Michael Schumacher átti fljótasta hringinn í tímatökunum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Mónakó á morgun. Mark Webber verður þó á ráspól.
Schumacher var færður aftur um fimm sæti sem refsing vegna atviks í síðasta kappakstri sem fram fór á Spáni.
Mark Webber hjá Red Bull, sem átti næstbesta tímann, verður því á ráspól. Annar verður Nico Rosberg á Mercedes og Lewis Hamilton hjá McLaren þriðji.
Felippe Massa hjá Ferrari, sem ók hraðast á lokaæfingunni í morgun, er verður sjöundi í röðinni á morgun. Sebastian Vettel hjá Red Bull verður tíundi.
Nánari röðun á heimasíðu Formúlu 1, sjá hér.
Schumacher fljótastur en Webber á ráspól
