Frábær akstur hjá Rosberg en ólánið elti Schumacher Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2012 16:42 Rosberg ásamt Bastian Schweinsteiger en þýska knattspyrnulandsliðið fylgdist með í Mónakó. Nordic Photos / Getty Liðsfélagarnir og Þjóðverjarnir Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes áttu ólíku gengi að fagna í Mónakó-kappakstrinum í dag. Rosberg var annar á ráspól og keyrði því sem næst óaðfinnanlega. Rosberg andaði ofan í hálsmálið á forystusauðinum Mark Webber allt til loka en fann aldrei leiðina framhjá Ástralanum. „Það er frábær tilfinning að komast á verðlaunapall á heimavelli hér í Mónakó fyrir framan fjölskyldu mína og vini," sagði Rosberg sem hrósaði teymi Mercedes-liðsins. „Teymið stóð sig frábærlega að koma bílnum í frábært ástand fyrir keppnina. Við töldum alltaf að brautin myndi henta bifreiðinni vel en það gekk enn betur en við þorðum að vona," sagði Rosberg. Félagi Rosberg, Þjóðverjinn Michael Schumacher, þurfti að draga sig úr keppni þegar 13 hringjum var ólokið vegna bilunar. Schumacher, sem náði bestum tíma í tímatökunni í gær, hóf keppnina í 6. sæti sökum refsingar sem hann hlaut eftir árekstur í Spánarkappakstrinum. Schumacher tapaði mörgum sætum strax í ræsingunni þegar árekstur varð í brautinni. Honum tókst þó að vinna sig upp listann og stefndi í að hann myndi skila stigum í hús þegar bíllinn bilaði. „Ég hélt því fyrir mig en ég stefndi á að komast á verðlaunapall í dag," sagði Schumacher sem stefnir á góðan árangur í næstu keppni eftir tvæ vikur í Kanada. „Brautin ætti að henta okkur vel og ég vonast til þess að geta ekið eðlilega og án áfalla í þeirri keppni," sagði Schumacher. Formúla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Liðsfélagarnir og Þjóðverjarnir Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes áttu ólíku gengi að fagna í Mónakó-kappakstrinum í dag. Rosberg var annar á ráspól og keyrði því sem næst óaðfinnanlega. Rosberg andaði ofan í hálsmálið á forystusauðinum Mark Webber allt til loka en fann aldrei leiðina framhjá Ástralanum. „Það er frábær tilfinning að komast á verðlaunapall á heimavelli hér í Mónakó fyrir framan fjölskyldu mína og vini," sagði Rosberg sem hrósaði teymi Mercedes-liðsins. „Teymið stóð sig frábærlega að koma bílnum í frábært ástand fyrir keppnina. Við töldum alltaf að brautin myndi henta bifreiðinni vel en það gekk enn betur en við þorðum að vona," sagði Rosberg. Félagi Rosberg, Þjóðverjinn Michael Schumacher, þurfti að draga sig úr keppni þegar 13 hringjum var ólokið vegna bilunar. Schumacher, sem náði bestum tíma í tímatökunni í gær, hóf keppnina í 6. sæti sökum refsingar sem hann hlaut eftir árekstur í Spánarkappakstrinum. Schumacher tapaði mörgum sætum strax í ræsingunni þegar árekstur varð í brautinni. Honum tókst þó að vinna sig upp listann og stefndi í að hann myndi skila stigum í hús þegar bíllinn bilaði. „Ég hélt því fyrir mig en ég stefndi á að komast á verðlaunapall í dag," sagði Schumacher sem stefnir á góðan árangur í næstu keppni eftir tvæ vikur í Kanada. „Brautin ætti að henta okkur vel og ég vonast til þess að geta ekið eðlilega og án áfalla í þeirri keppni," sagði Schumacher.
Formúla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira