NBA í nótt: Oklahoma City sópaði meisturunum úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2012 10:00 Kevin Durant fagnar með þjálfaranum Scott Brooks. Mynd/AP Oklahoma City varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sigur í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er liðið sópaði Dallas Mavericks úr leik. Oklahoma City vann leik liðanna í nótt, 103-97, og þar með rimmuna 4-0. James Harden var öflugur í leiknum en hann skoraði 29 stig, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Dallas var þó þrettán stigum yfir í upphafi fjórða leikhluta en þá skoraði Harden sjö stig í röð og hans menn komust á 12-0 sprett. Oklahoma City náði svo forystunni þegar um fimm mínútur voru eftir og hélt henni allt til loka. Kevin Durant var með 24 stig og ellefu fráköst fyrir Oklahoma City en Dirk Nowitzky skoraði 34 stig fyrir Dallas í leiknum. Sex ár eru liðin síðan að meisturum var síðast sópað úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en það gerðist hjá Miami árið 2006.LA Clippers vann dramatískan sigur á Memphis, 87-86, og er þar með komið í 2-1 forystu í þessari spennandi rimmu. Rudy Gay fékk gott tækifæri til að tryggja Memphis sigur um leið og leiktíminn rann út en skot hans geigaði. Hann var stigahæstur í liði Memphis með 24 stig. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Gay setti niður þrist þegar 12,9 sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í þrjú stig. Clippers fór á vítalínuna og nýtti annað skotið sitt þar. Þá var staðan orðin 87-83. Memphis brunaði í sókn og aftur setti Gay niður þriggja stiga körfu, nú þegar 8,9 sekúndur voru eftir. Þar með var staðan orðin 87-86. Brotið var á Eric Bledsoe sem klúðraði báðum sínum vítum. Memphis náði frákastinu og Gay náði að koma sér í gott skotfæri. En í þetta sinn missti hann marks og sigur Clippers því staðreynd. Chris Paul skoraði 24 stig og var með ellefu stoðsendingar fyrir Clippers. Blake Griffin var með sautján stig.San Antonio vann Utah, 102-90, og er þar með komið í 3-0 forystu í rimmu liðanna. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio, þar af sextán í fjórða leikhluta. Al Jefferson og Devin Harris skoruðu 21 stig hvor fyrir Utah en engu liði í sögu NBA-deildarinnar hefur unnið rimmu í úrslitakeppninni eftir að hafa lent 3-0 undir. NBA Tengdar fréttir Indiana komið í 3-1 forystu gegn Orlando Fyrsta leik kvöldsins er lokið í NBA-deildinni í körfubolta en Indiana vann þá nauman sigur á Orlando, 101-99, í framlengdum leik. 5. maí 2012 22:16 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Fleiri fréttir Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Sjá meira
Oklahoma City varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sigur í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er liðið sópaði Dallas Mavericks úr leik. Oklahoma City vann leik liðanna í nótt, 103-97, og þar með rimmuna 4-0. James Harden var öflugur í leiknum en hann skoraði 29 stig, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Dallas var þó þrettán stigum yfir í upphafi fjórða leikhluta en þá skoraði Harden sjö stig í röð og hans menn komust á 12-0 sprett. Oklahoma City náði svo forystunni þegar um fimm mínútur voru eftir og hélt henni allt til loka. Kevin Durant var með 24 stig og ellefu fráköst fyrir Oklahoma City en Dirk Nowitzky skoraði 34 stig fyrir Dallas í leiknum. Sex ár eru liðin síðan að meisturum var síðast sópað úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en það gerðist hjá Miami árið 2006.LA Clippers vann dramatískan sigur á Memphis, 87-86, og er þar með komið í 2-1 forystu í þessari spennandi rimmu. Rudy Gay fékk gott tækifæri til að tryggja Memphis sigur um leið og leiktíminn rann út en skot hans geigaði. Hann var stigahæstur í liði Memphis með 24 stig. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Gay setti niður þrist þegar 12,9 sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í þrjú stig. Clippers fór á vítalínuna og nýtti annað skotið sitt þar. Þá var staðan orðin 87-83. Memphis brunaði í sókn og aftur setti Gay niður þriggja stiga körfu, nú þegar 8,9 sekúndur voru eftir. Þar með var staðan orðin 87-86. Brotið var á Eric Bledsoe sem klúðraði báðum sínum vítum. Memphis náði frákastinu og Gay náði að koma sér í gott skotfæri. En í þetta sinn missti hann marks og sigur Clippers því staðreynd. Chris Paul skoraði 24 stig og var með ellefu stoðsendingar fyrir Clippers. Blake Griffin var með sautján stig.San Antonio vann Utah, 102-90, og er þar með komið í 3-0 forystu í rimmu liðanna. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio, þar af sextán í fjórða leikhluta. Al Jefferson og Devin Harris skoruðu 21 stig hvor fyrir Utah en engu liði í sögu NBA-deildarinnar hefur unnið rimmu í úrslitakeppninni eftir að hafa lent 3-0 undir.
NBA Tengdar fréttir Indiana komið í 3-1 forystu gegn Orlando Fyrsta leik kvöldsins er lokið í NBA-deildinni í körfubolta en Indiana vann þá nauman sigur á Orlando, 101-99, í framlengdum leik. 5. maí 2012 22:16 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Fleiri fréttir Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Sjá meira
Indiana komið í 3-1 forystu gegn Orlando Fyrsta leik kvöldsins er lokið í NBA-deildinni í körfubolta en Indiana vann þá nauman sigur á Orlando, 101-99, í framlengdum leik. 5. maí 2012 22:16
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins