaren og vill halda áfram að aka fyrir liðið. nordicphotos/afp Lewis Hamilton er tilbúinn að eyða næstu Formúlu 1-árum sínum hjá McLaren og vill fá nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út í ár en þá hefur hann gilt í fimm ár og skilað honum rúmum þremur milljörðum króna á ári. Hamilton hefur ekið fyrir McLaren síðan árið 2007 þegar hann ók fyrst í Formúlu 1. Hann varð heimsmeistari með liðinu ári síðar og verið í titilbaráttu allar götur síðan. Hamilton er jafnframt talinn einn hæfileikaríkasti ökuþór formúlunnar. "Það þarf enginn að sannfæra mig um að vera hér áfram," sagði Hamilton. "Liðið er að gera frábæra hluti og ég gæti ekki verið ánægðari. Mér líður eins og ég geti ekki yfirgefið þetta." Bretinn hæfileikaríki hefur þó verið á mála hjá McLaren í lengri tíma, eða alveg síðan hann var 13 ára gamall. Þá tók Ron Dennis, fyrrum liðstjóri McLaren, Hamilton keppa í neðri deildum mótorsports og ákvað að styðja við bakið á honum. Ekki er ár liðið síðan það sást til Hamilton og Christian Horner, liðstjóra Red Bull, ræða saman í einrúmi fyrir kanadíska kappaksturinn. Var það talið merki um að Lewis væri þá þegar farinn að huga að framtíð sinni í Formúlu 1 og að hann vildi hugsanlega færa sig um set. Formúla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton er tilbúinn að eyða næstu Formúlu 1-árum sínum hjá McLaren og vill fá nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út í ár en þá hefur hann gilt í fimm ár og skilað honum rúmum þremur milljörðum króna á ári. Hamilton hefur ekið fyrir McLaren síðan árið 2007 þegar hann ók fyrst í Formúlu 1. Hann varð heimsmeistari með liðinu ári síðar og verið í titilbaráttu allar götur síðan. Hamilton er jafnframt talinn einn hæfileikaríkasti ökuþór formúlunnar. "Það þarf enginn að sannfæra mig um að vera hér áfram," sagði Hamilton. "Liðið er að gera frábæra hluti og ég gæti ekki verið ánægðari. Mér líður eins og ég geti ekki yfirgefið þetta." Bretinn hæfileikaríki hefur þó verið á mála hjá McLaren í lengri tíma, eða alveg síðan hann var 13 ára gamall. Þá tók Ron Dennis, fyrrum liðstjóri McLaren, Hamilton keppa í neðri deildum mótorsports og ákvað að styðja við bakið á honum. Ekki er ár liðið síðan það sást til Hamilton og Christian Horner, liðstjóra Red Bull, ræða saman í einrúmi fyrir kanadíska kappaksturinn. Var það talið merki um að Lewis væri þá þegar farinn að huga að framtíð sinni í Formúlu 1 og að hann vildi hugsanlega færa sig um set.
Formúla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira