Mark Webber tryggði sér í dag sigur í Mónakó-kappakstrinum í Formúlu 1 eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi. Hann varð um leið sjötti sigurvegarinn í jafnmörgum keppnum.
Aldrei áður hefur það gerst að sex mismunandi ökuþórar hafa landað sigri í fyrstu sex keppnum ársins. Sigur Webber þýddi það þó að Red Bull varð fyrsta liðið til þess að vinna tvær keppnir á tímabilinu. Sebastian Vettel, liðsfélagi hans hjá Red Bull, sigraði í keppninni í Barain.
Næsta keppni í Formúlu 1 fer fram í Kanada eftir tvær vikur.
Hér fyrir neðan má sjá sigurvegara keppnanna það sem af er tímabili.
Ástralía - Jenson Button (McLaren)
Malasía - Fernando Alonso (Ferrari)
Kína - Nico Rosberg (Mercedes)
Barain - Sebastian Vettel (Red Bull)
Spánn - Pastor Maldonado (Williams)
Mónakó - Mark Webber (Red Bull)
