Kubica fer í enn eina aðgerðina Birgir Þór Harðarson skrifar 7. júní 2012 06:00 Kubica var tíður gestur á verðlaunapallinum í Formúlu 1 áður en hann lenti í slysinu hræðilega. Hér má sjá handlegginn fastan á kappann. nordicphotos/Afp Pólski ökuþórinn Robert Kubica hefur nú farið í enn eina aðgerðina vegna meiðslanna sem hann hlaut í rallýslysi í byrjun árs 2011. Kubica var fyrir slysið talinn vera einn efnilegast ökumaður í Formúlu 1. Hann hefur sigrað einn kappakstur. Það var í Kanada, þar sem keppt verður um komandi helgi, árið 2008 fyirr BMW Sauber liðið. Í aðgerðinn sem hann undirgekkst nú voru varahlutir settir í olnboga hans til að fullkomna hreyfigetu hans. Læknir hans segir að nú sé hann fullfær um að halda um stýrið. Í slysinu gekk vegriðsendi í gegnum miðjan rall-bíl Kubica og nánast bútaði handlegg hans frá búknum. Hægri löpp hans var einnig mjög löskuð eftir slysið. Kubica hefur undanfarið verið að æfa sig í kappaksturshermum en ekki getað snúið lófanum á hægri hönd niður. Hann hefur því neyðst til að sleppa stýrinu til að beygja til vinstri. Það mun taka hann mánuð hið minnsta að öðlast fulla hreyfigetu í höndinni. Rætt hefur verið um endurkomu hans í Formúlu 1 og reynt að tímasetja hana allt frá því að hann lenti í slysinu. Renault-liðið sem hann ók fyrir heitir nú Lotus, en þar á bæ segja menn að hann sé ávalt velkominn og sé hann eins góður og hann var á hann víst keppnissæti hjá liðinu. Formúla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Pólski ökuþórinn Robert Kubica hefur nú farið í enn eina aðgerðina vegna meiðslanna sem hann hlaut í rallýslysi í byrjun árs 2011. Kubica var fyrir slysið talinn vera einn efnilegast ökumaður í Formúlu 1. Hann hefur sigrað einn kappakstur. Það var í Kanada, þar sem keppt verður um komandi helgi, árið 2008 fyirr BMW Sauber liðið. Í aðgerðinn sem hann undirgekkst nú voru varahlutir settir í olnboga hans til að fullkomna hreyfigetu hans. Læknir hans segir að nú sé hann fullfær um að halda um stýrið. Í slysinu gekk vegriðsendi í gegnum miðjan rall-bíl Kubica og nánast bútaði handlegg hans frá búknum. Hægri löpp hans var einnig mjög löskuð eftir slysið. Kubica hefur undanfarið verið að æfa sig í kappaksturshermum en ekki getað snúið lófanum á hægri hönd niður. Hann hefur því neyðst til að sleppa stýrinu til að beygja til vinstri. Það mun taka hann mánuð hið minnsta að öðlast fulla hreyfigetu í höndinni. Rætt hefur verið um endurkomu hans í Formúlu 1 og reynt að tímasetja hana allt frá því að hann lenti í slysinu. Renault-liðið sem hann ók fyrir heitir nú Lotus, en þar á bæ segja menn að hann sé ávalt velkominn og sé hann eins góður og hann var á hann víst keppnissæti hjá liðinu.
Formúla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira