Stuðningsgrein: Lýðræði er alltaf svarið! Marta B. Helgadóttir skrifar 15. maí 2012 17:30 Þá er það komið á hreint – Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, er byrjaður kosningabaráttu sína og gerir það auðvitað með stæl, eins og hans var von og vísa. Hann hættir aldrei að koma á óvart, hann Ólafur, og að þessu sinni hóf hann baráttuna með viðtali á Bylgjunni. Þar fór Ólafur mikinn. En það sem vakti sérstaka athygli mína var, að Ólafur talaði aldeilis sérlega fallega um einn af keppinautum sínum um forsetaembættið. Hann nefndi ítrekað nafn Herdísar Þorgeirsdóttur, og fór um hana mörgum fögrum orðum. Til að ekkert fari nú á milli mála, þá sagðist Ólafur þekkja og meta Herdísi mjög mikils. Og hann bætti um betur: „Ég fylgdist vel með hennar doktorsnámi, hef lesið hennar skrif og hún hefur mikla kunnáttu og þekkingu á lýðræðinu, mannréttindamálum og fjölmiðlamálum og skrifaði stórmerkilega doktorsritgerð í þeim efnum." Þetta er nú ekki bara fallega sagt hjá Ólafi Ragnari – þetta er líka alveg hárrétt. Hver sá, sem leggur leið sína á heimasíðu Herdísar, herdis.is, sér, að Ólafur Ragnar veit nákvæmlega hvað hann er að segja. Þetta er þeim mun athyglisverðara í ljósi þess að Ólafur Ragnar hefur að verulegu leyti breytt eðli forsetaembættisins. Hann er fyrsti forsetinn, sem beitir málskotsréttinum – ekki einu sinni, heldur þrisvar og það þarf víst minna til að verða umdeildur. Það verður eiginlega ekki betur séð en að Ólafur Ragnar sé búinn að lýsa því yfir að Herdís er meira en vel hæf til að taka að sér embætti forseta Íslands, og það má eiginlega segja þeim mun betur, sem hún getur – andstætt Ólafi Ragnari – staðið frammi fyrir íslenskri þjóð sem táknmynd nýrra tíma og nýrra gilda. Það er nú einu sinni það, sem okkar ágæta þjóð þarf öðru fremur. Herdís getur auk þess tekið á málum af þekkingu og kunnáttu og hún getur best allra frambjóðenda verið rödd Íslands á heimavelli jafnt og erlendis og lagt sem slík áherslu á gildi jöfnuðar, mannréttinda, lýðræðis og tjáningarfrelsis. Íslendingum væri heiður að því að kjósa í embætti forseta konu, sem getur talað af þekkingu um mannréttindi á alþjóðavettvangi. Þá er Herdísi Þorgeirsdóttir betur en öðrum frambjóðendum treystandi fyrir því verkefni að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar hvað varðar náttúruauðlindir hennar og auðæfi – sem málsvari lýðræðis og undir kjörorðinu "Lýðræði er alltaf svarið!" mun Herdís standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar og undirstöðu sjálfstæðis þjóðarinnar. Valið er því auðvelt, þegar kemur að kjördegi: Herdís Þorgeirsdóttir er sú mannkostamanneskja, sem getur tekið við búi að Bessastöðum með þeirri reisn og sæmd, sem við Íslendingar helst viljum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Þá er það komið á hreint – Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, er byrjaður kosningabaráttu sína og gerir það auðvitað með stæl, eins og hans var von og vísa. Hann hættir aldrei að koma á óvart, hann Ólafur, og að þessu sinni hóf hann baráttuna með viðtali á Bylgjunni. Þar fór Ólafur mikinn. En það sem vakti sérstaka athygli mína var, að Ólafur talaði aldeilis sérlega fallega um einn af keppinautum sínum um forsetaembættið. Hann nefndi ítrekað nafn Herdísar Þorgeirsdóttur, og fór um hana mörgum fögrum orðum. Til að ekkert fari nú á milli mála, þá sagðist Ólafur þekkja og meta Herdísi mjög mikils. Og hann bætti um betur: „Ég fylgdist vel með hennar doktorsnámi, hef lesið hennar skrif og hún hefur mikla kunnáttu og þekkingu á lýðræðinu, mannréttindamálum og fjölmiðlamálum og skrifaði stórmerkilega doktorsritgerð í þeim efnum." Þetta er nú ekki bara fallega sagt hjá Ólafi Ragnari – þetta er líka alveg hárrétt. Hver sá, sem leggur leið sína á heimasíðu Herdísar, herdis.is, sér, að Ólafur Ragnar veit nákvæmlega hvað hann er að segja. Þetta er þeim mun athyglisverðara í ljósi þess að Ólafur Ragnar hefur að verulegu leyti breytt eðli forsetaembættisins. Hann er fyrsti forsetinn, sem beitir málskotsréttinum – ekki einu sinni, heldur þrisvar og það þarf víst minna til að verða umdeildur. Það verður eiginlega ekki betur séð en að Ólafur Ragnar sé búinn að lýsa því yfir að Herdís er meira en vel hæf til að taka að sér embætti forseta Íslands, og það má eiginlega segja þeim mun betur, sem hún getur – andstætt Ólafi Ragnari – staðið frammi fyrir íslenskri þjóð sem táknmynd nýrra tíma og nýrra gilda. Það er nú einu sinni það, sem okkar ágæta þjóð þarf öðru fremur. Herdís getur auk þess tekið á málum af þekkingu og kunnáttu og hún getur best allra frambjóðenda verið rödd Íslands á heimavelli jafnt og erlendis og lagt sem slík áherslu á gildi jöfnuðar, mannréttinda, lýðræðis og tjáningarfrelsis. Íslendingum væri heiður að því að kjósa í embætti forseta konu, sem getur talað af þekkingu um mannréttindi á alþjóðavettvangi. Þá er Herdísi Þorgeirsdóttir betur en öðrum frambjóðendum treystandi fyrir því verkefni að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar hvað varðar náttúruauðlindir hennar og auðæfi – sem málsvari lýðræðis og undir kjörorðinu "Lýðræði er alltaf svarið!" mun Herdís standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar og undirstöðu sjálfstæðis þjóðarinnar. Valið er því auðvelt, þegar kemur að kjördegi: Herdís Þorgeirsdóttir er sú mannkostamanneskja, sem getur tekið við búi að Bessastöðum með þeirri reisn og sæmd, sem við Íslendingar helst viljum.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun