Ólafur og Þóra jöfn samkvæmt nýrri könnun MMR Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. maí 2012 16:55 Nákvæmlega sami fjöldi myndi kjósa Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson í forsetakosningum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR sem gerð var dagana 21-24 maí. Af þeim sem tóku afstöðu var nákvæmlega sami fjöldi, eða 41,2%, sem sögðust myndu kjósa Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson. Þá voru 9,7% þeirra sem tóku afstöðu sem lýstu yfir stuðningi við Ara Trausta Guðmundsson. Aðrir frambjóðendur voru nefndir af 7,9% svarenda samanlagt. Einungis var kannaður stuðningur almennings við þá einstaklinga sem þegar hafa lýst yfir framboði til komandi forsetakosninga. Sem fyrr reyndist töluverður munur á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokka það sagðist styðja (væri gengið til kosninga nú). Þannig voru 52,5% framsóknarmanna og 58,7% sjálfstæðismanna sem sögðust kjósa Ólaf Ragnar en 71,0% samfylkingarfólks og 69,6% Vinstri-grænna sagðist vilja kjósa Þóru. Þá voru 63,3% þeirra sem sögðust styðja ríkisstjórnina sem jafnframt sögðust kjósa Þóru. Á móti voru 53,3% þeirra sem sögðust andvígir ríkisstjórninni sem sögðust vilja kjósa Ólaf Ragnar. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög ólíkar könnun sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í morgun. Samkvæmt þeirri könnun sögðust 53,9 prósent aðspurðra kjósa Ólaf Ragnar en 35,4% sögðust kjósa Þóru. Um aðferðarfræði könnunar MMR: Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára (og 68-80 ára) valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR Svarfjöldi: 856 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára (933 ef horft er til 18-80 ára) Dagsetning framkvæmdar: 21.-24. maí 2012 Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Nákvæmlega sami fjöldi myndi kjósa Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson í forsetakosningum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR sem gerð var dagana 21-24 maí. Af þeim sem tóku afstöðu var nákvæmlega sami fjöldi, eða 41,2%, sem sögðust myndu kjósa Þóru Arnórsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson. Þá voru 9,7% þeirra sem tóku afstöðu sem lýstu yfir stuðningi við Ara Trausta Guðmundsson. Aðrir frambjóðendur voru nefndir af 7,9% svarenda samanlagt. Einungis var kannaður stuðningur almennings við þá einstaklinga sem þegar hafa lýst yfir framboði til komandi forsetakosninga. Sem fyrr reyndist töluverður munur á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokka það sagðist styðja (væri gengið til kosninga nú). Þannig voru 52,5% framsóknarmanna og 58,7% sjálfstæðismanna sem sögðust kjósa Ólaf Ragnar en 71,0% samfylkingarfólks og 69,6% Vinstri-grænna sagðist vilja kjósa Þóru. Þá voru 63,3% þeirra sem sögðust styðja ríkisstjórnina sem jafnframt sögðust kjósa Þóru. Á móti voru 53,3% þeirra sem sögðust andvígir ríkisstjórninni sem sögðust vilja kjósa Ólaf Ragnar. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög ólíkar könnun sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í morgun. Samkvæmt þeirri könnun sögðust 53,9 prósent aðspurðra kjósa Ólaf Ragnar en 35,4% sögðust kjósa Þóru. Um aðferðarfræði könnunar MMR: Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára (og 68-80 ára) valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR Svarfjöldi: 856 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára (933 ef horft er til 18-80 ára) Dagsetning framkvæmdar: 21.-24. maí 2012
Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira