Ferrari hafa fundið lausn á vandamálum sínum Birgir Þór Harðarson skrifar 3. maí 2012 22:00 Alonso er ánægður með breytingarnar sem liðið notaði á Ítalíu í morgun. nordicphotos/afp Ferrari-liðið ók endurhönnuðum bíl sínum á æfingum á Mugello brautinni á Ítalíu í dag. Sagt er að endurhönnunin muni færa liðinu um það bil 0,2 sekúntur hvern hring og jafnvel meira. Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Ferrari, sagðist vera ánægður með breytingarnar sem eru aðallega á afturenda bílssins. Nú er afturendinn mun betur "pakkaður saman" en í fyrstu mótum ársins. Það hefur áhrif á loftflæði bílsins sem skilar betri rásfestu og einnig hafa útblástursrörin verið færð. Það má einnig vera að í nýjum afturenda leynist nýjar lausnir á bæði fjöðrun bílsins og drifi. Gary Anderson, sérlegur tækniráðgjafi BBC Sport og fyrrum tæknistjóri Jordan, Stewart og Jaguar-liðanna, segir bílinn líta út fyrir að vera venjulegri en áður. Ferrari lenti í vandræðum með róttæka hönnun bílsins á undirbúningstímabilinu í vetur. "Ný hönnun Ferrari-bílsins er skref í rétta átt." Keppnisliðin æfa nú á Ítalíu. Alonso átti besta tíma á þriðjudag en Roman Grosjean hjá Lotus hefur verið fljótastur í gær og í dag. Næst keppa liðin í Barcelona á Spáni þann 13. maí. Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ferrari-liðið ók endurhönnuðum bíl sínum á æfingum á Mugello brautinni á Ítalíu í dag. Sagt er að endurhönnunin muni færa liðinu um það bil 0,2 sekúntur hvern hring og jafnvel meira. Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Ferrari, sagðist vera ánægður með breytingarnar sem eru aðallega á afturenda bílssins. Nú er afturendinn mun betur "pakkaður saman" en í fyrstu mótum ársins. Það hefur áhrif á loftflæði bílsins sem skilar betri rásfestu og einnig hafa útblástursrörin verið færð. Það má einnig vera að í nýjum afturenda leynist nýjar lausnir á bæði fjöðrun bílsins og drifi. Gary Anderson, sérlegur tækniráðgjafi BBC Sport og fyrrum tæknistjóri Jordan, Stewart og Jaguar-liðanna, segir bílinn líta út fyrir að vera venjulegri en áður. Ferrari lenti í vandræðum með róttæka hönnun bílsins á undirbúningstímabilinu í vetur. "Ný hönnun Ferrari-bílsins er skref í rétta átt." Keppnisliðin æfa nú á Ítalíu. Alonso átti besta tíma á þriðjudag en Roman Grosjean hjá Lotus hefur verið fljótastur í gær og í dag. Næst keppa liðin í Barcelona á Spáni þann 13. maí.
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira