Webber orðaður við sæti Massa hjá Ferrari Birgir Þór Harðarson skrifar 6. maí 2012 06:00 Það er erfitt að vera Mark Webber þegar liðsfélaginn er besti ökuþór í Formúlu 1. nordicphotos/afp Mark Webber, ökumaður Red Bull í Formúlu 1, er nú orðaður við keppnissæti hjá Ferrari fyrir næsta tímabil. Hann mundi þá aka við hlið Fernando Alonso hjá hinu goðsagnakennda ítalska liði. Jafnvel er talið að Ástralinn sé nú þegar búinn að skrifa undir samning við Ítalina. Liðsfélagi Alonso, Felipe Massa, hefur ekki staðið sig vel undanfarin ár hjá Ferrari og er talið að Ítalirnir vilji losa sig við hann þegar tímabilið 2012 er yfirstaðið. Margir ökuþórar hafa verið orðaðir við liðið og þá helst Sergio Perez hjá Sauber. "Það virðist vera árviss atburður að fullyrða að Mark sé að fara eitthvað," sagði Christian Horner, liðstjóri Ferrari liðsins við Autosport. "Ég held að það sé óhjákvæmilegt að allir ökuþórar í Formúlu 1 séu orðaðir við keppnissætið við hlið Alonso." Mark Webber hefur verið í skugganum af liðsfélaga sínum, heimsmeistaranum Sebastian Vettel, undanfarin ár og talinn vera orðinn þreyttur á allri athyglinni sem liðið veitir Vettel fram yfir hann sjálfan. Mark hefur þó ekið betur í ár en liðsfélagi sinn þó hann hafi ekki enn komist á verðlaunapall í ár. Hann hefur endað öll fyrstu mótin í fjórða sæti og sýnt mikla yfirvegun gagnvart vonbrigðunum sem fylgdu verra gengi en búist var við. "Mark hefur ekið vel í fyrstu mótum ársins," sagði Horner ennfremur. "Honum líður vel í bílnum, mætt með nýja nálgun á mótið í ár og það er augljóst að hann er í góðu formi. Fjórum sinnum í fjórðasæti… auðvitað viljum við að hann standi á verðlaunapalli en þetta eru mikilvæg stig sem hann hefur tekið." Samningur Webbers rennur út í lok þessa árs en Horner er viss um að honum líði vel hjá Red Bull. "Við munum setjast yfir þetta mál þegar það á við. Ég hef ekki orðið var við að hann hafi verið í neinum viðræðum." Formúla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Mark Webber, ökumaður Red Bull í Formúlu 1, er nú orðaður við keppnissæti hjá Ferrari fyrir næsta tímabil. Hann mundi þá aka við hlið Fernando Alonso hjá hinu goðsagnakennda ítalska liði. Jafnvel er talið að Ástralinn sé nú þegar búinn að skrifa undir samning við Ítalina. Liðsfélagi Alonso, Felipe Massa, hefur ekki staðið sig vel undanfarin ár hjá Ferrari og er talið að Ítalirnir vilji losa sig við hann þegar tímabilið 2012 er yfirstaðið. Margir ökuþórar hafa verið orðaðir við liðið og þá helst Sergio Perez hjá Sauber. "Það virðist vera árviss atburður að fullyrða að Mark sé að fara eitthvað," sagði Christian Horner, liðstjóri Ferrari liðsins við Autosport. "Ég held að það sé óhjákvæmilegt að allir ökuþórar í Formúlu 1 séu orðaðir við keppnissætið við hlið Alonso." Mark Webber hefur verið í skugganum af liðsfélaga sínum, heimsmeistaranum Sebastian Vettel, undanfarin ár og talinn vera orðinn þreyttur á allri athyglinni sem liðið veitir Vettel fram yfir hann sjálfan. Mark hefur þó ekið betur í ár en liðsfélagi sinn þó hann hafi ekki enn komist á verðlaunapall í ár. Hann hefur endað öll fyrstu mótin í fjórða sæti og sýnt mikla yfirvegun gagnvart vonbrigðunum sem fylgdu verra gengi en búist var við. "Mark hefur ekið vel í fyrstu mótum ársins," sagði Horner ennfremur. "Honum líður vel í bílnum, mætt með nýja nálgun á mótið í ár og það er augljóst að hann er í góðu formi. Fjórum sinnum í fjórðasæti… auðvitað viljum við að hann standi á verðlaunapalli en þetta eru mikilvæg stig sem hann hefur tekið." Samningur Webbers rennur út í lok þessa árs en Horner er viss um að honum líði vel hjá Red Bull. "Við munum setjast yfir þetta mál þegar það á við. Ég hef ekki orðið var við að hann hafi verið í neinum viðræðum."
Formúla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira